Hoppa yfir valmynd
19. maí 2011 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Aðgengi tryggt að stafrænum landupplýsingum

Vatnajökulsþjóðgarður
Vatnajökulsþjóðgarður

Lög um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar hafa verið samþykkt á Alþingi, en með þeim eru grundvallaratriði svokallaðrar INSPIRE tilskipun Evrópusambandsins innleidd samkvæmt EES samningnum. Í undirbúningi er setning reglugerðar á grundvelli laganna til að ljúka innleiðingu tilskipunarinnar.

Samkvæmt lögunum skal byggja upp grunngerð landupplýsinga á vegum stjórnvalda í þeim tilgangi að tryggja aðgengi yfirvalda og almennings að slíkum gögnum á Íslandi. Virk grunngerð landupplýsinga er talin mikilvægur þáttur góðrar skilvirkar stjórnsýslu svo sem við ákvarðanatöku, stefnumörkun og til að virkja almenning.

Markmið INSPIRE-tilskipunarinnar er að samræma og samnýta opinberar landupplýsingar og þá einna helst í þágu umhverfismála. Landupplýsingar eru hvers kyns hnitsettar upplýsingar um fyrirbæri í umhverfinu, bæði náttúruleg og manngerð. Með tilskipuninni eru settar reglur um hvernig skipulag, upplýsingamiðlun og aðgengi landupplýsingagagna skuli vera - auk þess sem sett eru fyrirmæli um það hvernig eftirliti með slíkum gögnum skuli háttað. Þess er vænst að þessi samræming á framsetningu landupplýsinga muni þegar frá líður bæta aðgengi að landupplýsingum og stuðla að hagkvæmri nýtingu landfræðilegra gagna öllum til hagsbóta.

Með lögunum fá Landmælingar Íslands nýtt hlutverk en stofnuninni er falið að fara með framkvæmd laganna, einkum því sem lítur að svonefndri landupplýsingagátt, þar sem framkvæmd laganna fellur undir umhverfisráðuneytið.

Nánari upplýsingar um INSPIRE-tilskipunina má finna á heimasíðu Landmælinga og á heimasíðu Evrópusambandsins um tilskipunina.

Lög um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar

Fréttabréf Landmælinga um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum