Hoppa yfir valmynd
11. febrúar 2003 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Nýr skrifstofustjóri á skrifstofu laga og upplýsingamála


Sigríður Auður Arnardóttir skrifstofustjóri og Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherraUmhverfisráðherra hefur í dag skipað Sigríði Auði Arnardóttir, lögfræðing, í embætti skrifstofustjóra nýrrar skrifstofu laga og upplýsingamála í ráðuneytinu. Sigríður Auður er fyrsta konan sem gegnir stöðu skrifstofustjóra í ráðuneytinu frá upphafi.

Sigríður Auður Arnardóttir er fædd árið 1965. Hún lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og öðlaðist málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2000. Frá 1991 til 1993 starfaði hún hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga og frá 1993 til 1998 starfaði hún sem lögfræðingur Neytendasamtakanna. Sigríður Auður hefur verið deildarstjóri lögfræðideildar umhverfisráðuneytisins frá árinu 1998. Sigríður Auður er gift Vilhjálmi Erni Sigurhjartarsyni og þau eiga eina dóttur Unni Svölu.

Á undanförnum árum hefur verið unnið markvisst að því í ráðuneytinu að auka hlut kvenna í nefndum, ráðum og stjórnum og hefur ráðuneytið sett sér það markmið, í jafnréttisáætlun sinni, að jafna hlut kvenna og karla í nefndum sem ráðuneytið skipar á allra næstu árum. Nú þegar hefur hlutfall kvenna aukist úr 15% frá ársbyrjun 1999 í 27% í febrúar 2003.

Fréttatilkynning nr. 5/2003
Umhverfisráðuneytið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum