Hoppa yfir valmynd
30. desember 2010 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Forstjóri Mannvirkjastofnunar settur til þriggja mánaða

Umhverfisráðherra hefur sett Björn Karlsson, fráfarandi brunamálastjóra, til að gegna starfi forstjóra Mannvirkjastofnunar í þrjá mánuði. Ný lög um mannvirki öðluðust gildi í gær og koma til framkvæmdar 1. janúar. Við gildistöku laganna verður sett á fót sérstök Mannvirkjastofnun sem tekur við málefnum Brunamálastofnunar auk verkefna er varða byggingarmál. Samhliða því verður Brunamálastofnun lögð niður. Starf forstjóra Mannvirkjastofnunar verður auglýst strax í upphafi nýs árs.

Markmið nýrra laga um mannvirki er að auka öryggi og gæði mannvirkja, efla neytendavernd, bæta skilvirkni í stjórnsýslu mannvirkjamála og tryggja faglega yfirsýn í málaflokknum og samræma byggingareftirlit um land allt.  Mannvirkjastofnunin hefur einnig það hlutverk að hafa eftirlit með og vinna að samræmingu brunavarna í landinu, stuðla að samvinnu þeirra sem starfa að brunavörnum og reka Brunamálaskóla.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum