Hoppa yfir valmynd
10. október 2009 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfisráð ungmenna verður ráðherra til ráðgjafar

Umhverfisráðherra á Umhverfisþingi 2009
Á Umhverfisþingi 2009

Umhverfisþingi lauk í dag. Í lokaávarpi þingsins sagði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra að hún hefði ákveðið að stofna umhverfisráð ungmenna sem ætti að vera umhverfisráðherra til ráðgjafar. Fulltrúar ungs fólks á Umhverfisþingi lögðu fram tillögu þess efnis.

Á síðari degi Umhverfisþings voru flutt stutt erindi þar sem reynt var að svara spurningunni hvernig náum við takmarkinu um sjálfbært Ísland. Auk þess tóku þinggestir þátt í umræðum á samráðsfundi í heimskaffistíl þar sem fjallað var um sömu spurningu.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum