Hoppa yfir valmynd
12. maí 2011 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Nýr upplýsingafulltrúi í umhverfisráðuneyti

Bergþóra Njála Guðmundsdóttir
Bergþóra Njála Guðmundsdóttir

 

Bergþóra Njála Guðmundsdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi umhverfisráðuneytisins úr hópi 93ja umsækjenda.

Bergþóra Njála er fædd árið 1969 og hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu undanfarinn áratug þar sem hún m.a. sérhæfði sig í umfjöllun um umhverfismál. Þar áður starfaði hún á fréttastofu Stöðvar tvö og Bylgjunnar.

Bergþóra Njála er með próf í hagnýtri fjölmiðlun frá Háskóla Íslands auk þess sem hún hefur lagt stund á meistaranám í umhverfis- og auðlindafræði meðfram vinnu síðastliðið ár.

Helstu verkefni Bergþóru Njálu í ráðuneytinu verða að koma á framfæri til fjölmiða og almennings upplýsingum um umhverfis- og náttúruverndarmál, stöðu þeirra og framvindu en einnig um aðgerðir ráðuneytisins í þeim málaflokkum sem undir það heyra. Bergþóra Njála hefur þegar hafið störf í ráðuneytinu.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum