Hoppa yfir valmynd
23. mars 2010 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfisráðherra fylgist með eldhræringum á Fimmvörðuhálsi

Georg Ólafsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.
Á flugi yfir Fimmvörðuhálsi

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra flaug yfir gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi með Landhelgisgæslunni í gær og heimsótti Veðurstofu Íslands.

Flugvél Landhelgisgæslunnar flaug yfir gosstöðvarnar með umhverfisráðherra, Kjartan Þorkelsson, sýslumann á Hvolsvelli og vísindamenn sem könnuðu þróun, umfang og eðli gosstöðvanna. Að loknu flugi heimsótti umhverfisráðherra starfsfólk Veðurstofu Íslands sem hefur umsjón með allri náttúruvá hér á landi. Vísindamenn Veðurstofunnar greindu ráðherra frá helstu verkefnum sem það sinnir í aðdraganda og kjölfar jarðhræringa og frá þróun eldhræringanna á Fimmvörðuhálsi og áhrifum á landbúnað og flugsamgöngur.

Umhverfisráðuneytið fer með mál er varða náttúruvá og umhverfisvöktun.

Upplýsingasíða Veðurstofunnar um gosið sem er uppfærð reglulega.

Frétt Ríkisútvarpsins um flug Landhelgisgæslunnar og frétt Mbl.is.

Á heimasíðu Landmælinga Íslands er hægt að skoða þrívíddarlíkan af gossvæðinu og kort af Eyjafjallajökli.

Frétt Landhelgisgæslunnar um þróun eldsumbrota á Fimmvörðuhálsi.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum