Fréttasafn
  • Byggingakranar.
    Byggingarkranar
    Ljósmynd: Johannes Jansson/norden.org

6.3.2017

Breyting á byggingarreglugerð vegna skoðunarhandbóka til umsagnar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að breytingu á byggingarreglugerð og skoðunarhandbók sem þar er sett fram í viðauka. 

Skoðunarhandbókin er sett fram sem nýr viðauki II við reglugerðina en samkvæmt lögum ber útgefendum byggingarleyfis og skoðunarstofum og byggingarstjórum að nota slíka handbók við úttektir og eftirlit. Í breytingum er einnig kveðið á um skoðunarlista og leiðbeiningar sem verða aðgengilegar á vefsíðu Mannvirkjastofnunar.

Þá eru gerðar breytingar á 3. hluta byggingarreglugerðar, sem fjallar um faggildingu, eftirlit og úttektir, sem eru til samræmis við ákvæði um skoðunarhandbók og skoðunarlista.  

Frestur til að skila umsögnum um reglugerðardrögin er til 20. mars nk. og má senda þær á netfangið postur@uar.is eða í bréfpósti á umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík. Þeir sem hafa tök á að senda sína umsögn fyrr eru hvattir til þess. 

Drög að breytingu á byggingarreglugerð nr. 112/2012 (pdf-skjal)