Hoppa yfir valmynd
9. júlí 2003 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Endurskoðað jarðskjálftahröðunarkort af landinu tekur gildi 15. júlí nk



Stýrihópur umhverfisráðuneytisins um gerð þjóðarskjala við evrópsku forstaðlana um hönnun mannvirkja og sérákvæða við dönsku þolhönnunarstaðlana fyrir mannvirki hefur kynnt umhverfisráðherra endurskoðað jarðskjálftahröðunarkort af landinu. Kortið sem byggir á úrvinnslu nýjustu jarðskjálftamælinga hér á landi hefur verið staðfest af Staðlaráði Íslands og tekur gildi 15. júlí n.k. Um er að ræða s.k. þjóðarskjal með evrópska forstaðlinum Eurocode 8 sem gildir um jarðskjálftahönnun mannvirkja og kemur í stað ÍST13 sem fellur úr gildi um næstu áramót.

Í kjölfar jarðskjálftanna á Suðurlandi árið 2000 samþykkti ríkisstjórnin að veita fé til þess að gera þjóðarskjöl við evrópsku forstaðlana og sérákvæði við dönsku þolhönnunarstaðlana og stýrði umhverfisráðuneytið þeirri vinnu sem lauk fyrir réttu ári síðan að undanskildri ofangreindri endurskoðun á jarðskjálftahröðunarkorti.

Fréttatilkynning nr. 23/2003
Umhverfisráðuneytið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum