Hoppa yfir valmynd
7. apríl 2010 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Farfuglaheimili fá Svansvottun

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra með fulltrúum farfuglaheimilanna.
Í farfuglaheimilinu í Laugardal

Farfuglaheimilunum í Laugardal og við Vesturgötu var veitt vottun norræna umhverfismerkisins Svansins í gær til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra afhenti viðurkenninguna og sagði í ávarpi að farfuglaheimilin hefðu lengi verið í fararbroddi í umhverfismálum hér á landi og vottunin væri staðfesting á góðum árangri á þessum sviði. Hún sagði ánægjulegt að stöðugt fjölgaði í hópi Svansleyfishafa, Svansleyfin á Íslandi væru orðin sjö talsins, auk þess sem tólf umsóknir hefðu borist Umhverfisstofnun. 

Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna sem byggist á óháðri vottun og viðmiðum sem taka tillit til alls lífsferils vöru og þjónustu. Tilgangur Svansins er að ýta undir sjálfbæra þróun samfélagsins svo að komandi kynslóðir hafi jafna möguleika og við til að mæta þörfum sínum. Alls er hægt að votta 65 mismunandi vöru- og þjónustuflokka.

Frétt á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum