Fréttasafn

24.5.2017 : Efld vöktun á ástandi Mývatns

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur falið Náttúrurannsóknastöðinni við Mývatn (RAMÝ) og Umhverfisstofnun að efla vöktun á innstreymi næringarefna í Mývatn og fleiri þáttum nú í sumar.

Lesa meira

24.5.2017 : Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað formann og varaformann Þingvallanefndar

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað formann og varaformann Þingvallanefndar úr hópi aðalmanna sem kosnir hafa verið til setu í nefndinni.

Lesa meira

15.5.2017 : Átaki gegn plastburðarpokum hleypt af stokkum

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hleypti í dag af stokkunum átaki Pokasjóðs „Tökum upp fjölnota“ sem miðar að því að draga úr notkun plastburðapoka á Íslandi ásamt fulltrúum aðildarverslana sjóðsins. Af því tilefni var klippt á borða úr plastpokum sem hefði náð frá Reykjavík til Selfoss ef hann hefði verið gerður úr þeim fjölda plastpoka sem landsmenn nota á einum degi.

Lesa meira

12.5.2017 : 160 milljónir í átak í landvörslu í sumar

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að tillögu umhverfis- og auðlindaráðherra að ráðast í átak í landvörslu í sumar. Verður 160 milljónum veitt aukalega til landvörslu á stöðum í náttúru Íslands sem fjölsóttir eru af ferðamönnum. Um er að ræða 70% aukningu landvarðavikna sem ráðið er í til skemmri tíma.

Lesa meira

5.5.2017 : Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum ýtt úr vör

Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands skrifuðu í dag undir samstarfsyfirlýsingu um gerð aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum sem liggja skal fyrir í lok ársins.

 

Lesa meira

3.5.2017 : Uppfærð framkvæmdaáætlun Íslands vegna þrávirkra lífrænna efna komin út

Ísland hefur skilað uppfærðri framkvæmdaáætlun vegna þrávirkra lífrænna efna til Stokkhólmssamningsins. Áttunda aðildaríkjaþing samningsins stendur nú yfir í Genf.

Lesa meira
Norraenu-umhverfisradherrarnir

2.5.2017 : Samstaða norrænu umhverfisráðherranna í loftslagsmálum

Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra sat fund norrænu loftslags- og umhverfisráðherranna í Osló í dag.

Lesa meira
Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra ásamt Margréti Hugadóttur, verkefnisstjóra hjá Landvernd sem stýrir íslensku plasthreinsunarátaki sem hófst á dögunum. Í bakgrunni má sjá vita sem búi

2.5.2017 : Umhverfisráðherrar hvetja til sjálfbærrar nýtingar á plasti

Framvegis ber að framleiða, nýta og endurvinna plast í hringrásarkerfi sem skaðar hvorki heilsu manna eða umhverfið. Þannig hljómar framtíðarsýn nýrrar plastáætlunar norrænu umhverfisráðherranna sem þeir samþykktu á fundi sínum í Osló í Noregi í dag.

Lesa meira

2.5.2017 : Umhverfisþing haldið 20. október

Umhverfis- og auðlindaráðherra boðar til X. Umhverfisþings í Hörpu í Reykjavík föstudaginn 20. október 2017.

Lesa meira

28.4.2017 : Drög að reglugerð um starfsemi slökkviliða í kynningu

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerð um starfsemi slökkviliða.

Lesa meira

28.4.2017 : Kuðungurinn veittur og Varðliðar umhverfisins útnefndir

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Björt Ólafsdóttir, veitti Endurvinnslunni í dag Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, fyrir framúrskarandi starf að umhverfismálum á síðasta ári. Við sama tækifæri voru nemendur í Ártúnsskóla og Lýsuhólsskóla, Grunnskóla Snæfellsbæjar útnefndir Varðliðar umhverfisins.

Lesa meira

27.4.2017 : Fundi evrópskra umhverfisráðherra á Möltu lokið

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, er nýkomin heim af fundi evrópskra umhverfisráðherra sem haldinn var á Möltu í vikunni. Á fundinum ræddu ráðherrarnir þau umhverfismál sem talin eru hvað mest aðkallandi á 21. öldinni, þ.e. loftslagsbreytingar, plastmengun í hafi og hvernig megi koma á hringrásarhagkerfi í álfunni.

Lesa meira

25.4.2017 : Dagur umhverfisins er í dag

Dagur umhverfisins er haldinn hátíðlegur 25. apríl ár hvert. Dagurinn er tileinkaður Sveini Pálssyni sem fæddist þennan dag árið 1762. Sveinn er talinn meðal fyrstu Íslendinganna sem vöktu athygli á mikilvægi þess að vernda náttúruna og ganga ekki um of á gæði hennar. Árið 1998 valdi ríkisstjórn Íslands því fæðingardag hans, 25.apríl, sem Dag umhverfisins.

Lesa meira

11.4.2017 : Drög að frumvarpi um breytingu á lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum og lögum um Vatnajökulsþjóðgarð til umsagnar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi um breytingu á lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum og lögum um Vatnajökulsþjóðgarð.

Lesa meira

6.4.2017 : Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar skipuð

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skipað verkefnisstjórn 4. áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar. Verkefnisstjórnin er ráðherra til ráðgjafar við undirbúning að gerð tillagna fyrir rammaáætlun.

Lesa meira

24.3.2017 : Ártúnsskóli fær grænfánann í fjórða sinn

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, afhenti á dögunum Ártúnsskóla í Reykjavík grænfána til staðfestingar á umhverfisstarfi skólans. Þetta er í fjórða sinn sem Ártúnsskóli flaggar grænfánanum.

Lesa meira

24.3.2017 : Breyting á reglugerð um hollustuhætti til kynningar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að breytingu á reglugerð um hollustuhætti.

Lesa meira

23.3.2017 : Ný skrifstofa Vatnajökulsþjóðgarðs opnar í Fellabæ

Björt Ólafsdóttir,  umhverfis- og auðlindaráðherra, opnaði á dögunum nýja aðalskrifstofu Vatnajökulsþjóðgarðs í Fellabæ á Héraði.

Lesa meira

17.3.2017 : Heildstætt yfirlit yfir vistgerðir á Íslandi komið út

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur gefið út ritið Vistgerðir á Íslandi ásamt kortum í kortasjá. Með útgáfunni er í fyrsta sinn birt heildstætt yfirlit og lýsing á vistgerðum Íslands, útbreiðslu þeirra, stærð og verndargildi. Með vistgerðalýsingum fyrir landið er tekin upp ný aðferðafræði við flokkun og kortlagningu lífríkis. 

Lesa meira

15.3.2017 : Frumvarp um kæruheimild vegna athafna og athafnaleysis í kynningu

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi um sérstaka kæruheimild vegna athafna og athafnaleysis. Með frumvarpinu er lögð til breyting á lögum um mat á umhverfisáhrifum, lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála og lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Breytingin er tilkomin vegna athugasemda Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) við innleiðingu á tilskipun um mat á umhverfisáhrifum.

Lesa meira

15.3.2017 : Ísland skilar landsskýrslu um innleiðingu Árósasamningsins

Ísland hefur skilað skýrslu sinni til Árósasamningsins um stöðu innleiðingar samningsins hér á landi. Aðildarríkjum hans ber að skila slíkum skýrslum til skrifstofu samningsins á þriggja ára fresti.

Lesa meira
Sveppur

8.3.2017 : Styrkir til reksturs félagasamtaka á sviði umhverfismála

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur úthlutað rekstrarstyrkjum til frjálsra félagasamtaka. 

Lesa meira
Byggingakranar.

6.3.2017 : Breyting á byggingarreglugerð vegna skoðunarhandbóka til umsagnar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að breytingu á byggingarreglugerð og skoðunarhandbók sem þar er sett fram í viðauka. 

Lesa meira
Úr Heklusveit

6.3.2017 : Drög að frumvarpi um landgræðslu til umsagnar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga um landgræðslu. Um er að ræða heildarendurskoðun á lögunum en lög um landgræðslu eru frá árinu 1965.

Lesa meira
skogur

6.3.2017 : Drög að frumvarpi um skógrækt til umsagnar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga um skógrækt. Um er að ræða heildarendurskoðun á lögunum en lög um skógrækt eru frá árinu 1955.

Lesa meira
Alþingi

2.3.2017 : Skýrsla um stöðu og stefnu í loftslagsmálum

Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra hefur lagt fram skýrslu fyrir Alþingi um stöðu og stefnu í loftslagsmálum. Tilgangur skýrslunnar er að draga saman nýjustu og bestu upplýsingar um stöðuna í loftslagsmálum og að skapa umræðu um næstu skref í þeim efnum.

Lesa meira

28.2.2017 : Reglugerð um umhverfismerki tekur gildi

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur gefið út reglugerð um umhverfismerki en hún gildir um norræna umhverfismerkið Svaninn, og umhverfismerki Evrópusambandsins Blómið. Reglugerðin kveður á um skilyrði fyrir veitingu þessara umhverfismerkja fyrir vörur og þjónustu.

Lesa meira

24.2.2017 : Frumvarp um refsiviðurlög við tilteknum umhverfisbrotum til umsagnar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi vegna breytinga á lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda og lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Breytingarnar eru gerðar vegna innleiðinga Evróputilskipana sem hafa það að markmiði að sporna við brotum sem hafa áhrif á umhverfið.

Lesa meira
Merki Kvískerjasjóðs

24.2.2017 : Kvískerjasjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki

Kvískerjasjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2017. Horft verður sérstaklega til umsókna sem tengjast störfum og áhugasviði Kvískerjasystkina.

Lesa meira
Kudungurinn-2016

17.2.2017 : Óskað eftir tilnefningum til Kuðungsins 2016

Úthlutunarnefnd á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnun, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári, er þess verðug að hljóta umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn fyrir árið 2016.

Lesa meira
Danska smáforritið „Too Good To Go“ hlaut umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs í fyrra.

16.2.2017 : Óskað eftir tillögum að handhöfum umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs

Norðurlandaráð auglýsir eftir tillögum að handhöfum náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2017. Þema Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs á þessu ári er verkefni sem færa okkur nær úrgangslausu samfélagi.

Lesa meira
20170213_132218--2-

13.2.2017 : Veruleg tækifæri til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands (HHÍ) hefur skilað umhverfis- og auðlindaráðuneytinu greiningarskýrslu um möguleika Íslands til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka bindingu kolefnis úr andrúmslofti. HHÍ kynnti helstu niðurstöður hennar á fundi í dag.

Lesa meira
Horft-ad-Snaefelli

9.2.2017 : Áfangaskýrsla um þjóðgarð á miðhálendi Íslands afhent ráðherra

Nefnd sem hefur fjallað um forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu hefur skilað umhverfis- og auðlindaráðherra áfangaskýrslu. Skýrslan felur í sér greiningu á núverandi stöðu miðhálendisins auk kortlagningar svæðisins.  Gert er ráð fyrir að lokaskýrsla nefndarinnar, leggi grunninn að ákvarðanatöku um næsta áfanga verndunar miðhálendisins.

Lesa meira
Hvönn og foss í íslenskri náttúru.

2.2.2017 : Styrkir til verkefna 2017

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur úthlutað styrkjum til verkefna á málefnasviði ráðuneytisins.

Lesa meira

1.2.2017 : Óskað eftir umsögnum um skýrslu um stöðu innleiðingar Árósasamningsins

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að skýrslu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um stöðu innleiðingar Árósasamningsins hér á landi. Um er að ræða aðra skýrslu Íslands til samningsins en aðildarríkjum hans ber að skila slíkum skýrslum til skrifstofu samningsins á þriggja ára fresti.

Lesa meira

27.1.2017 : Ráðherra tekur á móti undirskriftasöfnun vegna plastpoka

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, tók í dag við undirskriftum um 7800 Íslendinga með áskorun um að einnota plastpokar verði bannaðir og að notkun á einnota plastumbúðum verði takmarkaðar verulega.

Lesa meira
Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra ávarpaði gesti á málþinginu.

19.1.2017 : „Við þurfum alla með“ – ráðherra ávarpar norrænt málþing um loftslagsmál

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, ávarpaði í gær málþingið „Green to Scale“ í Norræna húsinu þar sem kynntar voru norrænar loftslagslausnir sem dregið geta úr losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu.

Lesa meira

18.1.2017 : Drög að reglugerð um eldvarnir og eldvarnareftirlit í kynningu

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að nýrri reglugerð um eldvarnir og eldvarnareftirlit.

Lesa meira

17.1.2017 : Steinar og Þórunn aðstoðarmenn umhverfis- og auðlindaráðherra

Steinar Kaldal og Þórunn Pétursdóttir hafa verið ráðin aðstoðarmenn Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra. Þau hefja störf í næstu viku.

Lesa meira

11.1.2017 : Björt Ólafsdóttir tekur við embætti umhverfis- og auðlindaráðherra

Björt Ólafsdóttir tók við embætti umhverfis- og auðlindaráðherra á ríkisráðsfundi í dag, miðvikudaginn 11. janúar 2017. Fráfarandi ráðherra, Sigrún Magnúsdóttir, afhenti henni lyklana að ráðuneytinu að fundinum loknum.

Lesa meira
Jokulsarlon

10.1.2017 : Jökulsárlón í eigu ríkisins

Kaup ríkisins á Felli í Suðursveit eru nú frágengin en ríkisstjórnin ákvað í gær að nýta forkaupsrétt ríkisins á jörðinni. Stefnt er að því að landareignin verði hluti Vatnajökulsþjóðgarðs.

Lesa meira
Hreindýr.

6.1.2017 : Hreindýrakvóti ársins 2017

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið hreindýrakvóta fyrir 2017 að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun. Heimilt verður að veiða allt að 1315 dýr á árinu, 922 kýr og 393 tarfa.

Lesa meira

6.1.2017 : Áætlun vegna dekkjakurls komin út

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur gefið út áætlun um að kurluðu dekkjagúmmíi verði skipt út fyrir hættuminni efni á leik- og íþróttavöllum.

Lesa meira

4.1.2017 : Opið fyrir umsóknir um styrki til rekstrar félagasamtaka á sviði umhverfismála

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir til umsóknar rekstrarstyrki til frjálsra félagasamtaka sem starfa á málefnasviði ráðuneytisins. Sækja skal um á rafrænu formi á umsóknarvef Stjórnarráðsins og er umsóknarfrestur til kl. 16:00, 20. janúar 2017.

Lesa meira