Hoppa yfir valmynd
21. apríl 2010 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Heimasíða með fróðleik um strand- og fiskveiðimenningu

Svandís Svavarsdóttir með starfsfólki Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar við opnun fishernet.is.
Opnun fishernet.is

Svandís  Svavarsdóttir umhverfisráðherra opnaði fyrir skömmu heimasíðuna fishernet.is. Síðan er unnin af Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og hún hefur að geyma margvíslegan fróðleik um strand- og fiskveiðimenningu Íslands.

Fishernet er heiti þriggja ára samevrópsks verkefnis sem miðar að því að varðveita, miðla og nýta menningararf sem tengist sjósókn, umhverfisþekkingu sjómanna og sérstakri menningu fiskveiðisamfélaga. Stofnun Vilhjálms Stefánssonar tekur þátt í verkefninu fyrir Íslands hönd með áherslu á fiskveiðimenningu á Íslandi, Grænlandi og Færeyjum, en samstarf er einnig við fjölmargar stofnanir, söfn, sýningar, sérfræðinga, samtök og ekki síst áhugfólk sem á einn eða annan hátt sinna fiskveiðum og menningararfi á svæðinu.

Sjá nánar á heimasíðu Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum