Hoppa yfir valmynd
31. mars 2003 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Lög um meðhöndlun úrgangs



Á nýliðnu þingi voru samþykkt lög um meðhöndlun úrgangs. Markmið laganna er að stuðla að því

- að meðhöndlun úrgangs valdi sem minnstum óæskilegum áhrifum á umhverfið og mengi ekki vatn, jarðveg né andrúmsloft
- að draga úr hættu sem förgun úrgangs getur haft á heilsu manna og dýra
- að dregið verði skipulega úr myndun úrgangsefna eftir því sem unnt er
- að þeim úrgangi sem myndast verði komið í endurnotkun og endurnýtingu
- og að nauðsynlegri förgun úrgangs háttað þannig að hann nái jafnvægi við umhverfi sitt á sem skemmstum tíma.

Helstu nýmæli laganna eru að gert er ráð fyrir að skilyrði í starfsleyfum fyrir urðunarstaði verði strangari en áður. Kveðið er á um að urðunarstaðir skuli vaktaðir að jafnaði í 30 ár frá lokun þeirra. Jafnframt er kveðið á um að rekstraraðili leggi fram fjárhagslega tryggingu fyrir því að uppfylltar verði þær skyldur sem í starfsleyfinu felast þar á meðal um lokunar- og eftirlitsaðgerðir í kjölfar lokunar urðunarstaðarins.

Starfandi urðunarstaðir skulu laga sig að breyttum kröfum fyrir 16. júlí 2009. Einnig hefur nú verið fest í lög að gera skuli lands- og svæðisáætlanir um meðhöndlun úrgangs sem hafa skulu það að markmiði að draga markvisst úr úrgangi, auka endurnotkun og endurnýtingu.

Þá er sveitarfélögum gert skylt, í samræmi við svokallaða mengunarbótareglu, að innheimta gjöld fyrir meðhöndlun úrgangs sem nægja a.m.k. fyrir förgun hans en heimilt er að innheimta gjöld fyrir alla meðhöndlun úrgangs. Nánar...


Umhverfisráðuneytið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum