Hoppa yfir valmynd
10. desember 2010 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Heimsminjanefnd Íslands opnar heimasíðu

Surtsey, Ljósm.: Ragnar Th. Sigurðsson
Surtsey

Heimsminjanefnd Íslands hefur opnað heimasíðu um heimsminjasamning UNESCO og framkvæmd hans hér á landi. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, opnuð síðuna formlega í gær.  

Heimsminjasamningurinn miðar að því að vernda bæði menningarminjar og náttúruminjar sem eru einstakar í heiminum. Á heimasíðunni má finna fréttir af samninginum, upplýsingar um aðild Íslands að honum og um Þingvelli og Surtsey, en það eru þeir staðir á Íslandi sem eru á heimsminjaskrá UNESCO.

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra sagði við opnun heimasíðunnar að samstarf umhverfisráðuneytisins og mennta- og menningarmálaráðuneytisins við undirbúning aðildar að samningnum og við framkvæmd hans hefði verið til fyrirmyndar.

Nú er á loka stigi undirbúningur fyrir alþjóðlega tilnefningu víkingaminjastaða sem Ísland hefur verið í forsvari fyrir. Einnig er áhugi fyrir því að tilnefna Vatnajökulsþjóðgarð sem náttúruminjar og torfbyggingar sem menningarminjar.

Heimasíða heimsminjanefndar Íslands.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum