Hoppa yfir valmynd
8. október 2009 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Útivistarverkefni fær umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs

Sænska verkefnið I ur og skur hlaut náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs í ár. Dómnefnd verðlaunanna ákvað þetta á fundi, sem haldinn var hér á landi í gær.

Í rökstuðningi dómnefndar segir að aðferðir I Ur og skur hvetji til til útivistar og séu frábært dæmi um verkefni sem stuðlar að velferð barna og auki skilning þeirra á náttúrunni. Verkefnið er að mestu leyti rekið utanhúss og er nálægð barnanna og stofnana við náttúruna höfð að leiðarljósi.

Alls voru 63 tilnefndir til umhverfisverðlaunanna síðastliðið vor og af þeim voru níu valdir til að halda áfram í seinni umferð, þar á meðal þær Ósk Vilhjálmsdóttir og Ásta Arnardóttir.

Umhverfisverðlaunin, sem eru 350.000 danskra króna, eru nú veitt í fimmtánda sinn. Markmiðið með umhverfisverðlaununum, sem veitt voru í fyrsta sinn árið 1995, er að efla áhuga á náttúru- og umhverfisstarfi á Norðurlöndum. Umhverfisverðlaunin og önnur norræn verðlaun verða afhent við sérstaka athöfn á Norðurlandaráðsþinginu sem haldið verður í Stokkhólmi í lok október. Kolbrún Halldórsdóttir er formaður valnefndarinnar. Marorka hlaut umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs í fyrra.

Frétt á Norden.org.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum