Hoppa yfir valmynd
2. september 2010 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Drög að skógræktarstefnu til umsagnar

Í Hallormsstaðaskógi
Í Hallormsstaðaskógi

Unnin hafa verið drög að skógræktarstefnu stjórnvalda og almenningi býðst nú að senda inn athugasemdir um þau. Fram til þessa hefur ekki verið til samræmd skógræktarstefna hér á landi en um skógrækt hefur verið fjallað í ýmsum lögum, samþykktum og áætlunum. Þess vegna var Jóni Loftssyni skógræktarstjóra falið að móta heildstæða stefnu til langs tíma, eða að minnsta kosti til ársins 2040. Nefnd leidd af skógræktarstjóra hefur nú unnið drög að slíkri stefnu.

Drögin hafa verið send ýmsum stofnunum, nefndum, samböndum og félögum til umsagnar en auk þess er almenningi boðið að senda inn athugasemdir við drögin. Sjá nánar á heimasíðu Skógræktar ríkisins.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum