Hoppa yfir valmynd
7. maí 2007 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Surtsey - jörð úr ægi

Surtsey2
Surtsey

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra opnaði sýningu Náttúrufræðistofnunar Íslands um Surtsey í Þjóðmenningarhúsinu á sunnudag. Gert er ráð fyrir að sýningin verði síðar flutt til Vestmannaeyja og sett upp í nýrri Surtseyjarstofu sem þar mun rísa árið 2008.

Sýningin kallast Surtsey – jörð úr ægi og hún rekur myndunar- og þróunarsögu Surtseyjar fram til dagsins í dag og spáir fyrir um framtíð eyjarinnar og þróun lífríkis hennar næstu 120 árin. Á sýningunni er beitt nýjustu sýningartækni og margmiðlun við kynningu á ómetanlegum niðurstöðum vísindarannsókna í Surtsey. Henni er ætlað að höfða jafnt til forvitinna barna sem fræðimanna.

Surtsey hefur af Íslands hálfu verið tilnefnd á heimsminjaskrá UNESCO yfir náttúruminjar. Sýningin skýrir forsendur fyrir þeirri ákvörðun en það er mat íslenskra vísindamanna að Surtsey hafi mikla sérstöðu meðal eldfjallaeyja jarðarinnar. Búast má við niðurstöðu varðandi tilnefninguna sumarið 2008.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um sýninguna á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum