Hoppa yfir valmynd
30. júlí 2009 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Árangursríkt minkaveiðiátak

Minkur
Minkur

Mikil fækkun hefur orðið á mink í Eyjafirði í sérstöku veiðiátaki á vegum umhverfisráðuneytisins, sem nær til tveggja svæða og hefur staðið síðan árið 2007. Einnig hefur mink fækkað á hinu svæðinu, Snæfellsnesi, en ekki jafn hratt. Markmið átaksins er að auka verulega veiðiálag á minkastofninn á svæðunum tveim frá því sem áður var og meta hvort fýsilegt gæti talist að útrýma mink á landinu.

Sérstök umsjónarnefnd er yfir verkefninu, skipuð af umhverfisráðherra, en veiðiátakið er skipulagt og framkvæmt af Umhverfisstofnun. Svæðin sem urðu fyrir valinu voru Snæfellsnes og Eyjafjörður. Samhliða þessu var samið við Náttúrufræðistofnun Íslands um rannsóknir í tengslum við átakið, sem fól Náttúrustofu Vesturlands framkvæmd þeirra. Rannsóknirnar fólust í mati á stofnstærð minks á Snæfellsnesi fyrir átakið og krufningum og rannsóknum á minkum sem veiðast í átakinu.

Til veiðanna voru ráðnir nokkrir veiðimenn á hvoru svæði sem skyldu ákveða lagningu gildra, skipulag veiðanna innan ramma verkefnisins í samráði við verkefnisstjóra og Umhverfisstofnun.

Nánar er fjallað um árangur átaksins á heimasíðu Umhverfisstofnunar.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum