Hoppa yfir valmynd
12. mars 2010 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfisráðherra hitti forseta Maldíveyja

Umhverfisráðherra og forseti Maldíveyja
Umhverfisráðherra og forseti Maldíveyja

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra átti fund með Mohamed Nasheed, forseta Maldíveyja, í hádeginu í dag. Þau ræddu meðal annars stöðu alþjóðlegra viðræðna um loftslagsmál og hlutverk smáríkja í þeim. Þá ræddu þau loftslagsstefnur ríkjanna tveggja og möguleg samstarfsverkefni þeirra í umhverfismálum.

Mohamed Nasheed er staddur hér á landi í boði Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands. Mohamed Nasheed hefur vakið mikla athygli fyrir baráttu sína gegn loftslagsbreytingum og hann efndi til ríkisstjórnarfundar á hafsbotni í október 2009 til að vekja athygli heimsbyggðarinnar á hættunni á að Maldíveyjar sökkvi í sæ vegna hækkandi sjávarborðs. Loftslagsstefna forsetans gerir ráð fyrir að Maldíveyjar verði kolefnishlutlausar eftir áratug með nýtingu sólar- og vindorku.

Nasheeed var kjörinn forseti Maldíveyja árið 2008 í fyrstu lýðræðislegu forsetakosningunum sem fram hafa farið í landinu. Hann tók þátt í að stofna Demókrataflokk Maldíveyja árið 2003 eftir að hafa flúið til Bretlands undan pólítískum ofsóknum í heimalandi sínu.  

Tímaritið Times valdi Mohamed Nasheed umhverfishetju ársins 2009.

Facebook-síða Mohamed Nasheed.

Hér að neðan má skoða frétt um ríkisstjórnarfundinn sem forseti Maldíveyja hélt á hafsbotni í október 2009.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum