Hoppa yfir valmynd
1. febrúar 2010 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Málþing um kyn og loftslagsbreytingar

Svandís Svavarsdóttir á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn
Svandís Svavarsdóttir á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn

Föstudaginn 5. febrúar verður málþingið Kyn og loftslagsbreytingar haldið í Háskóla Íslands, stofu 101 Lögbergi, kl. 14.30-16.45. Samstarfsaðilar um málþingið eru Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum, EDDA - öndvegissetur, Jafnréttisstofa og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar. Sjá nánar á heimasíðu RIKK.

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra mun flytja ávarp við upphaf málþingsins, en hún tók við verðlaunum fyrir Íslands hönd á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn, þar sem Ísland var heiðrað fyrir að halda kynjasjónarmiðum á lofti í samningaviðræðum um loftslagssamning.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum