Hoppa yfir valmynd
9. júní 2010 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfisverðlaun veitt fyrir græna fjársýslu

Norrænt samstarf
www.norden.org

Norðurlandaráð veitti nýverið þremur bönkum náttúru- og umhverfisverðlaun 2010. Merkur Andelskasse, Ekobanken og Cultura Bank fengu verðlaunin fyrir græna og sjálfbæra stefnumótun. Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn á Norðurlandaráðsþinginu sem haldið verður í Reykjavík dagana 2.-4. nóvember næstkomandi.

Að mati dómnefndar hafa bankarnir verið í fararbroddi á sviði fjárfestinga í sjálfbærum verkefnum. Starfsemi þeirra byggir á grænum gildum og þeir vinna að því að gera samfélög sjálfbær. Þess vegna þóttu bankarnir fyrirmynd annarra sem vinna við fjársýslu.

Náttúru og umhverfisverðlaunin eru ein af fjórum verðlaunum Norðurlandaráðs. Hin eru veitt fyrir bókmenntir, kvikmyndir og tónlist. Sænska verkefnið Í öllu veðri hlaut náttúru- og umhverfisverðlaunin árið 2009 og íslenska fyrirtækið Marorka árið 2008. Markmiðið með verðlaununum er að efla áhuga á náttúru- og umhverfisstarfi á Norðurlöndunum.

Frétt á heimasíðu Norðurlandaráðs.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum