Fréttasafn

31.12.2014 : Sigrún Magnúsdóttir tekur við embætti umhverfis- og auðlindaráðherra

Sigrún Magnúsdóttir tók við embætti umhverfis- og auðlindaráðherra á ríkisráðsfundi í dag, gamlársdag.

Lesa meira
Eldgosið á Fimmvörðuhálsi í fyrra.

22.12.2014 : Alþingi samþykkir breytingar á lögum er varða ofanflóðasjóð

Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum (tengill). Með breytingunum er heimild til að nota fé úr ofanflóðasjóði til að taka þátt í kostnaði við hættumat eldgosa framlengd um þrjú ár auk þeirrar nýbreytni að heimilt verður að ráðstafa fé úr ofanflóðasjóði til að taka þátt í greiðslu kostnaðar við hættumat vegna vatnsflóða og sjávarflóða. Lesa meira

22.12.2014 : Nefndarmönnum úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála fjölgað með lagabreytingu

Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála sem felur í sér að fjölga nefndarmönnum um tvo. Er þetta gert til að bregðast annars vegar við fjölda kærumála hjá nefndinni og hins vegar við uppsöfnuðum vanda vegna ólokinna mála úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, sem var lögð niður árið 2011.

Lesa meira
Hreindýr.

19.12.2014 : Auglýst eftir umsóknum um styrki úr Veiðikortasjóði

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til vöktunar og rannsókna á stofnum villtra dýra sem heimilt er að veiða. Skriflegar umsóknir skulu berast ráðuneytinu, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík og með tölvupósti á postur@uar.is, merktar Veiðikortasjóður 2014, fyrir mánudaginn 19. janúar 2014. Lesa meira

19.12.2014 : Alþingi samþykkir breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum

Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Breytingin er til komin vegna skuldbindinga Íslands á grundvelli EES samningsins. Breytingin felur í sér að fleiri framkvæmdir falla undir lögin en verið hefur en málsmeðferð þeirra er einfaldari og styttri en annarra framkvæmda sem undir lögin falla í dag.

Lesa meira
Himinn

14.12.2014 : Ákvörðun í Lima um skref að nýju loftslagssamkomulagi

Ákvörðun var tekin á fundi Loftslagssamnings S.þ. í Lima aðfararnótt sunnudags um upplegg að nýju framtíðarsamkomulagi í loftslagsmálum. Samkvæmt ákvörðuninni eiga ríki að setja sér markmið um minnkun losunar á gróðurhúsalofttegundum og tilkynna til skrifstofu Loftslagssamningsins á árinu 2015.

Lesa meira

12.12.2014 : Óskað eftir umsögnum um drög að stefnu um úrgangsforvarnir

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur óskað eftir umsögnum um drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir, „Saman gegn sóun“. Stefnan mun gilda fyrir árin 2015 – 2026 og eru markmið hennar m.a. að draga úr myndun úrgangs og bæta nýtingu auðlinda. Frestur til að skila umsögnum er til föstudagsins 23. janúar 2015.

Lesa meira

11.12.2014 : Ísland lýsir stuðningi við framtíðarsamkomulag í loftslagsmálum

Ísland styður gerð hnattræns framtíðarsamkomulags í loftslagsmálum og er bjartsýnt á að tekin verði góð skref í átt til þess á 20. aðildarríkjaþingi Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna, sem nú fer fram í Lima í Perú. Þetta kom fram í innleggi Íslands á þinginu í dag. Vakin var athygli á þeirri ógn sem höfunum og lífríki þeirra stafar af loftslagsbreytingum og súrnun sjávar, sem væri sérstakt áhyggjuefni fyrir ríki sem byggðu afkomu sína á auðlindum hafsins.

Lesa meira

10.12.2014 : Dregið verði úr hormónaraskandi efnum í umhverfinu

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur fyrir hönd umhverfisráðherra á Norðurlöndum, sent framkvæmdastjórum umhverfis-, heilsu- og neytendamála hjá Evrópusambandinu hvatningu um að móta aðgerðir til að stemma stigu við hormónaraskandi efnum í vinnu við áætlun um eiturefnalaust umhverfi árið 2018. Þetta er gert til að fylgja eftir nýrri skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar þar sem áhrif efnanna eru greind og mat lagt á hvað það kostar samfélagið að hafast ekki að til að fyrirbyggja og draga úr notkun þeirra.

Lesa meira
skogur

3.12.2014 : Vinna hafin við frumvarp að lögum um skógrækt

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að hefja vinnu við heildarendurskoðun laga um skógrækt, sem eru frá árinu 1955.

Lesa meira

2.12.2014 : Vinna hafin við skoðun á samlegð stofnana

Fyrsti fundur hjá stýrihópi vegna skoðunar, svonefndrar frumathugunar, á samlegð nokkurra stofnana umhverfis- og auðlindaráðuneytisins var haldinn í ráðuneytinu á dögunum.

Lesa meira
Á Héraðssandi

28.11.2014 : Vinna hafin við frumvarp að lögum um landgræðslu

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að hefja vinnu við frumvarp að nýjum lögum um landgræðslu.

Lesa meira

27.11.2014 : Grænum skrefum í ríkisrekstri hleypt af stokkunum

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Landmælingar Íslands og Skipulagsstofnun eru fyrstu ríkisstofnanirnar til að aðlaga starfsemi sína Grænum skrefum í ríkisrekstri. Tíu aðrar stofnanir hafa skráð sig til leiks í verkefninu, sem hleypt var af stokkunum á Grand hótel Reykjavík í gær.

Lesa meira
Skip við bryggju.

26.11.2014 : Úttekt Ríkisendurskoðunar á framkvæmd alþjóðasamninga um varnir gegn mengun sjávar frá skipum

Ríkisendurskoðun hefur gert úttekt á framkvæmd alþjóðasamninga um varnir gegn mengun sjávar frá skipum, sem eru á könnu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Umhverfisstofnunar. Ríkisendurskoðun setur einnig fram ábendingar til ráðuneytisins og Umhverfisstofnunar sem miða að efldu og bættu starfi til að sinna þessum samningum og tryggja innleiðingu reglna þeirra hér á landi. 

Lesa meira
Bláklukka

24.11.2014 : Opið fyrir umsóknir um styrki til rekstrar félagasamtaka á sviði umhverfismála

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir til umsóknar rekstrarstyrki til frjálsra félagasamtaka sem starfa á málefnasviði ráðuneytisins. Sækja skal um á rafrænu formi á umsóknarvef Stjórnarráðsins og er umsóknarfrestur til kl. 16:00 15. desember 2014.

Lesa meira

18.11.2014 : Frumathugun á samlegð stofnana á sviði rannsókna og vöktunar

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur sett af stað vinnu við frumathugun á sameiningu nokkurra stofnana ráðuneytisins eða samþættingu verkefna sem undir þær heyra. 

Lesa meira

17.11.2014 : Surtseyjarsýning opnuð í Eldheimum í Vestmannaeyjum

Sigurður Ingi Jóhannson, umhverfis- og auðlindarráðherra, opnaði á föstudag sérstaka sýningu um Surtsey í Eldheimum í Vestmannaeyjum. Við sama tilefni undirritaði forstjóri Umhverfisstofnunar nýja verndar- og stjórnunaráætlun fyrir Surtsey. 

Lesa meira

12.11.2014 : Aukið samstarf milli veðurstofa Íslands og Danmerkur

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Rasmus Helveg Petersen, loftslags- og orkumálaráðherra Danmerkur, undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um samstarf landanna tveggja á sviði rannsókna á loftslagi, veðurfari og haffræði. Þá kveður viljayfirlýsingin á um aukið samstarf Veðurstofu Íslands og Veðurstofu Danmerkur.

Lesa meira

11.11.2014 : Samráð við haghafa vegna endurheimtar votlendis

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur boðað hagsmuna- og fagaðila til samráðs um mótun aðgerðaáætlunar varðandi endurheimt votlendis. Aðgerðaáætlunin er liður í stefnu íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum og náttúruvernd.

Lesa meira

3.11.2014 : Samkomulag um stofnun öndvegisseturs um sjálfbæra nýtingu og vernd hafsins

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði á föstudag samkomulag um stofnun öndvegisseturs um sjálfbæra nýtingu og vernd hafsins. Um er að ræða samstarfsvettvang fyrirtækja, háskólasamfélagsins, rannsóknastofnana og stjórnvalda um rannsóknir, þróun, framleiðslu og kynningu á tæknilausnum sem stuðla að vernd hafsins.

Lesa meira

2.11.2014 : Heita stuðningi við væntanlegt samkomulag í loftslagsmálum

Christiana Figueres, framkvæmdastýra rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál, átti í gær fundi með Sigurði Inga Jóhannssyni, umhverfis- og auðlindaráðherra og Gunnari Braga Sveinssyni, utanríkisráðherra. Figueres er hér á landi til að taka þátt í Arctic Circle ráðstefnunni, sem fram fer um helgina.

Lesa meira
Hús í Reykjavík

29.10.2014 : Reykjavíkurborg hlaut Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2014

Reykjavík hlaut Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2014 við verðlaunaafhendingu Norðurlandaráðs í Stokkhólmi í kvöld.

Lesa meira

29.10.2014 : Umhverfisráðherrar Norðurlanda ræddu Norðurskautsmál á fundi sínum í dag

Umhverfisráðherrar Norðurlanda funduðu í Stokkhólmi í dag í tengslum við þing Norðurlandaráðs sem nú stendur þar yfir. Mikill samhljómur var meðal ráðherranna í þemaumræðu um Norðurskautið, sem Sigurður Ingi Jóhansson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hafði forsögu um fundinum.

Lesa meira

27.10.2014 : Drög að frumvarpi til laga um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið leggur fram til kynningar drög að frumvarpi til laga um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum.

Lesa meira

24.10.2014 : Drög að breytingum á lögum um landmælingar og grunnkortagerð til kynningar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið leggur fram til kynningar drög að frumvarpi til breytinga á lögum um landmælingar og grunnkortagerð (tengill á lögin). Breytingarnar eru til komnar vegna þeirrar þróunar sem orðið hefur við öflun, notkun og miðlun stafrænna landupplýsinga.  

Lesa meira

23.10.2014 : Frumathugun á samlegð Landmælinga Íslands og Þjóðskrár Íslands

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson og innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir hafa samþykkt tillögu forstjóra Landmælinga Íslands og Þjóðskrár Íslands um að gerð verði frumathugun  á samlegð í starfsemi þessara stofnana.   Lesa meira

17.10.2014 : Starfshópur skoðar ráðleggingar OECD í umhverfismálum

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag tillögu Sigurðar Inga Jóhannssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, um að setja á fót starfshóp með fulltrúum fimm ráðuneyta, í því skyni að yfirfara og meta ráðleggingar sem fram koma í nýlegri heildarúttekt OECD á stöðu og þróun umhverfismála á Íslandi fyrir tímabilið 2001 – 2013.

Lesa meira
Alþingi

10.10.2014 : Opið fyrir umsóknir um styrki til verkefna

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki til verkefna á sviði umhverfis- og auðlindamála og er umsóknarfrestur til kl. 16:00, 10. nóvember 2014. Skila skal inn umsóknum á rafrænu formi á umsóknavef Stjórnarráðsins. Lesa meira
Rjúpa

10.10.2014 : Veiðitímabil rjúpu hefst 24. október

Veiðidagar rjúpu verða tólf talsins í ár og skiptast á fjórar helgar á tímabilinu 24. október til 16. nóvember 2014. Náttúrufræðistofnun Íslands metur veiðiþol rjúpnastofnsins 48.000 rjúpur. Sölubann á rjúpum er í gildi og fylgir Umhverfisstofnun því eftir.

Lesa meira

8.10.2014 : Þingsályktunartillaga um rammaáætlun til Alþingis

Ríkisstjórnin samþykkti í gær að tillögu Sigurðar Inga Jóhannssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra að leggja fyrir Alþingi þingsályktunartillögu þess efnis að Hvammsvirkjun í neðri hluta Þjórsár verði flutt úr biðflokki rammaáætlunar í orkunýtingarflokk. Er þetta endurflutningur tillögu frá í vor en hún er í samræmi við niðurstöðu verkefnisstjórnar 3. áfanga áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða (rammaáætlunar). Lesa meira

7.10.2014 : Vel sóttur kynningarfundur

Góð þátttaka var á kynningarfundi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um drög að frumvarpi til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn í þágu náttúruverndar, en fundurinn var haldinn í ráðuneytinu í gær.

Lesa meira

29.9.2014 : Starfshópur mótar tillögur til að draga úr matarsóun

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað starfshóp sem móta skal tillögur um hvernig draga megi úr sóun matvæla. 

Lesa meira
Ferðamenn á göngu.

26.9.2014 : Frumvarp um landsáætlun um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn í umsagnarferli

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn í þágu náttúruverndar. Lesa meira

24.9.2014 : Ofanflóðagarðar vígðir í Bolungarvík

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, opnaði formlega ný snjóflóðamannvirki í Traðarhyrnu í Bolungarvík við hátíðlega athöfn um helgina. Þar með er lokið gerð og frágangi ofanflóðavarna í Bolungarvík.

Lesa meira
Byggingakranar.

24.9.2014 : Frumvarp til nýrra laga um byggingarvörur

Umhverfis- og auðlindaráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi til laga um byggingarvörur sem felur í sér nýja heildarlöggjöf á þessu sviði verði frumvarpið að lögum. Tilgangurinn með löggjöfinni er að tryggja að áreiðanlegar upplýsingar liggi fyrir um eiginleika byggingarvara með tilliti til þeirra grunnkrafna sem mannvirkjum er ætlað að uppfylla, t.d. um öryggi og hollustu.

Lesa meira

23.9.2014 : Breytingar á lögum um mat á umhverfisáhrifum

Umhverfis- og samgönguráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, mælti í dag fyrir frumvarpi til breytinga á lögum um mat á umhverfisáhrifum. Frumvarpið er til komið vegna skuldbindinga Íslands vegna EES samningsins. 

Lesa meira

18.9.2014 : Dagur íslenskrar náttúru haldinn hátíðlegur víða um land

Degi íslenskrar náttúru var fagnað víða um land 16. september. Meðal annars undirritaði Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, viðaukasamning við Grænfánaverkefni Landverndar sem kveður á um aukna fjárveitingu til starfsemi og þróunar verkefnisins á komandi vetri.

Lesa meira

16.9.2014 : RÚV og Tómas J. Knútsson verðlaunuð

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, veitti í dag í tilefni af Degi íslenskrar náttúru, RÚV – hljóðvarpi og sjónvarpi, fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Við sama tækifæri veitti hann Tómasi J. Knútssyni, Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.

Lesa meira

15.9.2014 : Samgönguvika sett á Degi íslenskrar náttúru

Okkar vegir – okkar val, er yfirskrift Samgönguviku í ár, en hún verður sett á morgun 16. september, á Degi íslenskrar náttúru. Um er að ræða samevrópska viku sem árlega stendur yfir dagana 16. – 22. september.

Lesa meira

10.9.2014 : Tilnefningar til fjölmiðlaverðlauna á Degi íslenskrar náttúru

Dómnefnd hefur tilnefnt þrjá til fjölmiðlaverðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem veitt verða á Degi íslenskrar náttúru, þriðjudaginn 16. september næstkomandi.

Lesa meira

9.9.2014 : Drög að reglugerð um starfsemi slökkviliða í umsagnarferli

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að nýrri reglugerð um starfsemi slökkviliða en í þeim er m.a. fjallað um lágmarkskröfur um tækjakost, húsnæði og mannafla slökkviliða sem og vatnsöflun til slökkvistarfa. 

Lesa meira

4.9.2014 : Heildarúttekt OECD á umhverfismálum Íslendinga kynnt

Íslensk náttúra hefur gegnt lykilhlutverki í efnahagsbata landsins, bæði vegna orkuauðlinda hennar sem og aðdráttarafls fyrir erlenda ferðamenn. Íslendingar njóta mikilla lífsgæða og hreins umhverfis sem býður upp á framúrskarandi vatnsgæði, litla loftmengun og mikið aðgengi að óspilltri náttúru. Þetta er meðal meginniðurstaðna heildarúttektar Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) á umhverfismálum á Íslandi árin 2001 - 2013, en úttektarskýrslan var kynnt í dag.

Lesa meira

3.9.2014 : Dagur íslenskrar náttúru nálgast

Undirbúningur vegna Dags íslenskrar náttúru, sem haldinn er hátíðlegur 16. september ár hvert, stendur nú sem hæst. Upplýsingar um viðburði, verkefni og uppákomur sem efnt er til í tilefni dagsins má senda á umhverfis- og auðlindaráðuneytið og verða þær þá birtar á heimasíðu dagsins á vef ráðuneytisins.

Lesa meira

25.8.2014 : Ráðherra kynnir sér viðbúnað Veðurstofu Íslands

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, kynnti sér viðbúnað á Veðurstofu Íslands í dag vegna jarðhræringa í Bárðabungu og við Dyngjujökul. Fékk hann ítarlegt yfirlit yfir jarðskjálftavirknina undanfarna daga ásamt því að kynna sér spár um hugsanleg flóð, eldsumbrot og öskufall, ef til eldgoss skyldi koma.

Lesa meira

22.8.2014 : Gagnleg heimsókn ráðherra á Austurland

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og starfsfólk hans heimsótti Skógrækt ríkisins og Héraðs- og Austurlandsskóga í vikunni. Notaði ráðherra tækifærið til að kynna sér umhverfismál Alcoa í Reyðarfirði. Þá fundaði hann með sveitarstjórnarfólki á Austurlandi sem og forsvarsmönnum Austurbrúar og Náttúrustofu Austurlands.

Lesa meira
Plasthólkar koma í veg fyrir að lykkja geti myndast á keðjum eða köðlum rólunnar.

10.7.2014 : Ábending vegna róla og annarra leikvallatækja

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið vill koma þeirri ábendingu á framfæri við seljendur og kaupendur leiktækja að rólur og önnur leiktæki sem seld eru til notkunar á fjöleignarhúsalóðum, við sumarhúsbyggð, á tjaldsvæðum og samkomustöðum þurfa að uppfylla ákvæði reglugerðar um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim. Lesa meira

7.7.2014 : Fundað með aðstoðarutanríkisráðherra Japan

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem er og starfandi utanríkisráðherra, átti í dag fund með Takao Makino, aðstoðarutanríkisráðherra Japan. Ræddu ráðherrarnir náin tengsl ríkjanna og með hvaða hætti mætti efla þau enn frekar. 

Lesa meira

27.6.2014 : Óskað eftir tilnefningum til verðlauna á Degi íslenskrar náttúru

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir eftir tilnefningum til tvennra verðlauna sem afhent verða á Degi íslenskrar náttúru, 16. september næstkomandi. Annars vegar er um að ræða Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og hins vegar Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.

Lesa meira

26.6.2014 : Öflugt og skapandi lífhagkerfi er stóra tækifæri Norðurlandanna

Árlegur fundur Norrænu ráðherranefndarinnar um fiskveiðar og fiskeldi, landbúnað, matvæli og skógrækt var haldinn á Selfossi í dag. Ísland gegnir formennsku í ráðherranefndinni og stýrði Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra fundinum.

Lesa meira

26.6.2014 : Áfangaskýrsla vegna undirbúnings skipulags landnotkunar

Starfshópur um undirbúning skipulags landnotkunar í dreifbýli hefur skilað umhverfis- og auðlindaráðherra áfangaskýrslu þar sem dregin eru fram þau atriði sem huga þarf að í tengslum við landnotkun í landsskipulagsstefnu. Meðal þess sem starfshópurinn telur að fjalla þurfi um eru skilgreining og flokkun á landbúnaðarlandi, skilgreining á því hvað dregur að ferðamenn og hvernig það verði best varðveitt, endurheimt vistkerfa, stuðningur við skógrækt m.t.t. mismunandi skógræktarskilyrða og skipulag og mannvirkjagerð við uppbyggingu sem tengist ferðaþjónustu.

Lesa meira
nordiskeflagg

24.6.2014 : Ísland fær fjórar tilnefningar til Náttúruverndar- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs

Þrettán eru tilnefndir til Náttúruverndar- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs í ár og fá samfélög á Íslandi flestar tilnefningarnar eða alls fjórar. Það eru Sjálfseignarstofnunin Skaftholt í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Sólheimar í Grímsnesi, Reykjavíkurborg og samstarf sveitarfélaganna Eyja- og Miklaholtshrepps, Helgafellssveitar, Grundarfjarðarbæjar, Snæfellsbæjar og Stykkishólmsbæjar á Snæfellsnesi. Lesa meira

19.6.2014 : Ísland og ESB semja um sameiginlegt markmið innan Kýótó-bókunarinnar

Samningamenn Íslands og Evrópusambandsins hafa í dag áritað samning um fyrirkomulag á sameiginlegu markmiði 29 ríkja innan Kýótó-bókunarinnar á tímabilinu 2013-2020, varðandi losun gróðurhúsalofttegunda. Gert var ráð fyrir þessu fyrirkomulagi við breytingar á Kýótó-bókuninni árið 2012, en með samningnum nú er kveðið á um skuldbindingar Íslands innan hins sameiginlega markmiðs, en þær verða sambærilegar og gerist hjá ríkjum ESB. Stefnt er að því að undirrita samninginn í júlí.

Lesa meira
Hús í Reykjavík

18.6.2014 : Starfshópur endurskoðar lög og reglur með tilliti til myglusvepps 

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skipað starfshóp sem endurskoða á lög og reglur með tilliti til myglusvepps og þess tjóns sem hann getur valdið.

Lesa meira
Hvönn og foss í íslenskri náttúru.

6.6.2014 : Orkuveitan uppfylli hert skilyrði um styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti fyrir 1. júlí 2016

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur veitt Orkuveitu Reykjavíkur undanþágu til tveggja ára frá hertum kröfum í reglugerð um styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti sem taka gildi 1. júlí næstkomandi, að uppfylltum tilteknum skilyrðum.

Lesa meira
Ferðamenn á göngu.

30.5.2014 : Fjölþættar verndar- og uppbyggingaraðgerðir á ferðamannastöðum í sumar

Ráðist verður í sumar í 45 uppbyggingar- og verndarverkefni á ferðamannastöðum sem eru í umsjón stofnana umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í kjölfar þess að ríkisstjórnin samþykkti í síðustu viku fjárframlag til slíkra verkefna. Meðal annars verður ráðist í úrbætur og nýlagningu göngustíga á Laugaveginum milli Landmannalauga og Þórsmerkur, smíðaðir verða nýjir útsýnispallar við Gullfoss, Dettifoss og Dynjanda og aðstaða við Svartafoss í Skaftafelli lagfærð til muna.

Lesa meira

30.5.2014 : Monique Barbut með opin fyrirlestur á mánudag

Monique Barbut, framkvæmdastýra Eyðimerkursamnings Sameinuðu þjóðanna, heldur opinn fyrirlestur á mánudag þar sem hún færir rök fyrir því að landgræðslumál og betri stjórn landnýtingar á heimsvísu geti hjálpað við aðlögun að loftslagsbreytingum og þurrkum. Lesa meira
Hús í Reykjavík

28.5.2014 : Alþingi samþykkir breytingar á skipulagslögum

Alþingi hefur samþykkt breytingu á bótaákvæði skipulagslaga. Breytingunni er ætlað að endurspegla gildandi réttarframkvæmd og skýra með ítarlegri hætti hvenær bótaréttur stofnast vegna skipulagsáætlana.

Lesa meira

27.5.2014 : Ísland skilar landsskýrslu um innleiðingu Árósasamningsins

Ísland hefur skilað skýrslu sinni til Árósasamningsins um stöðu innleiðingar samningsins hér á landi. Aðildarríkjum hans ber að skila slíkum skýrslum til skrifstofu samningsins á þriggja ára fresti.

Lesa meira
Skip við bryggju.

26.5.2014 : Ný lagaákvæði um losun og móttöku úrgangs frá skipum

Alþingi hefur samþykkt breytingar á lagaákvæðum er varða losun og móttöku úrgangs frá skipum. Markmið laganna er að draga úr mengun hafsins með því að koma í veg fyrir að skip losi úrgang í hafið. Breytingarnar varða annars vegar lög um varnir gegn mengun hafs og stranda og hins vegar hafnalög.

Lesa meira
Ferðamenn á göngu.

23.5.2014 : Ríflega 350 milljóna framlag til framkvæmda á ferðamannastöðum í sumar

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun ríflega 350 milljóna króna fjárframlag til uppbyggingar og verndaraðgerða á ferðamannastöðum í sumar. Fjármunirnir verða notaðir til verkefna sem talin eru brýn vegna verndunar eða öryggissjónarmiða.

Lesa meira

21.5.2014 : Hluti af jörðinni Bringum friðlýst sem fólkvangur

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, staðfesti í gær friðlýsingu hluta af jörðinni Bringum efst í Mosfellsdal sem fólkvang. Markmið friðlýsingarinnar er að vernda svæðið til útivistar almennings, náttúruskoðunar og fræðslu, auk þess að varðveita sérstakar náttúru- og menningarminjar.

Lesa meira

20.5.2014 : Kostir varðandi fyrirbyggjandi aðgerðir gegn síldardauða skoðaðir

Um 80.000 tonn af síld höfðu vetursetu í Kolgrafafirði, en síldin heldur yfirleitt til hafs í maímánuði. Því má slá föstu nú að engin hætta sé á síldardauða lengur í firðinum á þessu tímabili, eins og varð veturinn áður.

Lesa meira

13.5.2014 : Tilnefningar til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs

Sveitarfélagið Djúpivogur, Reykjavíkurborg, bærinn Skaftholt í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Sólheimar í Grímsnesi og sveitarfélögin Eyja- og Miklaholtshreppur, Helgafellssveit, Grundarfjarðarbær, Snæfellsbær og Stykkishólmsbær á Snæfellsnesi eru meðal þeirra sem lagt er til að hljóti umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs í ár.

Lesa meira

13.5.2014 : Hekluskógar efldir

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur veitt Hekluskógum þrjár milljónir króna til kaupa á birkiplöntum. Markmiðið með fjárveitingunni er að efla verkefnið og auka umfang skógræktar í nágrenni Heklu. Stefnt er að því að kaupa um 80.000 birkiplöntur fyrir þessa fjármuni til gróðursetningar á starfssvæði Hekluskóga.   

Lesa meira

12.5.2014 : Heildaryfirlit yfir loftslagsmál á Íslandi

Út er komin sjötta landsskýrsla Íslands um loftslagsmál. Um er að ræða heildaryfirlit yfir loftslagsmál á Íslandi sem ber að skila til Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna.  Í skýrslunni er að finna ítarlega umfjöllun m.a. um losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi, rannsóknir, aðgerðir og áætlanir landsins í loftslagsmálum.

Lesa meira

8.5.2014 : Tjón gæsa og álfta á ræktunarlöndum metið og aðgerðir undirbúnar

Gerð verður könnun meðal bænda á ágangi álfta og gæsa á ræktarlönd þeirra. Markmiðið með könnuninni er að skrásetja umfang og eðli vandans sem hlýst af ágangi fuglanna og afla þannig gagna sem grunn fyrir aðgerðir í framhaldinu.  Að könnuninni standa umhverfis- og auðlindaráðuneytið, atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, Umhverfisstofnun og Bændasamtökin í samráði við Náttúrufræðistofnun Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands og Fuglavernd.  

Lesa meira

30.4.2014 : Búrfell, Búrfellsgjá og hraun friðlýst í dag

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, staðfesti í dag tvær friðlýsingar innan marka Garðabæjar. Um er að ræða annars vegar friðlýsingu Búrfells, Búrfellsgjár og eystri hluta Selgjár sem náttúruvætti en alls er þar um að ræða 323 hektara. Hins vegar Garðahraun neðra, Garðahraun efra, Vífilsstaðahraun og Maríuhella í Búrfellshrauni sem nú eru friðlýst sem fólkvangur en alls eru það um 156,3 hektarar.

Lesa meira

29.4.2014 : Fundað með fulltrúum félagasamtaka

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, fundaði á dögunum með fulltrúum frjálsra félagasamtaka sem starfa að umhverfisvernd. Á fundinum var farið vítt og breitt yfir þau málefni sem efst eru á baugi varðandi náttúru- og umhverfisvernd.

Lesa meira

28.4.2014 : Fróðlegur fundur um matarsóun

Fjölmenni var á morgunverðarfundi um matarsóun, sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið stóð fyrir á Degi umhverfisins, föstudaginn 25. apríl sl. Yfirskrift fundarins var „Hættum að henda mat“ þar sem rætt var um matarsóun frá ólíkum sjónarhornum.

Lesa meira

25.4.2014 : Viðurkenningar á Degi umhverfisins

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, veitti Kaffitári í dag Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, fyrir framúrskarandi starf að umhverfismálum á síðasta ári. Við sama tækifæri voru nemendur í Hvolsskóla á Hvolsvelli útnefndir Varðliðar umhverfisins.


Lesa meira

22.4.2014 : Dagur umhverfisins er 25. apríl

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið efnir til dagskrár á Degi umhverfisins, föstudaginn 25. apríl næstkomandi. Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra afhendir þá viðurkenningar fyrir störf á sviði umhverfismála á sérstakri hátíðarsamkomu auk þess sem efnt er til morgunverðarfundar um matarsóun sama dag.

Lesa meira

14.4.2014 : Matarsóun í brennidepli á Degi umhverfisins

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið stendur fyrir morgunverðarfundi um matarsóun undir yfirskriftinni „Hættum að henda mat“, á Degi umhverfisins, 25. apríl næstkomandi.

Lesa meira

8.4.2014 : Frumvarp um varnir gegn gróðureldum

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um varnir gegn gróðureldum. Frumvarpið nær til meðferðar elds á víðavangi, m.a. sinubrenna.

Lesa meira
Ferðamenn á göngu.

4.4.2014 : Nánari útfærsla á framkvæmdaáætlun um vernd og uppbyggingu innviða í náttúrunni 

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra hefur kynnt ríkisstjórn nánari útfærslu á fyrirhugaðri landsáætlun um uppbyggingu innviða og vernd náttúru á ferðamannastöðum. Frumvarp um áætlunina er í vinnslu í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu sem fer með forræði málsins.

Lesa meira

4.4.2014 : Kaldsjávarkórallasvæði vernduð

Ísland tilkynnti nýlega fimm verndarsvæði í hafi til OSPAR samningsins en meginmarkmið hans er verndun Norð-Austur Atlantshafsins sem m.a. felst í  uppbyggingu verndarsvæða. Alls hefur Ísland tilkynnt fjórtán svæði til samningsins en nýju svæðin einkennast fyrst og fremst af kaldsjávarkóröllum.

Lesa meira

2.4.2014 : Þriðja úttekt OECD vegna umhverfismála á Íslandi langt komin

Umhverfismál á Íslandi voru í brennidepli á fundi vinnunefndar Efnahags- og framfarastofnunarinnar  (OECD) um umhverfismál í síðustu viku. Þá sat  sendinefnd Íslands fyrir svörum gagnvart nefndinni varðandi ýmis atriði í skýrslu stofnunarinnar vegna úttektar OECD á stöðu og þróun umhverfismála á Íslandi, sem nú er í vinnslu hjá stofnuninni (Iceland – Environmental Performance Review).

Lesa meira

28.3.2014 : Lagt til að Hvammsvirkjun fari í orkunýtingarflokk

Verkefnisstjórn 3. áfanga áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða (rammaáætlunar) leggur til að Hvammsvirkjun í neðri hluta Þjórsár verði flutt úr biðflokki rammaáætlunar í orkunýtingarflokk. Verkefnisstjórnin hefur skilað Sigurði Inga Jóhannssyni, umhverfis- og auðlindaráðherra tillögu sinni að afloknu 12 vikna almennu umsagnarferli sem lauk 19. mars sl. Eftir samráð umhverfis- og auðlindaráðherra og iðnaðar- og viðskiptaráðherra var tillagan lögð óbreytt fyrir ríkisstjórn í morgun sem samþykkti að leggja hana fram á Alþingi.

Lesa meira

27.3.2014 : Óskað eftir ábendingum vegna mótunar laga um skipulag hafs og stranda

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kallar eftir skoðunum og ábendingum frá almenningi og hagsmunaaðilum vegna mótun löggjafar um skipulag hafs og strandar. Löggjöfin verður sú fyrsta sem tekur til skipulagsmála á hafi og ströndum á Íslandi. Lesa meira
Byggingakranar.

25.3.2014 : Ný reglugerð um starfsábyrgðartryggingar hönnuða og byggingarstjóra

Ný reglugerð um starfsábyrgðartryggingar hönnuða og byggingarstjóra (tengill) hefur verið undirrituð í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Reglugerðin felur í sér hentugri framsetningu en áður hefur verið og eru ákvæði hennar mun skýrari og ýtarlegri en sambærileg ákvæði eldri byggingarreglugerðar.        Lesa meira

21.3.2014 : Verndaraðgerðir á friðlýstum svæðum og í Þórsmörk í sumar

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að veita rúmlega 20 milljónum króna til uppbyggingar og landvörslu á friðlýstum svæðum og mikilvægum ferðamannastöðum. Um er að ræða verkefni á friðlýstum svæðum í umsjón Umhverfisstofnunar, og í Þórsmörk sem er í umsjón Skógræktar ríkisins.

Lesa meira
Birki.

21.3.2014 : Alþjóðlegur dagur skóga

Alþjóðlegur dagur skóga er í dag, 21. mars en deginum er ætlað að vekja athygli á mikilvægi skóga og trjágróðurs.

Lesa meira
Byggingakranar.

20.3.2014 : Aukinn sveigjanleiki með breytingum á byggingarreglugerð

Í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu hefur verið undirrituð breyting á byggingarreglugerð. Breytingin lýtur einna helst að 6. hluta reglugerðarinnar um markmið og algilda hönnun og miðar fyrst og fremst að því að auka sveigjanleika við gerð íbúðarhúsnæðis.

Lesa meira

18.3.2014 : Úthlutun á styrkjum úr Veiðikortasjóði 2014

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur ákveðið úthlutun úr Veiðikortasjóði fyrir árið 2014. Í kjölfar auglýsingar um umsóknir um styrki úr Veiðikortasjóði til rannsókna á stofnum villtra fugla og villtra spendýra bárust umhverfis- og auðlindaráðuneytinu fimmtán umsóknir að fjárhæð um 60 milljónir króna. Til úthlutunar voru um 30 milljónir króna.

Lesa meira

17.3.2014 : Breytingar á löggjöf um plastpoka í farvatninu í Evrópu

Evrópuþingið leggur til að bannað verði að gefa plastpoka í verslunum og að eftir 2019 verði einungis heimilt að nota poka sem búnir eru til úr endurnýttum pappír eða niðurbrjótanlegum efnum. Þetta kemur fram í skýrslu sem unnin var af umhverfisnefnd þingsins og kynnt var í liðinni viku.

Lesa meira

14.3.2014 : Óskað eftir umsögnum um skýrslu um stöðu innleiðingar Árósasamningsins

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að fyrstu skýrslu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um stöðu innleiðingar Árósasamningsins hér á landi. Um er að ræða fyrstu skýrslu Íslands til samningsins en aðildarríkjum hans ber að skila slíkum skýrslum til skrifstofu samningsins á þriggja ára fresti.


Lesa meira

11.3.2014 : Reglugerð um umhverfismerkið Blómið 

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur gert breytingu á reglugerð um umhverfismerki. Með breytingunni er innleidd reglugerð Evrópusambandsins (ESB) um evrópska umhverfismerkið Blómið, þar sem m.a. er kveðið á um þær kröfur sem viðmið umhverfismerkisins eiga að uppfylla, hvaða reglur gilda um það, skilyrði fyrir notkun þess og gjaldtöku.

Lesa meira

7.3.2014 : Óskað eftir tilnefningum til Kuðungsins 2013

Úthlutunarnefnd á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnun, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári, er þess verðug að hljóta umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn fyrir árið 2013.

Lesa meira

5.3.2014 : Óskað eftir tillögum að handhöfum umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs

Norðurlandaráð auglýsir eftir tillögum að handhöfum náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2014. Í ár verða verðlaunin veitt sveitarfélagi, bæjarfélagi eða nærsamfélagi sem hefur með samstilltu átaki lagt sitt af mörkum fyrir umhverfið í heild eða stuðlað að úrbótum varðandi afmarkað umhverfismál.

Lesa meira
Ljósmynd Sigurður Á. Þráinsson

3.3.2014 : Samstarfsvettvangur um refa- og minkaveiðar

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað samstarfsvettvang til að fylgja eftir tillögum sem fram komu í skýrslu starfshóps ríkis og sveitarfélaga um framkvæmd refa- og minkaveiða (tengill).   Samstarfsvettvangnum er falið að auka samræmingu og skilvirkni í málaflokknum og að formgera samstarf þeirra aðila sem að framkvæmd veiða á ref og mink koma.

Lesa meira
Hreindýr.

28.2.2014 : Starfshópur um hreindýraeldi skipaður

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skipað starfshóp til að fjalla um hugmyndir um hreindýraeldi og hreindýraræktun sem nýja búgrein á Íslandi. Starfshópnum er falið að fjalla um málið frá öllum hliðum og að draga fram þau atriði sem gætu skipt máli fyrir villt hreindýr hér á landi, verndun þeirra og veiðar, búfjársjúkdóma og landbúnað og landnýtingu.

Lesa meira
Sigríður Auður Arnardóttir

27.2.2014 : Sigríður Auður settur ráðuneytisstjóri 

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur veitt Stefáni Thors, ráðuneytisstjóra í umhverfis- og auðlindaráðuneyti, námsleyfi frá störfum sínum í ráðuneytinu að hans ósk til eins árs frá 1. mars nk.

Lesa meira
Ferðamenn á göngu.

25.2.2014 : Unnið að framkvæmdaáætlun um vernd og uppbyggingu innviða í náttúrunni 

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur sett af stað vinnu við gerð lagafrumvarps um heildstæða framkvæmdaáætlun um vernd og uppbyggingu í íslenskri náttúru í þágu ferðaþjónustu, og hefur áform um að leggja það fram á Alþingi sem fyrst. 

Lesa meira

21.2.2014 : Svanurinn á erindi í minni samfélögum

Norrænu sjálfsstjórnarsvæðin í Færeyjum, Grænlandi og á Álandseyjum geta horft til reynslu Íslendinga af framgangi norræna umhverfismerkisins Svansins. Út er komin ný norræn skýrsla þar sem fjallað er um „vaxtarverki“ Svansins í minni norrænum samfélögum.

Lesa meira

20.2.2014 : Sóknarfæri í jarðhitanýtingu í Japan

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, ávarpaði sl. þriðjudag í Tókýó ráðstefnuna „Japan Iceland Geothermal Forum 2014“, þar sem fjallað var um jarðhitasamvinnu Íslendinga og Japana. Sigurður Ingi sagði mikla möguleika felast í samvinnu þjóðanna.

Lesa meira

19.2.2014 : Lýsing Landsskipulagsstefnu 2015-2026

Skipulagsstofnun hefur auglýst lýsingu fyrir gerð landsskipulagsstefnu 2015-2026. Í lýsingunni er gerð grein fyrir því hvernig fyrirhugað er að standa að mótun landsskipulagsstefnu.

Lesa meira

17.2.2014 : Ráðherrar ræddu um loftslagsmál og endurnýjanlega orku í Japan

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, átti í dag fund með Nobuteru Ishihara, umhverfisráðherra Japans, í Tókýó. Ráðherrarnir ræddu um ýmis umhverfismál, þar á meðal um loftslagsmál og hlutverk endurnýjanlegrar orku til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 

Lesa meira
Grænfáninn.

12.2.2014 : Framhaldssamningur um Skóla á grænni grein undirritaður

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar hafa undirritað þriggja ára samning um áframhaldandi stuðning ríkisins við Skóla á grænni grein, eða Grænfánaverkefnið svokallaða.


Lesa meira

11.2.2014 : Óskað eftir verkefnum frá varðliðum umhverfisins

Óskað er eftir verkefnum til þátttöku í hinni árlegu verkefnasamkeppni, Varðliðum umhverfisins. Þetta er í 8. sinn sem samkeppnin er haldin meðal grunnskólabarna í 5. til 10. bekk. Markmið keppninnar er að hvetja ungt fólk til góðra verka í umhverfisvernd, vekja athygli á sýn ungs fólks á umhverfismál og kalla eftir leiðsögn yngri kynslóðarinnar á því sviði. 

Lesa meira
Bláklukka

10.2.2014 : Úthlutun styrkja til verkefna og rekstrar 2014

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur úthlutað styrkjum til verkefna er stuðla að uppbyggingu á sviði umhverfismála. Þá hefur ráðuneytið úthlutað rekstrarstyrkjum til frjálsra félagasamtaka. 

Lesa meira

6.2.2014 : Stefán Guðmundsson stýrir skrifstofu fjármála og rekstrar

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að skipa Stefán Guðmundsson, viðskiptafræðing, skrifstofustjóra á skrifstofu fjármála og rekstrar í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Stefán var sá umsækjandi sem hæfnisnefnd taldi hæfastan til að sinna stöðunni.

Lesa meira

5.2.2014 : Skaftárhreppur styrktur til kaupa á varmadælu

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, tilkynnti í dag um þá ákvörðun að veita Skaftárhrepp styrk vegna kaupa sveitarfélagsins á varmadælu til að hita upp Kirkjubæjarskóla,  íþróttahús og sundlaug sveitarfélagsins. Styrkurinn er veittur í samræmi við markmið um endurnýjanlega orku og orkunýtni í skýrslu Alþingis um Græna hagkerfið.

Lesa meira
Ljósmynd Sigurður Á. Þráinsson

27.1.2014 : Leggja til umbætur á refa- og minkaveiðum

Starfshópur um fyrirkomulag og framkvæmd refa- og minkaveiða hefur skilað skýrslu til umhverfis- og auðlindaráðherra. Hópurinn telur brýnt að bæta skipulag veiðanna en telur að  nauðsynlegar umbætur rúmist innan ramma núgildandi laga.

Lesa meira

24.1.2014 : Hreindýrakvóti ársins 2014

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið hreindýrakvóta þessa árs að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun. Heimilt verður að veiða allt að 1277 dýr á árinu sem er fjölgun um 48 dýr frá fyrra ári.

Lesa meira

17.1.2014 : Gripið verði til aðgerða til að draga úr plastpokanotkun

Ákveðið hefur verið að hefja vinnu við breytingar á Evrópulöggjöf til að taka á þeim vanda sem skapast hefur vegna mikillar plastpokanotkunar í álfunni. Breytingarnar, sem falla undir EES-samninginn og koma því til framkvæmdar hér á landi,  miða að því að Evrópuþjóðir grípi til aðgerða til að draga úr plastpokanotkun í hverju landi fyrir sig.

Lesa meira

15.1.2014 : Nefndarumræða um stækkun friðlands Þjórsárvera

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, sat fyrir svörum nefndarmanna umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í morgun, miðvikudag þar sem rætt var um málefni er varða stækkun friðlands Þjórsárvera. Fundurinn var opinn fjölmiðlum.

Lesa meira

11.1.2014 : Rangur fréttaflutningur New York Times

Vegna greinar sem birtist á vef New York Times um helgina þar sem meðal annars er fjallað um friðlýsingu Þjórsárvera og greint hefur verið frá í íslenskum fjölmiðlum vill umhverfis- og auðlindaráðuneytið taka fram að greinin er full af rangfærslum hvað varðar Þjórsárver og fyrirætlanir stjórnvalda.

Lesa meira
Skip við bryggju.

10.1.2014 : Breytingar á lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda

Umhverfis- og auðlindaráðuneyti óskar eftir umsögnum vegna frumvarps til breytinga á lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda. Með breytingunum er verið að ljúka innleiðingu ESB gerða, einkum tilskipunar um aðstöðu í höfnum til að taka á móti úrgangi skipa (2000/59/EB).

Lesa meira

2.1.2014 : Aðgerðaáætlun um stafrænar landupplýsingar staðfest

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur staðfest aðgerðaáætlun um uppbyggingu, rekstur og viðhald grunngerðar fyrir stafrænar landupplýsingar um Ísland. Í aðgerðaáætluninni er meðal annars fjallað um löggjöf á sviði landupplýsinga og farið yfir stöðu landupplýsinga hér á landi. Lesa meira