Hoppa yfir valmynd
22. desember 2009 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

NIKK fjallar um kyn og loftslagsmál

Svandís Svavarsdóttir á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn
Svandís Svavarsdóttir á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn

Norræna rannsóknarstofnunin í kvenna- og kynjafræðum (NIKK) fjallar á heimasíðu sinni um kyn og loftslagsbreytingar og framlag Íslands og Gana til þeirrar umræðu á Kaupmannahafnarráðstefnunni. Í greininni er vikið sérstaklega að ræðu Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra, þar sem hún undirstrikaði þá afstöðu Íslands að nauðsynlegt sé að bæði kyn komi að úrbótum í loftslagsmálum. Þá nefnir greinarhöfundur viðurkenningu sem Svandís veitti viðtöku fyrir Íslands hönd í Kaupmannahöfn.

Greinin nefnist "Kvinder er forandringsaktører".

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum