Hoppa yfir valmynd
3. mars 2011 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Óskað eftir tilnefningum vegna Kuðungsins 2010

Dagur umhverfisins
Dagur umhverfisins

Úthlutunarnefnd á vegum umhverfisráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnanir, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári, eru þess verðug að hljóta umhverfisviðurkenningu umhverfisráðuneytisins, Kuðunginn fyrir árið 2010. Kuðungurinn verður afhentur á degi umhverfisins 25. apríl.

Óskað er eftir því að stutt greinargerð fylgi með tilnefningunum. Fyrirtæki og stofnanir geta hvort heldur sem er tilnefnt sig sjálf eða verið tilnefnd af öðrum. Til að koma til álita við veitingu Kuðungsins þarf fyrirtækið eða stofnunin að hafa skarað fram úr á einu eða fleiri eftirtöldum sviðum:

  • Umhverfisstjórnun.
  • Innleiðingu nýjunga í umhverfisvernd.
  • Hreinni framleiðslutækni.
  • Lágmörkun úrgangs.
  • Mengunarvörnum.
  • Umhverfisvænni vöruþróun.
  • Framlagi til umhverfismála.
  • Vinnuumhverfi.

Tillögur skulu berast umhverfisráðuneytinu eigi síðar en 25. mars næstkomandi, merktar ,,Kuðungurinn 2010", á póstfangið [email protected] eða með pósti í umhverfisráðuneytið, Skuggasundi 1, 150 Reykjavík.

Úthlutunarnefnd Kuðungsins hefur verið skipuð. Í henni sitja Sigþrúður Jónsdóttir formaður, skipuð af umhverfisráðherra, Margrét Ingþórsdóttir fyrir hönd Alþýðusambands Íslands, Ragnheiður Héðinsdóttir fyrir hönd Samtaka atvinnulífsins og Morten Lange fyrir hönd félagasamtaka á sviði umhverfismála.

Umhverfisráðuneytið veitti Kuðunginn fyrst árið 1995, þá fyrir starf á árinu 1994. Prentsmiðjan Oddi hlaut Kuðunginn á liðnu ári fyrir störf á árinu 2009.

Nánar um Kuðunginn.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum