Hoppa yfir valmynd
22. mars 2011 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum til umræðu á Alþingi

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherr á Alþingi 2009
Á Alþingi

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur lagt fram skýrslu á Alþingi um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem var samþykkt í ríkisstjórn í nóvember 2010.

Umhverfisráðherra sagði á Alþingi í dag að með framkvæmd áætlunarinnar ættu íslensk stjórnvöld að geta staðið við skuldbindingar sínar um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til 2020. Ráðherra sagði framkvæmdina kalla á þátttöku ráðuneyta, sveitarfélaga, atvinnulífs og almennings. Enda vörðuðu loftslagsmál flest svið samfélagsins, svo sem samgöngur, landnotkun, atvinnustarfsemi, efnahag og ímynd Íslendinga á alþjóðavettvangi. Umhverfisráðherra taldi þess vegna mikilvægt að kynna áætlunina fyrir Alþingi og bjóða upp á umræðu um hana.

Skýrsla umhverfisráðherra til Alþingis. Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum (pdf-skjal).

Umræða um skýrsluna á Alþingi (heimasíða Alþingis).

Frétt um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum (heimasíða umhverfisráðuneytisins).

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum