Hoppa yfir valmynd
26. apríl 2007 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Tillögur um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum

Kort af Þjórsárverum.
Kort af Þjórsárverum

Starfshópur sem Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra skipaði til að fara yfir og kanna möguleikana á stækkun friðlandsins í Þjórsárverum hefur skilað tillögum sínum. Starfshópurinn leggur til að friðlandið verði stækkað í allar áttir nema til suðurs. Í tillögunum segir að mörk friðlands að sunnan verðu eigi að haldast óbreytt vegna réttaróvissu um virkjanaframkvæmdir.

Þá segir í tillögunum að starfshópurinn telji að full samstaða geti skapast um að friðlandið verði stækkað ef nauðsynlegu fé verður veitt til uppbyggingar fræðslu og landvörslu samhliða stækkuninni. Nefndin telur nauðsynlegt að friðlandið verði gert sýnilegt með fræðslu og gestastofu í byggð í Skeiða og Gnúpverjahreppi.

Hér má nálgast skýrslu starfshópsins.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum