Fréttasafn

19.12.2015 : Nýr áfangi verkefnisins „Vandað, hagkvæmt, hratt“

Þrír ráðherrar hafa undirritað sameiginlega viljayfirlýsingu um næsta skref verkefnisins „Vandað, hagkvæmt, hratt“ sem hefur það meginmarkmið að skoða í víðu samhengi leiðir sem aukið geta fjölbreytni og framboð á hagkvæmu húsnæði, ekki síst í þágu ungs fólks og tekjulágs. 

Lesa meira

14.12.2015 : Þröstur Eysteinsson skipaður í embætti skógræktarstjóra

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað Þröst Eysteinsson í embætti skógræktarstjóra til fimm ára. Þröstur hefur frá árinu 2003 starfað sem sviðsstjóri Þjóðskóganna hjá Skógrækt ríkisins.

Lesa meira

12.12.2015 : Parísarsamkomulagið í höfn

Nýtt samkomulag í loftslagsmálum náðist í París í dag og var samþykkt með lófataki. Í samkomulaginu er í fyrsta sinn kveðið á um að öll ríki skuli bregðast við til þess að draga markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda, takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga og tryggja umtalsvert fjármagn til grænna lausna og aðstoð við ríki sem verða verst úti í breytingum. 

Lesa meira
Sagt var frá stuðningi Íslands við

11.12.2015 : Ísland í hóp ríkja sem þrýsta á um metnaðarfullt samkomulag

Ísland vill að loftslagssamkomulag í París verði metnaðarfullt, en verði ekki bara einföld umgjörð utan um innsend markmið ríkja. Fjölmörg ríki hafa á síðustu dögum lýst yfir stuðningi við að tryggja hátt metnaðarstig í samningnum undir merkjum „Bandalags um mikinn metnað“. Ísland hefur lýst yfir stuðningi við þessa hreyfingu og mætti Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra á fund ráðherra í bandalaginu í dag.

Lesa meira
Fabius, forseti COP21 kynnti ný drög á ellefta tímanum í gærkvöldi.

11.12.2015 : Tillaga að lokatexta kynnt á morgun

Ný drög að hnattrænum samningi um aðgerðir í loftslagsmálum, með þátttöku allra ríkja, voru kynnt seint í gærkvöld á aðildaríkjaþingi loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (COP21). Þótt ágætlega miði í viðræðunum á enn eftir að komast að niðurstöðu um atriði er varða m.a. fjármögnun aðgerða, ábyrgðarskiptingu milli ríkja og ríkjahópa og eftirfylgni samningsins.

Lesa meira
Ráðherra og samninganefnd Íslands hlýða á kynningu Fabiusar

9.12.2015 : Ný samningsdrög kynnt í París

Forseti 21. Aðildaríkjaþings loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (COP21), Laurent Fabius, kynnti í dag ný drög að hnattrænum samningi um aðgerðir í loftslagsmálum, með þátttöku allra ríkja.

Lesa meira

8.12.2015 : Fjölsóttur viðburður Íslands um landgræðslu á COP21

Húsfyllir var á viðburði Íslands um landgræðslumál sem haldinn var í norræna skálanum á Parísarfundinum um loftslagsmál (COP21) í dag. Á fundinum var m.a. rætt um hvernig landeyðing og hlýnun jarðar spila saman og hversu mikilvæg landgræðsla er sem mótvægisaðgerð gegn loftslagsbreytingum.

Lesa meira

7.12.2015 : Umhverfis- og auðlindaráðherra fundar á COP 21

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, mætti til aðildaríkjaþings Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (COP21) í dag þegar ráðherravika fundarins hófst. Sótti hún fundi og viðburði yfir daginn.

Lesa meira

4.12.2015 : Drög að frumvörpum er lúta að rafföngum og brunavörnum í kynningu

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi um breytingu á lögum um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga og drög að frumvarpi um breytingu á lögum um brunavarnir.

Lesa meira
Timbur úr íslenskum skógi

1.12.2015 : Drög að frumvarpi til laga um timbur og timburvörur í kynningu

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið  óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga um timbur og timburvörur. Frumvarpið er til innleiðingar á nokkrum ESB reglugerðum er fjalla um markaðssetningu timburs og timburvara á innri markaði EES-svæðisins.

Lesa meira
Frá heimsókn umhverfis- og auðlindaráðherra í EUMETSAT.

30.11.2015 : Þýskalandsheimsókn umhverfis- og auðlindaráðherra

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, heimsótti Evrópsku veðurtunglastofnunina EUMETSAT í Darmstad í Þýskalandi og Íslandsvinafélagið í Köln og nágrenni í síðustu viku.

Lesa meira
Frá opnun COP21

30.11.2015 : Forsætisráðherra sækir leiðtogafund um loftslagsmál í París

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, tekur þátt í leiðtogafundi 21. aðildarríkjaþings loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (COP21, Conference of Parties) sem haldinn er í París í dag. 

Lesa meira
Í Botnstjörn

27.11.2015 : Opið fyrir umsóknir um styrki til rekstrar félagasamtaka á sviði umhverfismála

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir til umsóknar rekstrarstyrki til frjálsra félagasamtaka sem starfa á málefnasviði ráðuneytisins. Sækja skal um á rafrænu formi á  umsóknarvef Stjórnarráðsins og er umsóknarfrestur til kl. 16:00, 5. janúar 2016.

Lesa meira
Frá blaðamnnafundi þar sem sóknaráætlun í loftslagsmálum var kynnt

25.11.2015 : Sextán verkefni í sóknaráætlun í loftslagsmálum

Ríkisstjórn Íslands kynnti í dag sóknaráætlun í loftslagsmálum til þriggja ára, sem er ætlað er að skerpa á áherslum Íslands í loftslagsmálum og efla starf í málaflokknum til að raunverulegum árangri verði náð til að minnka nettólosun. Verkefni og áherslur sem kynnt eru undir hatti sóknaráætlunar eru fjölbreytt og mörg hver sjálfstæð en eiga það m.a. sameiginlegt að efla baráttuna gegn loftslagsbreytingum og virkja betur einstaklinga og atvinnulíf.

Lesa meira
Blágresi og sóleyjar

12.11.2015 : Ný náttúruverndarlög taka gildi

Ný náttúruverndarlög taka gildi næstkomandi sunnudag á grundvelli frumvarps Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra, sem samþykkt var á Alþingi í dag. Hefur þar með náðst þverpólítísk samstaða eftir áralangar umræður um efni laganna.

Lesa meira
Vatnajökulsþjóðgarður

3.11.2015 : Áform um gestastofu á Kirkjubæjarklaustri kynnt í ríkisstjórn

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, kynnti í morgun í ríkisstjórn áform um byggingu gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Kirkjubæjarklaustri. Ráðuneytið hefur lagt fram tillögu til fjárlaga um 150 milljóna króna fjárheimild til þriggja ára vegna byggingarinnar.

Lesa meira

3.11.2015 : Norræn innkaupavika stendur yfir

Vika grænna opinbera innkaupa hófst í gær á Norðurlöndum. Í Reykjavík er boðið til morgunverðarfunda og ráðstefnu um opinber innkaup auk þess sem norræna umhverfismerkið Svanurinn verður ofarlega á baugi.

Lesa meira
Frá vinstri: Åsa Romson (SE), Tine Sundtoft (NO), Kimmo Tiilikainen (FI), Lars Christian Lilleholt (DK), Sigrún Magnúsdóttir (IS), Sirið Stenberg (FÆ) og Mala Høy Kúko (GR).

28.10.2015 : Norðurlöndin kalla eftir víðtækum hnattrænum aðgerðum í loftslagsmálum

„Á loftslagsráðstefnunni COP21 í París gefst sögulegt tækifæri til að sýna alþjóðlega forystu og vilja til að taka á loftslagsbreytingum,“ segja umhverfis- og loftslagsmálaforsætisráðherrar Norðurlandanna.

Lesa meira

28.10.2015 : Drög að breytingum á reglugerð um rafhlöður og rafgeyma til kynningar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að breytingum á reglugerð um rafhlöður og rafgeyma.

Lesa meira

27.10.2015 : Þingsályktun um Landsskipulagsstefnu 2015 - 2026

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015-2026. Tillagan var einnig lögð fram á síðasta löggjafarþingi en náði ekki afgreiðslu fyrir þinglok.

Lesa meira

23.10.2015 : Ellefu sækja um stöðu skógræktarstjóra

Ellefu umsækjendur eru um stöðu skógræktarstjóra, en umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsti starfið laust til umsóknar þann 3. október síðastliðinn.

Lesa meira

22.10.2015 : Fjölmennt á fundi um hagkvæmt húsnæði

Hátt í þrjú hundruð manns mættu á upphafsfund verkefnis ríkisstjórnarinnar um hagkvæmt húsnæði sem haldinn var í Reykjavík í gær undir yfirskriftinni „Vandað, hagkvæmt, hratt.“ Ráðherrar húsnæðismála, umhverfismála og iðnaðar- og nýsköpunar efndu til fundarins og var öllum helstu hagsmunaaðilum sem málið varðar boðið sérstaklega.

Lesa meira

20.10.2015 : Umhverfis- og auðlindaráðuneyti falið að gera tillögur um stofnun hamfarasjóðs

Ríkisstjórn Íslands hefur að tillögu forsætisráðherra samþykkt að fela umhverfis- og auðlindaráðuneytinu að stýra starfshópi sem geri tillögur um stofnun sérstaks hamfarasjóðs. 

Lesa meira
Rjúpa

19.10.2015 : Rjúpnaveiðin hefst 23. október

Veiðidagar rjúpu verða tólf talsins í ár og skiptast á fjórar helgar á tímabilinu 23. október til 15. nóvember 2015. Náttúrufræðistofnun Íslands metur veiðiþol rjúpnastofnsins 54 þúsund rjúpur. Sölubann á rjúpum er í gildi og fylgir Umhverfisstofnun því eftir.

Lesa meira
Byggingakranar.

19.10.2015 : Vandað, hagkvæmt, hratt – upphafsfundur um hagkvæmt húsnæði

Ráðherrar húsnæðismála, umhverfismála og iðnaðar hafa boðað til upphafsfundar verkefnis ríkisstjórnarinnar um hagkvæmt húsnæði. Verkefnið hefur fengið yfirskriftina „Vandað, hagkvæmt, hratt“ og til upphafsfundarins eru boðnir allir helstu hagsmunaaðilar sem málefnið snertir.

Lesa meira

19.10.2015 : Umhverfismál rædd við Frakklandsforseta

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, var meðal ráðherra sem sat fund François Hollande, forseta Frakklands og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra sl. föstudag í tengslum við Arctic Circle ráðstefnuna sem fram fór í Hörpu um helgina.  Lesa meira

16.10.2015 : Landgræðsla og endurheimt lands lykill að mörgum heimsmarkmiðanna

Fulltrúar Íslands sitja nú 12. aðildarríkjaþing samnings Sameinuðu þjóðanna um varnir gegn eyðimerkurmyndun, UNCCD COP12, sem fram fer í Ankara í Tyrklandi dagana 12. – 24. október.

Lesa meira

16.10.2015 : Unnið að verkefnum í loftslagsmálum

Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra kynnti í dag í ríkisstjórn tillögur að áherslum Íslands í loftslagsmálum, sem kynntar verða í tengslum við  21. aðildarríkjaþing Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í París í desember næstkomandi.

Lesa meira

15.10.2015 : Breytingar á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna í kynningu

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið leggur fram til kynningar að nýju drög að frumvarpi til breytinga á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna. Breytingarnar sem lagðar eru til í frumvarpinu lúta að gjaldtökuheimildum fráveitna sveitarfélaga.

Lesa meira

13.10.2015 : Líflegar umræður á Umhverfisþingi

Góðar umræður sköpuðust um samspil náttúru og ferðamennsku á IX. Umhverfisþingi sem haldið var á Grand Hótel Reykjavík sl. föstudag.

Lesa meira
Alþingi

12.10.2015 : Styrkir til verkefna lausir til umsóknar

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki til verkefna á sviði umhverfis- og auðlindamála og er umsóknarfrestur til kl. 16:00, 10. nóvember 2015. Skila skal inn umsóknum á rafrænu formi á umsóknavef Stjórnarráðsins.

Lesa meira

9.10.2015 : IX. Umhverfisþing hafið

Fjölmenni er á IX. Umhverfisþingi sem hófst á Grand Hótel Reykjavík kl. 9 í morgun. Meginumræðuefni þingsins er samspil náttúru og ferðaþjónustu.

Lesa meira
Ferðamenn á göngu.

8.10.2015 : Búist við margmenni á Umhverfisþing

Um 350 manns taka þátt í Umhverfisþingi sem haldið verður á Grand Hótel Reykjavík á morgun, föstudaginn 9. október. Að þessu sinni er meginþema þingsins samspil náttúru og ferðamennsku.

Lesa meira
Ferðamenn á göngu.

2.10.2015 : Skráningu á Umhverfisþing lýkur 6. október

Skráning á IX. Umhverfisþing stendur nú sem hæst. Þingið verður haldið föstudaginn 9. október á Grand Hótel í Reykjavík. Umhverfisþing fjallar að þessu sinni um samspil náttúru og ferðamennsku.

Lesa meira

1.10.2015 : Losun gróðurhúsalofttegunda minnkar í flestum geirum

Losun gróðurhúsalofttegunda hefur dregist saman frá 2008 eins og gert var ráð fyrir í aðgerðaáætlun stjórnvalda 2010 og jafnvel aðeins meira en áætlað var. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um framkvæmd aðgerðaáætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum, hinni þriðju í röðinni. 

Lesa meira

30.9.2015 : Mælt fyrir frumvarpi um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru

Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra hefur mælt á Alþingi fyrir frumvarpi til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum. Um endurflutning frumvarpsins er að ræða þar sem ekki náðist að ljúka afgreiðslu þess á síðasta þingi.

Lesa meira
Blágresi og sóleyjar

30.9.2015 : Ráðherra mælir fyrir breytingum á lögum um náttúruvernd

Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra hefur mælt á Alþingi fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013 sem taka eiga gildi 15. nóvember næstkomandi.  Breytingarnar miðast að því að skýra betur framkvæmd laganna, ná betri samstöðu um málefni nýrra náttúruverndarlaga og styrkja þannig náttúruvernd í landinu frá því sem nú er.

Lesa meira
skogur

29.9.2015 : Starfshópur leggur til sameiningu skógræktarstarfs í eina stofnun

Starfshópur um sameiningu skógræktarstarfs ríkisins leggur til við umhverfis- og auðlindaráðherra að það verði sameinað í eina stofnun. Um er að ræða starf Skógræktar ríkisins og landshlutaverkefna í skógrækt; Vesturlandsskóga, Skjólskóga á Vestfjörðum, Norðurlandsskóga, Héraðs- og Austurlandsskóga og Suðurlandsskóga, auk umsjónar með Hekluskógum.

Lesa meira
Varnarefni eru meðal annars notuð í garðrækt.

29.9.2015 : Drög að reglugerð um meðferð varnarefna til kynningar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að nýrri reglugerð um meðferð varnarefna. Meginmarkmið reglugerðarinnar er að vernda menn og umhverfi fyrir hugsanlegri hættu sem stafar af meðferð varnarefna, tryggja að þeir sem koma að markaðssetningu, meðferð og notkun varnarefna hafi aflað sér nægilegrar þekkingar á öruggri meðferð þeirra, draga úr notkun varnarefna og takmarka eða banna notkun varnarefna á viðkvæmum svæðum. Lesa meira

24.9.2015 : Forstjóri Umhverfisstofnunar Evrópu á Íslandi

Hans Bruyninckx, forstjóri Umhverfisstofnunar Evrópu (EEA), kynnti í gær yfirlitsskýrslu (SOER2015) um stöðu og horfur umhverfismála í álfunni á fundi á Hótel Natura í Reykjavík. Slíkar skýrslur eru gefnar út á fimm ára fresti og er þetta sú fimmta í röðinni. Lesa meira

23.9.2015 : Aukið umhverfisstarf hjá ríkisstofnunum

Stofnanir ríkisins hafa í auknum mæli unnið að umhverfisvænni rekstri og vistvænum innkaupum frá árinu 2013. Þetta eru niðurstöður könnunar sem gerð var meðal forstöðumanna ríkisstofnana og ráðuneyta. Þá sýnir könnunin að umhverfisstarf hefur ýmis jákvæð áhrif, s.s. að starfsánægja starfsfólks eykst, fjármunir sparast og ímynd stofnunar batnar. 

Lesa meira

17.9.2015 : Íslenskri náttúru fagnað um land allt

Íslensk náttúra skartaði sínu fegursta víða um land í gær þegar Degi íslenskrar náttúru var fagnað í mildu haustveðri. Meðal annars heimsótti Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra börn í Laugarnesskóla og Melaskóla og veitti viðtöku fyrsta eintaki fræðslubókar um jökla sem ætluð er börnum.

Lesa meira

16.9.2015 : Viðurkenningarhafar á Degi íslenskrar náttúru

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigrún Magnúsdóttir, veitti í dag í tilefni af Degi íslenskrar náttúru, þáttaseríunni „Lífríkið í sjónum við Ísland“ eftir þá Erlend Bogason og Pétur Halldórsson fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Við sama tækifæri veitti hún Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti en hana hlutu annars vegar hjónin Björn Halldórsson og Elisabeth Hauge á Valþjófsstöðum í Öxarfirði og hins vegar Völundur Jóhannesson á Egilsstöðum.

Lesa meira

15.9.2015 : Samgönguvika sett á morgun

„Veljum. Blöndum. Njótum.“ er yfirskrift Samgönguviku í ár, en hún verður sett á morgun 16. september, á Degi íslenskrar náttúru. Um er að ræða samevrópska viku sem árlega stendur yfir dagana 16. – 22. september. Í ár er vikan jafnframt hápunktur samevrópskrar herferðar sem ætlað er að ýta undir fjölbreytta ferðamáta og hefur fengið heitið „Blandaðu flandrið“ á íslensku.

Lesa meira
Ferðamenn á göngu.

15.9.2015 : Skráning á Umhverfisþing 2015 hafin

Skráning er hafin á IX. Umhverfisþing sem haldið verður föstudaginn 9. október 2015 á Grand Hótel í Reykjavík. Umhverfisþing fjallar að þessu sinni um samspil náttúru og ferðamennsku. 

Lesa meira

11.9.2015 : Tilnefningar til fjölmiðlaverðlauna á Degi íslenskrar náttúru

Dómnefnd hefur tilnefnt þrjá til fjölmiðlaverðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem veitt verða á Degi íslenskrar náttúru, miðvikudaginn 16. september næstkomandi.

Lesa meira
Susan Davies

4.9.2015 : Susan Davies heiðursgestur á IX. Umhverfisþingi

Umhverfis- og auðlindaráðherra boðar til IX. Umhverfisþings 9. október 2011 á Grand hótel í Reykjavík. Umhverfisþing fjallar að þessu sinni um samspil náttúru og ferðamennsku. Lesa meira

2.9.2015 : Dagur íslenskrar náttúru nálgast

Undirbúningur vegna Dags íslenskrar náttúru, sem haldinn er hátíðlegur 16. september ár hvert, stendur nú sem hæst. Upplýsingar um viðburði, verkefni og uppákomur sem efnt er til í tilefni dagsins má senda á umhverfis- og auðlindaráðuneytið og verða þær þá birtar á heimasíðu dagsins á vef ráðuneytisins.

Lesa meira
Byggingakranar.

1.9.2015 : Ráðherra skipar starfshóp um lækkun byggingarkostnaðar

Umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði þann 30. júní sl. starfshóp sem hefur  það hlutverk að fjalla um leiðir til að lækka kostnað vegna byggingar íbúðarhúsnæðis.

Lesa meira

26.8.2015 : Umsjónarsamningar með náttúruvættum í Reykjavík undirritaðir

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur staðfest umsjónarsamninga þriggja náttúruvætta innan marka Reykjavíkur. Um er að ræða friðlýstu svæðin Fossvogsbakka, Háubakka og Laugarás en með samningunum felur Umhverfisstofnun Reykjavíkurborg að hafa með höndum umsjón og rekstur svæðanna.

Lesa meira

20.8.2015 : Starfshópur um landnotkun í dreifbýli og sjálfbæra landnýtingu afhendir ráðherra tillögur sínar

Starfshópur um landnotkun í dreifbýli og sjálfbæra landnýtingu hefur afhent Sigrúnu Magnúsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra niðurstöður sínar og tillögur.

Lesa meira
Fundað á Þingvöllum

29.7.2015 : Umhverfisráðherrar Íslands og Frakklands funda á Þingvöllum

Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra átti fund með Ségolène Royal, ráðherra umhverfis- og orkumála í Frakklandi, á Þingvöllum í gær, 28. júlí.

Lesa meira

6.7.2015 : Starfshópur skipaður vegna athugunar á samþættingu stofnana á sviði náttúruverndar og landgræðslu  

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað starfshóp til að skoða leiðir til að samþætta eða sameina stofnanir á sviði náttúruverndar og landgræðslu, með það að markmiði að efla stofnanakerfi ráðuneytisins á sviði verndunar og sjálfbærrar nýtingar náttúru landsins.

Lesa meira
INSPIRE. Tilskipun Evrópusambandsins um notkun og miðlun landupplýsinga.

3.7.2015 : Skýrslur INSPIRE vinnuhópa birtar

Skýrslur vinnuhópa vegna innleiðingar INSPIRE verkefnisins um stafrænar landupplýsingar hafa nú verið gerðar aðgengilegar á vef Landmælinga Íslands.

Lesa meira

3.7.2015 : Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um Vatnajökulsþjóðgarðs. Frumvarpið, sem er í samræmi við bráðabirgðaákvæði laganna, felur m.a. í sér endurskoðun á stjórnfyrirkomulagi garðsins og eru réttaráhrif stjórnunar- og verndaráætlunar þjóðgarðsins skýrð.

Lesa meira
Hús í Reykjavík

3.7.2015 : Tillögur að skoðunarhandbókum til umsagnar

Umhverfis- og auðlindaráðherra óskar eftir umsögnum um tillögur Mannvirkjastofnunar að skoðunarhandbókum vegna framkvæmdar lokaúttekta, öryggisúttekta og áfangaúttekta og vegna yfirferðar hönnunargagna í tengslum við mannvirkjagerð.

Lesa meira
Alþingi

3.7.2015 : Nýsamþykkt lög frá Alþingi

Alþingi samþykkti í vikunni fimm frumvörp til laga á málefnaasviði umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.  Um er að ræða lög um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum og breytingar á lögum um loftslagsmál, efnalögum, lögum um náttúruvernd og lögum um úrvinnslugjald.

Lesa meira

30.6.2015 : Ísland tilkynnir landsmarkmið í loftslagsmálum til 2030

Íslensk stjórnvöld hafa tilkynnt um landsmarkmið í loftslagsmálum til 2030 í aðdraganda Parísarfundarins, þar sem ganga á frá heimssamkomulagi um takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda. Ísland mun leitast við að ná sameiginlegu markmiði með ríkjum ESB og Noregi um 40% minnkun losunar til 2030 miðað við 1990. Markmiðið er framhald af því fyrirkomulagi sem nú er við lýði á 2. skuldbindingartímabili Kýótó-bókunarinnar, þar sem Ísland er hluti af sameiginlegu losunarmarkmiði Evrópuríkja á tímabilinu 2013-2020.

Lesa meira
Kornakur.

25.6.2015 : Ný reglugerð um plöntuverndarvörur

Reglugerð um plöntuverndarvörur hefur tekið gildi. Markmið hennar er að gera notkun slíkra vara eins örugga og hægt er fyrir heilbrigði manna og dýra og fyrir umhverfið. Sömuleiðis er markmiðið að bæta starfsemi innri markaðarins með því að samræma reglur um setningu plöntuverndarvara á markað. Um leið eru skilyrði við ræktun í landbúnaði og garðyrkju bætt. Lesa meira

22.6.2015 : Starfshópur um hreindýraeldi skilar tillögum sínum

Starfshópur um hreindýraeldi afhenti Sigrúnu Magnúsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra skýrslu og niðurstöður sínar um hugmyndir um hreindýraeldi og hreindýraræktun sem nýja búgrein á Íslandi.

Lesa meira

19.6.2015 : Reglugerð um eldishús alifugla, loðdýra og svína tekur gildi

Reglugerð um eldishús alifugla, loðdýra og svína hefur tekið gildi og samhliða því breyting á reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti. Í reglugerð um eldishús alifugla, loðdýra og svína  er m.a. kveðið á um á hvaða svæðum má byggja eldishús og um varnir gegn mengun og fjarlægðarmörk.

Lesa meira

12.6.2015 : Ellefu tilnefndir til náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs

Ellefu hafa verið tilnefndir til náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs en tilkynnt var um tilnefningarnar á Fundi fólksins í Vatnsmýrinni í Reykjavík í dag. Tvö íslensk fyrirtæki eru meðal tilnefndra, Carbon Recycling International og Orkuveita Reykjavíkur.

Lesa meira

12.6.2015 : Óskað eftir tilnefningum til verðlauna á Degi íslenskrar náttúru

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir eftir tilnefningum til tvennra verðlauna sem afhent verða á Degi íslenskrar náttúru, 16. september næstkomandi. Annars vegar er um að ræða Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og hins vegar Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.

Lesa meira

11.6.2015 : Drög að reglugerð um endurnýtingu úrgangs til umsagnar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að nýrri reglugerð um endurnýtingu úrgangs. Reglugerðinni er ætlað að greiða fyrir endurnýtingu úrgangs og stuðla þannig að betri nýtingu hráefna.

Lesa meira

10.6.2015 : Borkjarnasafn flyst á Breiðdalsvík

Ríkisstjórnin hefur samþykkt fimm milljóna króna fjárveitingu vegna flutnings borkjarnasafns Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ) frá Akureyri til Breiðdalsvíkur. Með flutningunum er húsnæðisþörf safnsins leyst á hagkvæman hátt auk þess sem 1 – 2 störf skapast á Breiðdalsvík með safninu til að byrja með.

Lesa meira

9.6.2015 : Unnið að sameiningu NÍ og RAMÝ

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skipað starfshóp til að hafa umsjón með sameiningu Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ) og Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn (RAMÝ). Þetta er í samræmi til tillögu stýrihóps sem gerði frumathugun á samlegð stofnana á sviði rannsókna og vöktunar á náttúru Íslands og skilaði ráðherra skýrslu sinni í mars sl.

Lesa meira
Ráðunautur leiðbeinir skógareiganda.

5.6.2015 : Sameining skógræktarstarfs ríkisins í athugun

Umhverfis og auðlindaráðherra, Sigrún Magnúsdóttir, hefur skipað starfshóp til að skoða sameiningu skógræktarstarfs ríkisins í eina stofnun. Um er að ræða Skógrækt ríkisins og landshlutaverkefni í skógrækt, sem eru Vesturlandsskógar, Skjólskógar á Vestfjörðum, Norðurlandsskógar, Héraðs- og Austurlandsskógar og Suðurlandsskógar, auk umsjónar Hekluskógaverkefnisins.  

Lesa meira

5.6.2015 : Verkefnum gegn matarsóun hrint í framkvæmd  

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur ákveðið að veita Umhverfisstofnun 1,8 milljónir króna til verkefna sem ætlað er að sporna gegn matarsóun. Með fjárveitingunni er fylgt eftir tillögum starfshóps um matarsóun sem skilaði ráðherra skýrslu í lok apríl sl.

Lesa meira
skogur

2.6.2015 : Fyrstu skref til eflingar skógræktar og landgræðslu

Aukið hefur verið við framkvæmdir í skógrækt og landgræðslu á árinu með 20 milljóna króna fjárframlagi ríkisins sem skipt verður jafnt á milli greinanna tveggja. Í tengslum við fjárlagavinnu 2016 hefur Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, kynnt í ríkisstjórn tillögur um að auka myndarlega við þessi framlög á næstu árum.

Lesa meira

26.5.2015 : Ríkisstjórnin úthlutar 850 milljónum til brýnna verkefna á ferðamannastöðum 

Íslensk náttúra hefur lagt grunninn að öflugri ferðaþjónustu, sem nú skapar meiri gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið en nokkur önnur atvinnugrein. Vöxtur greinarinnar hefur skapað mörg tækifæri, en einnig áskoranir vegna mikillar ásóknar ferðafólks á viðkvæm náttúrusvæði. Til að tryggja að íslensk náttúra og öflug ferðaþjónusta geti blómstrað samtímis hefur ríkisstjórnin samþykkt að verja í sumar 850 milljónum króna til brýnna uppbyggingar- og verndaraðgerða á ferðamannastöðum sem eru í eigu eða umsjón ríkisins.

Lesa meira

22.5.2015 : Lagt til að fresta gildistöku nýrra laga um náttúruvernd til 1. janúar 2016

Sigrún Magnúsdóttir umhverfis – og auðlindaráðherra  hefur lagt fram á Alþingi frumvarp sem varðar frestun gildistöku laga nr. 60/2013 um náttúruvernd til 1. janúar 2016. Jafnframt hyggst ráðherra mæla fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd næsta haust, sem felur í sér endurskoðun á náttúruverndarlögum. Þetta er gert til að tryggja að frumvarp um náttúruvernd fái  fullnægjandi umfjöllun á Alþingi.

Lesa meira

19.5.2015 : Tekið á móti Chen Lei, vatnamálaráðherra Kína

Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra átti fund með Chen Lei, vatnamálaráðherra Kína fyrr í þessari viku. Meginefni fundarins voru málefni ferskvatns á Íslandi og í Kína. Lesa meira

13.5.2015 : Ný stjórn ÍSOR skipuð

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skipað stjórn Íslenskra orkurannsókna, ÍSOR til fjögurra ára. Stjórnin hefur á hendi stjórn stofnunarinnar og samþykkir fjárhagsáætlun hennar og starfsáætlun fyrir eitt ár í senn.

Lesa meira

12.5.2015 : Heimsóknir í stofnanir halda áfram

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur á undanförnum vikum og mánuðum haldið áfram heimsóknum sínum í stofnanir ráðuneytisins.

Lesa meira

8.5.2015 : Mælt fyrir breytingum á efnalögum

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigrún Magnúsdóttir, hefur mælt á Alþingi fyrir frumvarpi um breytingar á efnalögum en þær fela í sér færslu eftirlits með raf- og rafeindabúnaði frá Umhverfisstofnun til Mannvirkjastofnunar, innleiðingar á EES-gerðum auk þess sem skerpt er á tilteknum ákvæðum og orðalagi í lögunum.

Lesa meira

6.5.2015 : Úthlutun styrkja úr Veiðikortasjóði 2015

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur úthlutað styrkjum úr Veiðikortasjóði fyrir árið 2015. Í kjölfar auglýsingar um umsóknir um styrki úr Veiðikortasjóði til rannsókna á stofnum villtra fugla og villtra spendýra bárust umhverfis- og auðlindaráðuneytinu 14 umsóknir að fjárhæð 51,6 milljónir króna. Til úthlutunar voru tæplega 26 milljónir króna.

Lesa meira

5.5.2015 : Reglugerð um baðstaði í náttúrunni undirrituð

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur undirritað reglugerð um baðstaði í náttúrunni. Reglugerðin hefur það að markmiði að fyrirbyggja og koma í veg fyrir slys og sýkingar, stuðla að öryggi notenda, bættum hollustuháttum og heilnæmi vatns

Lesa meira

30.4.2015 : Þingsályktun um Landsskipulagsstefnu 2015 - 2026

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015-2026. Landsskipulagsstefnan verður sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi verði hún samþykkt.  

Lesa meira

29.4.2015 : Verndaráætlun Breiðafjarðar undirrituð

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur undirritað verndaráætlun Breiðafjarðar fyrir árin 2014 – 2019. Áætlunin er stefnumörkun Breiðafjarðarnefndar þar sem sérstöðu fjarðarins er lýst. Þá er mörkuð stefna um útfærslu stjórnunar og umsýslu vegna verndar, skipulags og framkvæmda á svæðinu og sýndar leiðir til að ná markmiðum um vernd náttúru- og menningarminja svæðisins.

Lesa meira

27.4.2015 : Ármann Höskuldsson formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skipað dr. Ármann Höskuldsson formann stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs.

Lesa meira

22.4.2015 : Starfshópur um matarsóun skilar ráðherra skýrslu um tillögur til úrbóta

Starfshópur, sem umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði sl. haust og hafði það hlutverk að móta tillögur um hvernig draga megi úr sóun matvæla, skilaði í dag ráðherra skýrslu sinni á hátíðarathöfn í tilefni af Degi umhverfisins.

Lesa meira

22.4.2015 : Viðurkenningar í tengslum við Dag umhverfisins

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigrún Magnúsdóttir, veitti Landspítala í dag Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, fyrir framúrskarandi starf að umhverfismálum á síðasta ári. Við sama tækifæri voru nemendur í 9. bekk í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ útnefndir Varðliðar umhverfisins.

Lesa meira

20.4.2015 : Dagskrá í tengslum við Dag umhverfisins

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið efnir til dagskrár í tengslum við Dag umhverfisins á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 22. apríl. Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra afhendir þá viðurkenningar fyrir störf á sviði umhverfismála á sérstakri hátíðarsamkomu auk þess sem kynntar verða niðurstöður starfshóps sem mótað hefur tillögur um hvernig draga megi úr sóun matvæla.

Lesa meira

17.4.2015 : Ráðstefna um grunngerð landupplýsinga

„Á réttri leið“ er yfirskrift ráðstefnu sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið stendur fyrir ásamt Landmælingum Íslands þann 30. apríl næstkomandi. Á ráðstefnunni verður fjallað um innleiðingu grunngerðar fyrir stafrænar landupplýsingar og INSPIRE á Íslandi.

Lesa meira

17.4.2015 : Aukið samstarf stofnana um rannsóknir og vöktun á náttúru Íslands

Stýrihópur ráðuneytis og forstjóra nokkurra stofnana á sviði rannsókna og vöktunar hefur skilað umhverfis- og auðlindaráðherra skýrslu sinni um frumathugun á samlegð stofnana á sviði rannsókna og vöktunar á náttúru Íslands. Tillögunum er ætlað að auka samstarf rannsóknastofnana ráðuneytins m.a. með það að markmiði að efla þekkingu á auðlindum íslenskrar náttúru og miðlun upplýsinga um hana.

Lesa meira
Hús í Reykjavík

15.4.2015 : Mögulegar úrbætur vegna mygluvanda til umfjöllunar

Röng vinnubrögð við hönnun og mannvirkjagerð, vanræksla á viðhaldi og röng notkun á húsnæði virðast vera helstu orsakir raka- og mygluvandamála í húsnæði, að mati starfshóps sem fjallað hefur um myglusvepp og tjón af hans völdum. Tækifæri til úrbóta felast helst í aukinni fræðslu, leiðbeiningum, menntun fagaðila og auknum rannsóknum á sviðinu sem leitt gæti til nýrra og bættra vinnubragða og byggingaraðferða.

Lesa meira

9.4.2015 : Reglugerð um landshlutaverkefni í skógrækt undirrituð

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur sett reglugerð fyrir landshlutaverkefni í skógrækt. Reglugerðin kveður á um hvað landshlutaáætlanir eiga að innihalda, m.a. stöðu- og árangursmat fyrir viðkomandi landshlutaverkefni, stefnumörkun fyrir landshlutann og framkvæmdaáætlun.

Lesa meira
Merki Kvískerjasjóðs

20.3.2015 : Kvískerjasjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki

Kvískerjasjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2015. Horft verður sérstaklega til umsókna sem tengjast störfum og áhugasviði Kvískerjasystkina. Umsóknarfrestur er til 12. apríl nk. Lesa meira
Skátar stíga græn skref

19.3.2015 : Skátar komast á græna grein

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hleypti á þriðjudag af stokkunum verkefninu „Skátafélag á grænni grein“ með því að afhenda fulltrúum Skátafélagsins Árbúum fyrsta eintakið af gátlista og veggspjaldi, þar sem skrefin sjö að „Græna skildinum“ eru tíunduð.

Lesa meira

17.3.2015 : Drög að reglugerð um eldishús alifugla, loðdýra og svína til umsagnar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að nýrri reglugerð um eldishús alifugla, loðdýra og svína. Í drögunum er m.a. fjallað um á hvaða svæðum má byggja eldishús, varnir gegn mengun og fjarlægðarmörk. Þau voru unnin í nánu samstarfi við helstu haghafa.

Lesa meira

16.3.2015 : Ný reglugerð um brennisteinsinnihald í fljótandi eldsneyti

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur gefið út nýja reglugerð um brennisteinsinnihald í tilteknu fljótandi eldsneyti.

Lesa meira

12.3.2015 : Verkefnisstjórn rammaáætlunar kynnir forgangsröðun

Verkefnisstjórn hefur kynnt á heimasíðu rammaáætlunar ákvörðun sína um að vísa 24 virkjunarkostum af lista Orkustofnunar í 3. áfanga rammaáætlunar til umfjöllunar faghópa. Að auki hefur hún óskað eftir áliti faghópa á því hvort forsendur fimm tiltekinna virkjunarkosta í orkunýtingarflokki og verndarflokki gefi tilefni til að þeir verði teknir til umfjöllunar á nýjan leik.

Lesa meira

12.3.2015 : Umhverfisþing haldið 9. október

Umhverfis- og auðlindaráðherra boðar til IX. Umhverfisþings á Grand Hótel í Reykjavík föstudaginn 9. október 2015.

Lesa meira
Bláklukka

10.3.2015 : Drög að breytingum á lögum um náttúruvernd til kynningar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið leggur fram til kynningar drög að frumvarpi til breytinga á lögum um náttúruvernd. Markmiðið með endurskoðun laganna er að skýra betur framkvæmd þeirra og ná fram betri samstöðu um efni þeirra. Unnið var að endurskoðuninni með nefndarálit umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis að leiðarljósi.

Lesa meira

9.3.2015 : Óskað eftir tilnefningum til Kuðungsins 2014

Úthlutunarnefnd á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnun, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári, er þess verðug að hljóta umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn fyrir árið 2014.

Lesa meira

5.3.2015 : Áfram margar áskoranir í umhverfismálum í Evrópu

Þótt Evrópustefnur á sviði umhverfis- og loftslagsmála hafi fært Evrópubúum umtalsverðan ávinning stendur álfan frammi fyrir viðvarandi og vaxandi umhverfisvandamálum sem krefjast grundvallarbreytinga á framleiðslukerfum og neysluháttum.

Lesa meira
Sigríður Auður Arnardóttir

25.2.2015 : Sigríður Auður Arnardóttir skipuð ráðuneytisstjóri

Umhverfis- og auðlindaráðherra tilkynnti í dag þá ákvörðun sína að skipa Sigríði Auði Arnardóttur í embætti ráðuneytisstjóra frá og með 1. mars næstkomandi. Þetta er gert með vísan til 36. greinar laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Lesa meira

23.2.2015 : Ráðuneyti umhverfismála í aldarfjórðung

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið fagnar 25 ára afmæli í dag en það var stofnað 23. febrúar árið 1990 undir nafni umhverfisráðuneytisins. Fyrir þann tíma höfðu málefni umhverfis og náttúru heyrt undir ólík ráðuneyti.

Lesa meira

12.2.2015 : Óskað eftir verkefnum frá varðliðum umhverfisins

Óskað er eftir verkefnum til þátttöku í hinni árlegu verkefnasamkeppni, Varðliðum umhverfisins. Þetta er í 9. sinn sem samkeppnin er haldin meðal grunnskólabarna í 5. til 10. bekk. Markmið keppninnar er að hvetja ungt fólk til góðra verka í umhverfisvernd, vekja athygli á sýn ungs fólks á umhverfismál og kalla eftir leiðsögn yngri kynslóðarinnar á því sviði. 

Lesa meira

10.2.2015 : Óskað eftir tillögum að handhöfum umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs

Norðurlandaráð auglýsir eftir tillögum að handhöfum náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2015. Þema verðlaunanna í ár er losun gróðurhúsalofttegunda og verða verðlaunin veitt fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem þróað hefur vöru eða uppfinningu eða stuðlað með öðrum skapandi hætti að minni losun gróðurhúsalofttegunda á Norðurlöndum.

Lesa meira

5.2.2015 : Mælt fyrir frumvarpi um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur mælti á Alþingi fyrir frumvarpi til laga um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum.

Lesa meira
Ferðamenn á göngu.

4.2.2015 : Ráðherra mælir fyrir frumvarpi um landsáætlun um uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, mælti á Alþingi í gær fyrir frumvarpi til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum. 

Lesa meira

4.2.2015 : Úthlutun styrkja til verkefna og rekstrar 2015

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur úthlutað styrkjum til verkefna er stuðla að uppbyggingu á sviði umhverfismála. Þá hefur ráðuneytið úthlutað rekstrarstyrkjum til frjálsra félagasamtaka. 

Lesa meira

3.2.2015 : Vel sóttur fundur verkefnisstjórnar

Upptaka af kynningarfundi verkefnisstjórnar rammaáætlunar, sem haldinn var sl. fimmtudag, er nú aðgengileg á www.ramma.is. Lesa meira

30.1.2015 : Fjölbrautarskólinn við Ármúla flaggar Grænfána í fimmta sinn

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra afhenti á dögunum Fjölbrautaskólanum við Ármúla Grænfánann við hátíðlega athöfn. Þetta er í fimmta sinn sem skólinn hlýtur fánann.

Lesa meira

28.1.2015 : Breytingar á lögum um fráveitur í kynningu

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið leggur fram til kynningar drög að frumvarpi til breytinga á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna. Breytingarnar sem lagðar eru til í frumvarpinu lúta að gjaldtökuheimildum fráveitna sveitarfélaga.

Lesa meira

26.1.2015 : OECD skýrslu um umhverfismál fylgt eftir

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skipað starfshóp til að yfirfara og meta ráðleggingar sem fram koma í nýlegri heildarúttekt OECD á stöðu og þróun umhverfismála á Íslandi 2001-2013.

Lesa meira
Hreindýr.

19.1.2015 : Hreindýrakvóti ársins 2015

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið hreindýrakvóta þessa árs að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun. Heimilt verður að veiða allt að 1412 dýr á árinu sem er fjölgun um 135 dýr frá fyrra ári.

Lesa meira

13.1.2015 : Nýr vefur rammaáætlunar

Nýr vefur rammaáætlunar hefur verið opnaður á nýju léni, www.ramma.is. Vefurinn leysir af hólmi eldri vef og tekur mið af nýjustu kröfum um útlit og notendavænleika.  Lesa meira

9.1.2015 : Ráðherra kynnir sér stofnanir ráðuneytisins

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, heimsótti í vikunni fimm af stofnunum ráðuneytisins; Umhverfisstofnun, Úrvinnslusjóð, Náttúrufræðistofnun Íslands, Veðurstofu Íslands og Skipulagsstofnun. Í heimsóknunum kynnti ráðherra sér starfsemi stofnananna og ræddi við stjórnendur og starfsfólk þeirra.

Lesa meira

2.1.2015 : Nýr ráðherra tekur við lyklum

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, tók við lyklum að ráðuneytinu úr höndum Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í dag.

Lesa meira