Hoppa yfir valmynd
24. apríl 2002 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Skýrsla um starfsemi Ofanflóðanefndar 1996 til 2000


Umhverfisráðuneytið hefur gefið út skýrslu Ofanflóðanefndar vegna tímabilsins 1996 til 2000. Í ávarpi ráðherra í upphafi skýrslunnar segir m.a.: "Hin hörmulegu snjóflóð sem urðu á norðanverðum Vestfjörðum á árinu 1995 leiddu til gagngerrar endurskoðunar á opinberri stjórnsýslu ofanflóðavarna og þátttöku ríkisvaldsins í uppbyggingu snjóflóðavarna. Umhverfisráðuneytinu var í kjölfar þeirrar endurskoðunar falin ábyrgð á framkvæmd málaflokksins og hafa auk ráðuneytisins Veðurstofa Íslands og Ofanflóðanefnd borið þungan af því starfi."

Þetta fyrsta skýrslan sem gefin er út um starfsemi nefndarinnar, en ákveðið hefur verið að framvegis komi árlega út skýrsla um starf nefndarinnar. Í skýrslunni eru birtir reikningar Ofanflóðasjóðs fyrir sama tímabil.


Skýrslan er hér á PDF-formi

Fréttatilkynning nr. 5/2002
Umhverfisráðuneytið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum