Fréttasafn

30.12.2010 : Forstjóri Mannvirkjastofnunar settur til þriggja mánaða

Umhverfisráðherra hefur sett Björn Karlsson, fráfarandi brunamálastjóra, til að gegna starfi forstjóra Mannvirkjastofnunar í þrjá mánuði. Ný lög um mannvirki öðluðust gildi í gær og þá var sett á fót sérstök Mannvirkjastofnun sem tekur við málefnum Brunamálastofnunar auk verkefna er varða byggingarmál. Samhliða því var Brunamálastofnun lögð niður. Starf forstjóra Mannvirkjastofnunar verður auglýst strax í upphafi nýs árs. Lesa meira
Umhverfisráðherra með forstöðumönnum stofnana ráðuneytisins

23.12.2010 : Árangursstjórnunarsamningar undirritaðir

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og forstöðumenn átta stofnana ráðuneytisins undirrituðu nýverið árangursstjórnunarsamninga milli ráðuneytisins og stofnananna. Samningarnir festa í sessi samskiptaferli milli ráðuneytisins og stofnananna og eru grundvöllur áætlanagerðar, stefnumótunar og árangursmats. Þá er lögð sérstök áhersla á að jafna stöðu kynjanna í allri starfsemi stofnananna.

Lesa meira
fluorgas

23.12.2010 : Dregið úr losun öflugra gróðurhúsalofttegunda

Umhverfisráðuneytið hefur sett reglugerð sem er ætlað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem eru aðallega notaðar sem kælimiðlar á kæli- og frystibúnað og á varmadælur. Reglugerðin gerir auknar kröfur um menntun og starfsumhverfi bifvélavirkja, rafvirkja og starfsfólks í kæli- og frystiiðnaði.

Lesa meira
Umhverfisráðuneyti

21.12.2010 : Umsagnarfrestur framlengdur til 21. janúar

Frumvarpsdrög um breytingar á lögum um náttúruvernd eru nú opin öllum til umsagnar og hefur umsagnarfrestur verið framlengdur til og með 21. janúar 2011. Til stóð að umsagnarfrestur yrði til 7. janúar en vegna fjölda óska hefur ráðuneytið ákveðið að framlengja hann eins og að framan greinir.

Lesa meira
Hús Náttúrufræðistofnunar Íslands í Urriðaholti í Garðabæ

20.12.2010 : Nýtt húsnæði Náttúrufræðistofnunar Íslands

Náttúrufræðistofnun Íslands er flutt í nýtt húsnæði í Garðabæ sem er sérstaklega hannað fyrir starfsemi stofnunarinnar. Í húsinu er nýjustu tækni beitt til að tryggja varðveislu náttúrugripa, sem margir eru mjög verðmætir og sjaldgæfir.

Lesa meira
Alþingi

15.12.2010 : Alþingi samþykkti lög um mannvirki

Alþingi samþykkti í dag frumvarp umhverfisráðherra til laga um mannvirki. Markmið nýju laganna er að auka öryggi og gæði mannvirkja, efla neytendavernd, gera stjórnsýslu mannvirkjamála sem skilvirkasta, auka faglega yfirsýn í málaflokknum og tryggja samræmt byggingareftirlit um land allt.

Lesa meira
Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands, Ian Whitting, sendirherra Bretlands á Íslandi, og Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytisins.

15.12.2010 : Samstarf Íslands og Bretlands á sviði rannsókna og eftirlits með eldsumbrotum 

Ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytisins og sendiherra Bretlands á Íslandi undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um samstarf Íslands og Bretlands á sviði rannsókna og eftirlits með eldsumbrotum á Íslandi og umhverfisáhrifum og áhættu af völdum þeirra.

Lesa meira
Umhverfisráðuneyti

14.12.2010 : Tillögur að breytingum á náttúruverndarlögum til umsagnar

Drög að frumvarpi til laga um breytingar á þremur efnisatriðum náttúruverndarlaga er nú opið til umsagnar. Drögin voru unnin af nefnd sem Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra skipaði í nóvember 2009 til að vinna að endurskoðun náttúruverndarlaga.

Lesa meira
Veðurstofa Íslands

14.12.2010 : Níutíu ár liðin frá stofnun Veðurstofu Íslands

Veðurstofa Íslands fagnar níutíu ára afmæli á þessu ári og af því tilefni efnir stofnunin til afmælisfundar í dag og veðurspáleiks á heimasíðu stofnunarinnar. Umhverfisráðherra sagði í ávarpi á afmælisfundinum í morgun að starfsfólk Veðurstofunnar hefði staðið sig frábærlega á eldgosavaktinni á afmælisárinu

Lesa meira
Ráðstefnusalurinn í Cancún.

11.12.2010 : Samkomulag í loftslagsmálum í Cancún

Samkomulag náðist í dag á loftslagsráðstefnunni í Cancún í Mexíkó um efldar alþjóðlegar aðgerðir og fjármögnun í loftslagsmálum. Eitt stærsta skrefið í samkomulaginu eru vilyrði um stóraukin framlög til þróunarríkja til að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Lesa meira
Surtsey, Ljósm.: Ragnar Th. Sigurðsson

10.12.2010 : Heimsminjanefnd Íslands opnar heimasíðu

Heimsminjanefnd Íslands hefur opnað heimasíðu um heimsminjasamning UNESCO og framkvæmd hans hér á landi. Á heimasíðunni má finna fréttir af samninginum, upplýsingar um aðild Íslands að honum og um Þingvelli og Surtsey, en það eru þeir staðir á Íslandi sem eru á heimsminjaskrá UNESCO.

Lesa meira
Ár líffræðilegrar fjölbreytni 2010

8.12.2010 : Framkvæmdaáætlun um líffræðilega fjölbreytni

Umhverfisráðuneytið hefur unnið áætlun um framkvæmd stefnumörkunar um líffræðilega fjölbreytni. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segir með gerð framkvæmdaáætlunarinnar hafi loksins verið lögð fram áætlun um það hvernig Ísland muni uppfylla ákvæði Samningsins um líffræðilega fjölbreytni.

Lesa meira
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra afhendir leikskólanum Sólborg Grænfánann.

7.12.2010 : Umhverfisráðherra afhenti Sólborg Grænfánann

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra afhenti nýverið leikskólanum Sólborg í Reykjavík Grænfánann. Nú taka tæplega 200 skólar á öllum skólastigum þátt í verkefninu Skólar á grænni grein (Eco-Schools) og af þeim flagga 110 skólar Grænfánanum.

Lesa meira
Alaskalúpína og skógarkerfill í Esjuhlíðum. Mynd: Erling Ólafsson.

26.11.2010 : Áfangaskýrsla um útbreiðslu, varnir og nýtingu lúpínu og skógarkerfils

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra skipaði í sumar stýrihóp til að fylgja eftir tillögum um aðgerðir varðandi útbreiðslu, varnir og nýtingu alaskalúpínu og skógarkerfils. Stýrihópurinn hefur nú skilað ráðherra áfangaskýrslu, en þar er gerð grein fyrir ýmsum verkefnum sem unnið hefur verið að.

Lesa meira
Velferð til framtíðar. Áherslur 2010-2013.

26.11.2010 : Velferð til framtíðar 2010-2013

Velferð til framtíðar, stefnumótun Íslands um sjálfbæra þróun hefur nú verið uppfærð fyrir tímabilið 2010-2013 og hefur skýrslan verið gefin út á netinu. Stefnumörkun um sjálfbæra þróun var fyrst gefin út árið 2002 hefur hún verið endurskoðuð á fjögurra ára fresti í tengslum við umhverfisþing.

Lesa meira
Bílar

22.11.2010 : Losun gróðurhúsalofttegunda þáttur í útboði á ríkisbifreiðum

Losun gróðurhúsalofttegunda er veigamikill þáttur í mati á tilboðum í útboði Ríkiskaupa á bifreiðum sem nú stendur yfir og Ríkiskaup vinna nú að gerð íslenskra umhverfisskilyrða fyrir útboð. Þetta er í samræmi við nýja aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og stefnu stjórnvalda um vistvæn innkaup.

Lesa meira

22.11.2010 : Styrkir til rannsókna á stofnum villtra fugla og spendýra

Umhverfisráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Veiðikortasjóði til rannsókna á stofnum villtra dýra sem fjallað er um í lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.  Umsóknir skulu berast fyrir 7. desember næstkomandi.

Lesa meira
Gullfoss. Mynd: Simon Cole.

18.11.2010 : Níu friðlýst svæði á rauðum lista

Umhverfisstofnun hefur afhent umhverfisráðherra yfirlit um ástand friðlýstra svæða sem eru undir miklu álagi og hlúa þarf að. Níu svæði eru sett á svonefndan rauðan lista. Þetta var meðal þess sem kom fram á fundi umhverfisráðuneytisins og iðnaðarráðuneytisins um náttúruvernd og ferðaþjónustu.

Lesa meira
Eftirlit lögreglu og Landhelgisgæslu með rjúpnaveiði.

16.11.2010 : Eftirlit lögreglu og Landhelgisgæslu með rjúpnaveiðum

Lögregla og Landhelgisgæslan hafa stundað virkt eftirlit með rjúpnaveiði á þessu veiðitímabili og hefur lögreglan skráð fjórtán meint lögbrot í tengslum við veiðarnar. Um liðna helgi fór Landhelgisgæslan í rjúpnaveiðieftirlit á þyrlu ásamt lögreglunni í Ólafsvík.

Lesa meira
Gullfoss. Mynd: Simon Cole.

15.11.2010 : Fundur um náttúruvernd og ferðaþjónustu

Umhverfisráðuneytið og iðnaðarráðuneytið efna til fundar um náttúruvernd og ferðaþjónustu á fimmtudag. Á fundinum verður fjallað um nýlega úttekt Umhverfisstofnunar á álagi á friðlýstum svæðum vegna ferðamanna, úrræði til umbóta, fjármögnun þeirra og leiðir til að tryggja að ferðaþjónusta og náttúruvernd fari saman.

Lesa meira
Bílar

10.11.2010 : Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum

Ríkisstjórnin samþykkti nýverið aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem felur í sér að dregið verði úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda um allt að 30% til ársins 2020 með tíu lykilaðgerðum. Fjármálaráðherra hefur þegar lagt fram frumvarp um eina af lykilaðgerðunum, sem er breyting á bifreiðasköttum og gjöldum. 

Lesa meira
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra kynnir stefnumótun norrænu umhverfisráðherranna á Norðurlandaráðsþingi í Reykjavík.

5.11.2010 : Aukinn stuðningur við Svaninn

Umhverfisráðherrar Norðurlandanna hafa samþykkt nýja metnaðarfulla stefnumótun fyrir norræna umhverfismerkið Svaninn til ársins 2015. Hún gerir meðal annars ráð fyrir hækkun fjárframlags til Svansins í fjórar milljónir danskra króna á næsta ári. Ísland var leiðandi í gerð stefnumótunarinnar, en hún er eitt þeirra verkefna sem lögð var sérstök áhersla á á formennskuári Íslands í Norrænu ráðherranefndinni.

Lesa meira
Kristveig Sigurðardóttir, formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs

4.11.2010 : Nýr formaður og varaformaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur skipað Kristveigu Sigurðardóttur formann stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs og Rósu Björk Halldórsdóttur varaformann.

Lesa meira
Fulltrúar Merkur Andelskasse, Ekobanken og Cultura taka við norrænu náttúru- og umhverfisverðlaunum í Íslensku óperunni.

4.11.2010 : Þrír bankar fengu norrænu náttúru- og umhverfisverðlaunin 2010

Norrænu náttúru- og umhverfisverðlaunin voru afhent þremur bönkum við athöfn í Íslensku óperunni í gær. Bankarnir Merkur Andelskasse, Ekobanken og Cultura fengu verðlaunin fyrir sjálfbæra bankastarfsemi.

Lesa meira
EES

3.11.2010 : Opnað fyrir athugasemdir við kolefnisstefnu

Almenningi og fyrirtækjum á Evrópska efnahagssvæðinu er nú gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um kolefnisstefnu sambandsins. Ísland er aðili að viðskiptakerfi Evrópusambandsins með gróðurhúsalofttegundir í samræmi við EES-samninginn.

Lesa meira
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra ávarpar ráðherrafund í Nagoya.

1.11.2010 : Árangursríkur fundur um líffræðilega fjölbreytni

Árangursríkum ársfundi aðildarríkja samningsins um líffræðilega fjölbreytni lauk á föstudag með samkomulagi um framkvæmd samningsins til ársins 2020 og um réttláta skiptingu hagnaðar af nýtingu erfðaauðlinda.

Lesa meira

29.10.2010 : Öryggi sundstaða aukið

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur undirritað reglugerð sem auka mun öryggi fólks á sundstöðum. Í reglugerðinni eru gerðar ítarlegri kröfur um öryggiskerfi og laugargæslu en gert var í eldri reglugerð. Þá eru auknar kröfur gerðar um öryggi barna og sérstakar kröfur gerðar til sundlaugavarða, kennara og þjálfara.

Lesa meira
Fánar Norðurlandanna

28.10.2010 : Kynningarfundur um norræna styrki

Efnt verður til kynningarfunda á samnorrænum styrkjamöguleikum í tengslum við þing Norðurlandaráðs 2.-4. nóvember. Meðal annars verður kynning á styrkjum til umhverfis- og orkumála. Styrkirnir eru ætlaðir fyrirtækjum, stofnunum, félagasamtökum og einstaklingum.

Lesa meira
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ.

25.10.2010 : Varnargarðar vígðir í Ólafsvík

Snjóflóðavarnargarðar voru vígðir í Ólafsvík í liðinni viku. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra fagnaði verklokum með heimamönnum. Við framkvæmdirnar var áhersla lögð á útlit varnargarðanna, uppgræðslu og gerð göngustíga þannig að garðarnir féllu sem best að umhverfinu og stuðluðu að bættri aðstöðu til útivistar.

Lesa meira
Gróðurskemmdir

21.10.2010 : Dregur úr akstri utan vega

Vel gengur að framfylgja þriggja ára aðgerðaráætlun gegn akstri utan vega að mati verkefnisstjórnar áætlunarinnar. Svo virðist sem dregið hafi úr utanvegaakstri það sem af er þessu ári miðað við liðið ár, bæði á miðhálendinu og í Reykjanesfólkvangi.

Lesa meira
Umhverfisráðuneyti

20.10.2010 : Viðbrögð umhverfisráðuneytisins við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis

Vinnuhópur sem Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra skipaði til að kanna hvort skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kallaði á breytingar á starfsháttum ráðuneytisins hefur lokið störfum. Umhverfisráðherra segir gríðarlega mikilvægt að samfélagið allt dragi lærdóm af skýrslunni, ekki síst Stjórnarráðið.

Lesa meira

15.10.2010 : Tillögur starfshóps um vöktun og vörslu á miðhálendinu

Nauðsynlegt er að fræða ferðamenn betur um þær hættur sem sem eru til staðar í landinu og um umgengni við náttúru landsins og verndun hennar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðu starfhóps fjögurra ráðuneyta sem var falið að fjalla um öryggi og umferð ferðamanna á miðhálendinu.

Lesa meira

11.10.2010 : Skýrsla um störf ofanflóðanefndar 2002-2008

Ofanflóðanefnd hefur gefið út skýrslu um starfsemi nefndarinnar og verkefni Ofanflóðasjóðs frá 2002 til 2008. Einnig eru birtir reikningar Ofanflóðasjóðs fyrir sama tímabil sem endurskoðaðir hafa verið af Ríkisendurskoðun.

Lesa meira
Bakkavarnir við Bása í Goðalandi voru skoðaðar

8.10.2010 : Birkiskógar draga úr öskufoki í Þórsmörk

Umhverfisráðherra skoðaði nýverið áhrif öskugossins í Eyjafjallajökli á birkiskóga í Þórsmörk og Goðaland. Birkiskógar virðast hafa komið í veg fyrir mikið öskufok á svæðinu og er það hvatning til skógræktarmanna um að efla endurheimt birkiskóga.

Lesa meira
Rjúpa

7.10.2010 : Óbreytt fyrirkomulag á rjúpnaveiði

Fyrirkomulag rjúpnaveiða í haust verður óbreytt frá fyrra ári. Veiðitímabilið hefst föstudaginn 29. október og stendur til sunnudagsins 5. desember. Á tímabilinu verður heimilt að stunda veiðar á föstudögum, laugardögum og sunnudögum og verða veiðidagar því átján talsins. Sögubann á rjúpu verður áfram í gildi og svæði á Suðvesturlandi verður áfram friðað fyrir veiði.

Lesa meira

1.10.2010 : Dagur íslenskrar náttúru

Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun var ákveðið að 16. september, fæðingardagur Ómars Ragnarssonar, verði héðan í frá dagur íslenskrar náttúru. Umhverfisráðherra segir ákvörðunina vera viðurkenningu á framlagi Ómars til náttúruverndar og almenningsfræðslu um íslenska náttúru og allra þeirra sem lagt hafa sitt af mörkum á því sviði. 

Lesa meira

28.9.2010 : Umhverfisráðherra lýsir sig vanhæfan til að fjalla um skipulagsmál Ölfuss

Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra hefur lýst sig vanhæfa til að fjalla um aðalskipulag Ölfuss 2002-2014, sem tekur meðal annars til Bitruvirkjunar. Umhverfisráðherra lýsir sig vanhæfan vegna ummæla um Bitruvirkjun sem hann hefur látið falla á vettvangi borgarstjórnar Reykjavíkur og stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. Lesa meira
Verndarsvæði OSPAR

27.9.2010 : Verndarsvæði stofnuð utan efnahagslögsögu

Sex verndarsvæði hafa verið stofnuð í Norðaustur-Atlantshafi samkvæmt ákvörðun ráðherrafundar Samningsins um vernd NA-Atlantshafsins (OSPAR) sem fram fór í Bergen í Noregi í liðinni viku. Þetta er í fyrsta sinn sem verndarsvæði af þessu tagi eru stofnuðfyrir utan efnahagslögsögu ríkja.

Lesa meira
Samgöngusamningar

21.9.2010 : Samningar um vistvænar samgöngur

Fyrstu samgöngusamningar umhverfisráðuneytisins og starfsfólks þess voru undirritaðir í dag. Samkvæmt samningunum mun umhverfisráðuneytið taka þátt í kostnaði þeirra sem ferðast til og frá vinnu á vistvænan hátt.

Lesa meira
Samgönguvika 2010

16.9.2010 : Samgönguvika hófst í dag

Samgönguvika hófst í dag og af því tilefni hefur verið opnuð heimasíða tileinkuð vikunni. Síðan er unnin í samvinnu umhverfisráðuneytisins og þeirra sveitarfélaga sem taka þátt í Samgönguviku að þessu sinni. Á síðunni er til dæmis hægt að skoða dagskrá Samgönguviku, lesa fréttir af viðburðum vikunnar og taka þátt í getraun þar sem hægt er að vinna reiðhjól frá Erninum, ársmiða í Strætó og sundkort.

Lesa meira
Alþingi

10.9.2010 : Ný skipulagslög samþykkt á Alþingi

Frumvarp umhverfisráðherra til nýrra skipulagslaga var samþykkt á Alþingi í gær. Lögin kveða meðal annars á um aukna þátttöku almennings við gerð skipulagsáætlana og að stjórnvöld móti heildstæða sýn í skipulagsmálum með gerð landsskipulagsstefnu.

Lesa meira
Í Hallormsstaðaskógi

2.9.2010 : Drög að skógræktarstefnu til umsagnar

Nefnd leidd af skógræktarstjóra hefur unnið drög að skógræktarstefnu fyrir Ísland og almenningi býðst nú að senda inn athugasemdir um þau. Fram til þessa hefur ekki verið til samræmd skógræktarstefna hér á landi en um skógrækt hefur verið fjallað í ýmsum lögum, samþykktum og áætlunum. Lesa meira
Ákveðið hefur verið að varðveita beinagrind steypireyðar sem rak á land á Skaga í Austur-Húnavatnssýslu nýverið. Mynd: Þorvaldur Björnsson.

1.9.2010 : Beinagrind steypireyðar verður varðveitt

Ákveðið hefur verið að varðveita beinagrind steypireyðarinnar sem rak á land á Skaga nýverið. Engin beinagrind eru til af steypireyði í landinu og örfáar til í heiminum og því er verðmæti og sýninga- og fræðslugildi slíkrar beinagrindar mjög mikið.

Lesa meira
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra

18.8.2010 : Stækkun friðlands í Þjórsárverum.

Um árabil hefur verið unnið að stækkun friðlands Þjórsárvera. Svo virðist þó sem nokkurs misskilnings gæti í umfjöllun Sjálfstæðismanna undanfarna daga. Mér er bæði ljúft og skylt að upplýsa um nokkrar staðreyndir málsins og freista þess að eyða þeim misskilingi sem upp virðist kominn í þeirra röðum.

Lesa meira
Refur. Myndin er tekin af vísindavef Háskóla Íslands.

16.7.2010 : Vernd villtra spendýra og fugla tekin til skoðunar

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur skipað nefnd til að skoða lagalega stöðu villtra spendýra og fugla á Íslandi og leggja fram tillögur um úrbætur á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Lesa meira
Heimskaffi á Umhverfisþingi 2009.

14.7.2010 : Áherslur á sviði sjálfbærrar þróunar 2010-2013

Áherslur stjórnvalda til sjálfbærrar þróunar árin 2010 til 2013 voru samþykktar á fundi ríkisstjórnarinnar í gær að tillögu Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra. Áherslurnar byggja á stefnumörkun Íslands um sjálfbæra þróun sem ber yfirskriftina Velferð til framtíðar og var fyrst samþykkt í ríkisstjórn árið 2002.

Lesa meira
EES

9.7.2010 : Tilskipun um mat á umhverfisáhrifum endurskoðuð

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur ákveðið að hefja endurskoðun á tilskipun um mat á umhverfisáhrifum og veitir öllum tækifæri á að koma á framfæri athugasemdum og ábendingum. Íslensk löggjöf á þessu sviði er byggð á tilskipuninni.

Lesa meira
Þessi fálki var rannsakaður og hann reyndist vera með skotsár á höfði og baki. Mynd: Ólafur K. Nielsen.

8.7.2010 : Unnið að aukinni vernd friðaðra fugla

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur sett af stað vinnu til að bregðast við rannsóknum Náttúrufræðistofnunar Íslands sem sýna fram á að skothögl finnast í fimmta hverjum erni og fjórða hverjum fálka sem fundist hafa dauðir hér á landi.

Lesa meira
Hans-Joosten

6.7.2010 : Erindi flutt á ráðstefnu um votlendi

Í sumarbyrjun var haldin fjölsótt ráðstefna um votlendi sem nefndist Endurheimt votlendis - hvar þarf til? Ráðstefnan var haldin á Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og fluttu þar erindi fjölmargir sérfræðingar og áhugamenn um vernd og endurheimt votlendis. Hér á síðunni er nú að finna glærukynningar fyrirlesara.

Lesa meira
Halldór Björnsson

5.7.2010 : Áframhaldandi yfirborðshækkun og súrnun hafsins

Teikn eru á lofti um að hækkun yfirborðs sjávar og súrnun hafsins vegna loftslagsbreytinga verði meira vandamál en áður var talið. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu sem unnin var fyrir Norrænu ráðherranefndina. Íslendingur er einn af fjórum höfundum hennar.

Lesa meira
Surtseyjarstofa í Vestmannaeyjum

5.7.2010 : Surtseyjarstofa opnuð í Vestmannaeyjum

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra opnaði Surtseyjarstofu í Vestmannaeyjum nýverið. Surtseyjarstofa er gestastofa fyrir friðlandið Surtsey og þar er meðal annars að finna fróðleik um friðlandið og heimsminjasvæðið Surtsey.

Lesa meira
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra undirritar samgöngustefnu umhverfisráðuneytisins.

30.6.2010 : Vistvæn samgöngustefna umhverfisráðuneytisins

Umhverfisráðuneytið hefur sett sér samgöngustefnu sem stuðlar að því að starfsfólk ráðuneytisins noti vistvænan ferðamáta í vinnu og til og frá vinnustað. Nú þegar ferðast um fimmtungur starfsfólks ráðuneytisins til og frá vinnu á vistvænan hátt.

Lesa meira
Alþingi

29.6.2010 : Aukinn réttur almennings

Alþingi samþykkti nýverið breytingar á lögum um erfðabreyttar lífverur sem kveða meðal annars á um aukinn aðgang almennings að upplýsingum og aukinn rétt til að gera athugasemdir vegna umsókna um ræktun og notkun erfðabreyttra lífvera.

Lesa meira
Anna Kristín Ólafsdóttir, formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs, Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og Agnes Brá Birgisdóttir þjóðgarðsvörður.

25.6.2010 : Snæfellstofa á Skriðuklaustri tekin í notkun

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra opnaði í gær Snæfellsstofu á Skriðuklaustri, nýja gestastofu fyrir austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Snæfellsstofa mun hýsa upplýsinga- og þjónustumiðstöð fyrir ferðafólk, minjagripaverslun, sýningar og skrifstofur.

Lesa meira
co2

25.6.2010 : Mikil aukning í losun gróðurhúsalofttegunda

Útstreymi gróðurhúsalofttegunda hér á landi jókst um 8% milli áranna 2007 og 2008 og hefur aukist um 43% frá 1990. Frá 1990, sem er grunnár Kýótó-bókunarinnar, hefur útstreymi aukist mest frá áliðnaði, eða um 169%, og vegasamgöngum um 63%.

Lesa meira
Jarðvarmavirkjun

22.6.2010 : Reglugerð um leyfilegt magn brennisteinsvetnis í andrúmslofti

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur sett reglugerð um leyfilegan styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti. Markmið reglugerðarinnar er að draga úr mengun brennisteinsvetnis frá jarðhitavirkjunum og mögulegum neikvæðum áhrifum hennar á heilsu fólks.

Lesa meira
Blesgæs

21.6.2010 : Styrkir veittir til rannsókna á stofnum villtra fugla og spendýra 

Umhverfisráðherra veitti nýverið styrki úr veiðikortasjóði að upphæð 31.006.700 kr. Úthlutunin er byggð á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Lesa meira
Í Stokkhólmi

18.6.2010 : Unnið að gerð alþjóðlegs samnings um kvikasilfur

Fyrstu viðræðulotu alþjóðlegrar samninganefndar um aðgerðir til þess að draga úr magni kvikasilfurs í umhverfinu lauk nú í vikunni í Stokkhólmi. Áformað er að viðræðunum ljúki árið 2013 með lagalega bindandi aþjóðlegum samningi um kvikasilfur.

Lesa meira
Umhverfisráðherra við opnun Undirheima.

16.6.2010 : Verndaráætlun staðfest og Undirheimar Vatnshellis opnaðir

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra staðfesti verndaráætlun þjóðgarðsins Snæfelljökuls í gær og opnaði um leið Undirheima Vatnshellis. Skýli hefur verið byggt yfir opið niður í hellinn og hringstigi lagður niður.

Lesa meira
Reglugerð um kjölfestuvatn

15.6.2010 : Aukin vernd lífríkis sjávar með reglugerð um kjölfestuvatn

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur sett reglugerð um kjölfestuvatn. Markmið reglugerðarinnar er að koma í veg fyrir að framandi lífverur berist með kjölfestuvatni til hafsvæða og stranda umhverfis Ísland. Reglugerðin er liður í framkvæmd stefnu ríkisstjórnarinnar um líffræðilega fjölbreytni og er sett með hliðsjón af samningnum um líffræðilega fjölbreytni.

Lesa meira
Fundur um kortlagningu vega í Skaftárhreppi.

9.6.2010 : Vinnu við kortlagningu vega miðar vel

Vinnu við að kortleggja og skilgreina vegi á hálendinu hefur miðað vel að undanförnu og hefur starfshópur umhverfisráðuneytisins, Landmælinga, Umhverfisstofnunar og Vegagerðarinnar átt fundi með fulltrúum allra sveitarfélaga sem fara með skipulagsvald á hálendinu.

Lesa meira
Norrænt samstarf

9.6.2010 : Umhverfisverðlaun veitt fyrir græna fjársýslu

Norðurlandaráð veitti nýverið þremur bönkum náttúru- og umhverfisverðlaun 2010. Merkur Andelskasse, Ekobanken og Cultura Bank fengu verðlaunin fyrir græna og sjálfbæra stefnumótun. Verðlaunin verða afhent á Norðurlandaráðsþingi í Reykjavík í haust.

Lesa meira
Fuglafriðlandið í Flóa

8.6.2010 : Umhverfisráðherra heimsótti fuglafriðland

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra heimsótti fuglafriðlandið í Flóa fyrir skömmu. Fuglaverndarfélag Íslands og sveitarfélagið Árborg vinna að áætlun um endurheimt og verndun votlendisins á svæðinu.

Lesa meira
Utanvegaakstur

27.5.2010 : Ávallt á vegi - Aðgerðir gegn akstri utan vega

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra kynnir í dag aðgerðaráætlun gegn akstri utan vega undir heitunu Ávallt á vegi.

Lesa meira
Gróðursetning í Gufunesi

26.5.2010 : Græna Bylgjan á Degi Líffræðilegrar fjölbreytni 

Föstudaginn 21. maí stóðu Skógræktarfélag Íslands, Yrkjusjóður og umhverfisráðuneytið að viðburðum í tilefni alþjóðlegs dags líffræðilegrar fjölbreytni.

Lesa meira
Undirritun aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar

19.5.2010 : Staðfesting aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra staðfesti í dag aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar

Lesa meira
Votlendissvæði skráð á lista Ramsarsamningsins

12.5.2010 : Votlendissvæði skráð á lista Ramsarsamningsins

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra tilnefndi Guðlaugstungur og Snæfells- og Eyjabakkasvæðið á lista Ramsarsamningsins yfir alþjóðlega mikilvæg votlendissvæði á ráðstefnu um votlendissvæði á Hvanneyri í dag.

Lesa meira
Í Hallormsstaðaskógi

10.5.2010 : Umhverfismál eru atvinnumál

Hluti af metnaðarfullu atvinnuátaksverkefni stjórnvalda fyrir námsmenn og atvinnulausa eru 337 störf í þágu umhverfis og náttúru á Íslandi.  Að verkefninu koma stofnanir umhverfisráðuneytisins og ráðuneytið sjálft og er um gríðarlega fjölbreytt störf að ræða.

Lesa meira
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra

10.5.2010 : Grein umhverfisráðherra í Fréttablaðinu - Í þágu náttúru og komandi kynslóða

,,Ég hef forðast að láta undan þrýstingi hagsmunaaðila, staldrað við, spurt spurninga og aflað frekari gagna með það að leiðarljósi að verja hagsmuni heildarinnar, komandi kynslóða og náttúrunnar." Þetta er meðal þess sem segir í grein Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra sem birtist í Fréttablaðinu í dag.

Lesa meira
Landmælingar

10.5.2010 : Landmælingar Íslands og Landgræðslan eru fyrirmyndarstofnanir

Landmælingar Íslands urðu í fimmta sæti í vali á stofnun ársins í flokki minni stofnana og einnig ef miðað er við heildarfjölda og hljóta því sæmdarheitið fyrirmyndarstofnun 2010.

Lesa meira
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherr á Alþingi 2009

3.5.2010 : Landupplýsingar samræmdar og aðgengi aukið

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra mælti fyrir frumvarpi um landupplýsingar á Alþingi síðastliðinn föstudag. Marmkmið frumvarpsins er að samræma landupplýsingar og tryggja aðgengi að þeim, meðal annars til að upplýsa og virkja almenning og til að bæta stjórnsýslu hins opinbera.

Lesa meira
Toppönd

30.4.2010 : Ráðstefna um vernd og endurheimt votlendis

Að frumkvæði umhverfisráðuneytisins verður efnt til ráðstefnu í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands um votlendi og endurheimt þess. Ráðstefnan er haldin í tilefni alþjóðlegs árs líffræðilegrar fjölbreytni og í ljósi vaxandi umræðu um mikilvægi votlendis í loftslagsbreytingum. 

Lesa meira
Svifryksmælir Umhverfisstofnunar

28.4.2010 : Mælingar á svifryki efldar vegna eldgossins í Eyjafjallajökli

Sex milljónum króna verður varið til kaupa og uppsetningar á sjálfvirkum mæli til að mæla svifryk á áhrifasvæði eldgossins í Eyjafjallajökli. Tillaga Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra þess efnis var samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar í gær.

Lesa meira
Umhverfisráðuneytið

26.4.2010 : Kannað hvort skýrsla rannsóknarnefndar kalli á breytta starfshætti ráðuneytisins

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur sett af stað vinnu í umhverfisráðuneytinu til að fara yfir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og skoða hvort niðurstöður hennar kalli á breytingar á starfsháttum ráðuneytisins. Umhverfisráðherra segir gríðarlega mikilvægt að samfélagið allt dragi lærdóm af skýrslunni, ekki síst stjórnarráðið

Lesa meira
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra útnefnir nemendur Hvolsskóla varðliða umhverfisins.

25.4.2010 : Viðurkenningar veittar á degi umhverfisins

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra afhenti Sigrúnu Helgadóttur náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Haldið var upp á dag umhverfisins í dag með afhendingu viðurkenninga og ýmsum viðburðum. Við sama tækifæri fékk prentsmiðjan Oddi afhentan Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfisráðuneytisins og nemendur Hvolsskóla voru útnefndir varðliðar umhverfisins.

Lesa meira
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra

24.4.2010 : Grein umhverfisráðherra í Fréttablaðinu - Á ári líffræðilegrar fjölbreytni

Baráttan fyrir líffræðilegri fjölbreytni er barátta fyrir vexti og viðgangi dýra- og plöntutegunda og búsvæða þeirra. Hér á landi snýst baráttan meðal annars um að hemja útbreiðslu lúpínu, fjölga friðuðum votlendissvæðum og takmarka losun kjölfestuvatns. Þetta er meðal þess sem segir í grein Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra sem birtist í Fréttablaðinu í gær.

Lesa meira
Umhverfisráðherra á ferð með Ólafi Eggertssyni bónda á Þorvaldseyri. Mynd: Torfi Hjartarson.

23.4.2010 : Umhverfisráðherra skoðar afleiðingar öskufalls

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra skoðaði í vikunni þau svæði undir Eyjafjöllum sem hafa orðið verst úti af völdum náttúruhamfaranna í Eyjafjallajökli. Umhverfisráðherra heimsótti meðal annars Ólaf Eggertsson á Þorvaldseyri og skoðaði skemmdir á akuryrkjulandi. 

Lesa meira
Ár líffræðilegrar fjölbreytni 2010

21.4.2010 : Ráðstefna um endurheimt votlendis

Umhverfisráðuneytið efnir til ráðstefnu um endurheimt votlendis þann 12. maí í samstarfi við fleiri aðila. Ráðstefnan er haldin í tilefni alþjóðlegs árs líffræðilegrar fjölbreytni og í ljósi vaxandi umræðu um hlutverk votlendis í loftslagsbreytinum.

Lesa meira
Svandís Svavarsdóttir með starfsfólki Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar við opnun fishernet.is.

21.4.2010 : Heimasíða með fróðleik um strand- og fiskveiðimenningu

Svandís  Svavarsdóttir umhverfisráðherra opnaði fyrir skömmu heimasíðuna fishernet.is. Síðan er unnin af Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og hún hefur að geyma margvíslegan fróðleik um strand- og fiskveiðimenningu Íslands.

Lesa meira
Dagur umhverfisins 2010

19.4.2010 : Dagur umhverfisins 25. apríl

Dagur umhverfisins er haldinn 25. apríl ár hvert og í ár verður hann tileinkaður líffræðilegri fjölbreytni. Efnt verður til fjölda viðburða af þessu tilefni. Meðal annars mun Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra afhenda viðurkenningar fyrir framlag til umhverfismála, þar á meðal náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti sem nú verður afhent í fyrsta sinn.

Lesa meira
Ársfundur Umhverfisstofnunar 2010. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður umhverfisnefndar Alþingis, Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar og Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra.

13.4.2010 : Víðtækt samstarf ráðuneytis og Umhverfisstofnunar

Umhverfisráðuneytið vinnur nú að mörgum verkefnum á sviði umhverfisverndar í samstarfi við Umhverfisstofnun, þar á meðal að endurskoðun á náttúruverndarlögum, reglugerð um kjölfestuvatn og reglugerð um brennisteinsvetni. Þetta var meðal þess sem kom fram í ávarpi Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra á ársfundi Umhverfisstofnunar 9. apríl síðastliðinn.

Lesa meira

13.4.2010 : Kynningarfundur um fjármögnunarsjóði

Norrænu fjármögnunarsjóðirnir NEFCO og NOPEF efna til kynningar á starfsemi sjóðanna og möguleikum íslenskra fyrirtækja til að sækja um stuðning á Hótel Nordica Reykjavík fimmtudaginn 15. apríl kl. 8:00-10:00.

Lesa meira
Alaskalúpína og skógarkerfill í Esjuhlíðum. Mynd: Erling Ólafsson.

9.4.2010 : Tillögur um að stöðva útbreiðslu alaskalúpínu og skógarkerfils

Hætta á dreifingu alaskalúpínu í landinu nema á skilgreindum landgræðslu- og ræktunarsvæðum og uppræta þarf alaskalúpínu og skógarkerfil á svæðum ofan 400 metra hæðar, í þjóðgörðum og öðrum friðlýstum svæðum. Þetta eru meðal tillagna sem Landgræðsla ríkisins og Náttúrufræðistofnun Íslands leggja fram í skýrslu sem stofnanirnar hafa skilað Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra.

Lesa meira
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra með fulltrúum farfuglaheimilanna.

7.4.2010 : Farfuglaheimili fá Svansvottun

Farfuglaheimilunum í Laugardal og við Vesturgötu var veitt vottun norræna umhverfismerkisins Svansins í gær. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra afhenti viðurkenninguna og sagði í ávarpi að farfuglaheimilin hefðu lengi verið í fararbroddi í umhverfismálum hér á landi og vottunin væri staðfesting þess.

Lesa meira
Kárahnjúkavirkjun. Mynd fengin á heimasíðu Landsvirkjunar.

31.3.2010 : Framfylgd skilyrða í úrskurði um Kárahnjúka könnuð

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur falið Umhverfisstofnun að kanna hvernig staðið hefur verið við þau skilyrði sem umhverfisráðuneytið setti í úrskurði um mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar í desember 2001.

Lesa meira
Umhverfisráðherra hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu

31.3.2010 : Umhverfisráðherra kynnir sér hálendisvaktina

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra heimsótti starfsfólk Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í dag til að fræðast um hálendisvakt félagsins. Meðal þess sem hálendisvaktin leggur áherslu á er að vakta akstur utan vega og fræða erlenda ferðamenn um bann við slíkum akstri.

Lesa meira
Umhverfisteikn 2010

30.3.2010 : Umhverfisteikn 2010 - líffræðileg fjölbreytni og loftslagsbreytingar

Umhverfisstofnun Evrópu hefur gefið út skýrsluna Umhverfisteikn 2010. Skýrslan fjallar að þessu sinni um líffræðilega fjölbreytni og loftslagsbreytingar. Í henni eru m.a. sagðar sögur sex einstaklinga sem hafa orðið fyrir áhrifum af breytingum í náttúrunni.  

Lesa meira
Ársfundur NÍ 2010

25.3.2010 : Sjónarmið fræðimanna mikilvæg í umræðunni

,,Í allt of langan tíma hefur náttúran verið vikið til hliðar fyrir framkvæmdum sem hafa verið ákvarðaðar á grundvelli skammtímasjónarmiða, gróðahyggju og sérhagsmuna." Þetta var meðal þess sem fram kom í ávarpi Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra á ársfundi Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Lesa meira
Svanurinn

25.3.2010 : Tvöþúsundasta Svansleyfið veitt á afmælisári

Norræna umhverfismerkið Svanurinn verður 20 ára í ár og tvöþúsundasta Svansleyfið var veitt á afmælisárinu. Hér á landi eru 5 Svansleyfi í gildi og búist er við að fleiri bætast í hópinn fljótlega en Umhverfisstofnun hafa borist 14 umsóknir um Svansvottun.

Lesa meira
Georg Ólafsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.

23.3.2010 : Umhverfisráðherra fylgist með eldhræringum á Fimmvörðuhálsi

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra flaug yfir gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi með Landhelgisgæslunni í gær og heimsótti Veðurstofu Íslands þar sem hún kynnti sér þróun eldhræringanna.

Lesa meira
Nemendur Snælandsskóla í Hjólaríi.

18.3.2010 : Óskað eftir tilnefningum til Varðliða umhverfisins

Umhverfisráðuneytið, Landvernd og Náttúruskóli Reykjavíkur óska eftir tilnefningum til Varðliða umhverfisins 2010, verkefnasamkeppni um umhverfismál á meðal grunnskólabarna í 5. til 10. bekk. Markmið keppninnar er m.a. að hvetja ungt fólk til góðra verka í umhverfisvernd og vekja athygli á sýn ungs fólks á umhverfismál.

Lesa meira
Heimsókn til Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins

17.3.2010 : Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins heimsótt

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra heimsótti starfsfólk Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í gær og tók þátt í störfum þess. Umhverfisráðherra fékk kynningu á starfseminni og fylgdi sjúkraflutningamönnum í útköll.

Lesa meira

15.3.2010 : Vistvæn innkaupastefna hefur þegar skilað árangri

Samkvæmt markmiðum ríkisstjórnarinnar verða umhverfisskilyrði sett í 80% útboða á vegum ríkisins árið 2012. Þetta var meðal þess sem kom fram í ávarpi Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra á ráðstefnu um vistvæn innkaup.

Lesa meira
Umhverfisráðherra og forseti Maldíveyja

12.3.2010 : Umhverfisráðherra hitti forseta Maldíveyja

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra átti fund með Mohamed Nasheed, forseta Maldíveyja, í hádeginu í dag. Þau ræddu meðal annars stöðu alþjóðlegra viðræðna um loftslagsmál og hlutverk smáríkja í þeim.

Lesa meira
Magnús Jóhannesson á kynningarfundi NEFCO og NOPEF

11.3.2010 : Mjög góður árangur af starfi NEFCO

Mjög góður árangur náðist í rekstri Norræna Umhverfisfjármögnunarsjóðsins, NEFCO, á liðnu ári. Sjóðurinn veitti lán til 50 verkefna á árinu, aðallega í Rússlandi og Úkraínu. Þann 15. apríl efnir NEFCO til kynningarfundar fyrir íslensk fyrirtæki.

Lesa meira
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra á ferð um Gjástykki

9.3.2010 : Friðlýsing Gjástykkis undirbúin

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur ákveðið að hefja undirbúning að friðlýsingu Gjástykkis. Ákvörðun þess efnis var tilkynnt á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun.

Lesa meira
Skipulagsstofnun

8.3.2010 : Skipulagsstofnun opnar vefsjá

Skipulagsstofnun hefur opnað svokallaða Skipulagsvefsjá sem er rafrænt gagnasafn skipulagsáætlana sem varðveittar eru hjá stofnuninni. Með tímanum verður hægt að nálgast þar allt deili- og aðalskipulag sem samþykkt og staðfest hefur verið samkvæmt skipulags- og byggingarlögum.

Lesa meira
Rammaáætlun

5.3.2010 : Umsagnarferli að hefjast í vinnu við rammaáætlun

Niðurstöður faghópa 2. áfanga rammaáætlunar liggja nú fyrir og opið umsagnarferli stendur yfir frá 8. mars til 19. apríl. Niðurstöður hópanna verða kynntar á vefsíðunni rammaáætlun.is og á kynningarfundum.

Lesa meira
Stefnumót

3.3.2010 : Stefnumót um jökla og spár IPCC

Á 17. Stefnumóti umhverfisráðuneytisins og Stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun verður fjallað um bráðnun jökla í Himalayafjöllum og loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna. Stefnumótið fer fram í fundarsal Þjóðminjasafnsins 5. mars kl. 12:00-13:30.

Lesa meira
Umhverfisráðuneyti

2.3.2010 : Svör við spurningum ESB um umhverfismál

Umhverfisráðuneytið hefur látið þýða svör ráðuneytisins við spurningalista framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um umhverfismál sem unnin var í tengslum við aðildarumsókn Íslands að sambandinu. Nú er hægt að nálgast svörin hér á heimasíðu umhverfisráðuneytisins.

Lesa meira
Vistvæn innkaup

1.3.2010 : Vistvæn innkaup - ráðstefna 5. mars

Umhverfisráðuneytið og fjármálaráðuneytið boða til ráðstefnu um vistvæn innkaup á Grand Hótel föstudaginn 5. mars 2010. Ráðstefnan er öllum opin og fer skráning fram á heimasíðu umhverfisráðuneytisins.

Lesa meira
Sigríður Tómasdóttir í Brattholti

26.2.2010 : Náttúruverndarviðurkenning Sigríðar í Brattholti

Í tilefni af 20 ára afmæli umhverfisráðuneytisins 23. febrúar ákvað Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra að heiðra minningu Sigríðar Tómasdóttur í Brattholti með því að afhenda náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti á degi umhverfisins. Viðurkenningin verður afhent einstaklingi sem hefur unnið markvert starf á sviði náttúruverndar.

Lesa meira

26.2.2010 : Unnið að lagafrumvarpi um viðskiptakerfi með losunarheimildir

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur skipað nefnd til að semja frumvarp til laga vegna innleiðingar reglna um viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda (ETS). Lesa meira
Kuðungurinn

22.2.2010 : Óskað eftir tilnefningum vegna Kuðungsins 2009

Úthlutunarnefnd á vegum umhverfisráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnanir, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári, eru þess verðug að hljóta umhverfisviðurkenningu umhverfisráðuneytisins, Kuðunginn fyrir árið 2009.

Lesa meira
Sjálfbær nýting lands

19.2.2010 : Landgræðsluskólinn orðinn aðili að Háskóla Sameinuðu þjóðanna

Landgræðsluskóli Landgræðsu ríkisins og Landbúnaðarháskóla Íslands er orðinn formlegur aðili að Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Skólinn er framlag íslenskra stjórnvalda til að byggja upp þekkingu í þróunarríkjum til að takast á við vandamál tengd loftslagsbreytingum.

Lesa meira

9.2.2010 : Nýtt lagafrumvarp um bætt aðgengi að landupplýsingum

Almenningi gefst kostur á að koma á framfæri athugasemdum við frumvarp til laga um grunngerð landupplýsinga.

Lesa meira

5.2.2010 : Innleiðing Árósasamningsins undirbúin

Vinna er hafin hjá umhverfisráðuneytinu við að semja frumvarp til innleiðingar Árósasamningsins, sem tryggir aðgang að upplýsingum, þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum.

Lesa meira

5.2.2010 : Náttúruverndaráætlun samþykkt

Alþingi hefur samþykkt tillögu umhverfisráðherra til þingsályktunar um náttúruverndaráætlun 2009-2013. Lesa meira
Umhverfisráðuneyti

1.2.2010 : Skipulagi vegna virkjana í neðri Þjórsá synjað staðfestingar

Umhverfisráðherra hefur synjað staðfestingar skipulagsbreytingum sem snúa að virkjunum í neðri Þjórsá, þar sem þátttaka Landsvirkjunar í kostnaði sveitarfélaga við skipulagsvinnu hafi stangast á við skipulags- og byggingarlög.

Lesa meira
Svandís Svavarsdóttir á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn

1.2.2010 : Málþing um kyn og loftslagsbreytingar

Föstudaginn 5. febrúar verður málþingið Kyn og loftslagsbreytingar haldið í Háskóla Íslands. Umhverfisráðherra flytur ávarp við upphaf málþingsins.

Lesa meira
Umhverfisráðuneyti

28.1.2010 : Suðvesturlínur ekki í sameiginlegt mat

Umhverfisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Skipulagsstofnunar um að ekki skuli fara fram sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum framkvæmda við Suðvesturlínur. Lesa meira

28.1.2010 : Starfshópur um líffræðilega fjölbreytni

Þörf er á öflugu starfi til að hrinda stefnumörkun um líffræðilega fjölbreytni í framkvæmd í þeim ráðuneytum og málaflokkum sem stefnumörkunin nær til. Starfshópi þriggja ráðuneyti hefur verið falið að sinna því starfi.

Lesa meira

21.1.2010 : Endurskoðun á byggingarreglugerð hafin

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur skipað nefnd til endurskoðunar byggingarreglugerðar með hliðsjón af nýju frumvarpi um mannvirkjalög.

Lesa meira

18.1.2010 : Stjórnsýsluleið í Árósasamningnum

Starfshópur sem umhverfisráðherra skipaði til að undirbúa fullgildingu Árósasamningsins hefur skilað skýrslu sinni. Leggur starfshópurinn til að svokölluð stjórnsýsluleið verði farin til að tryggja aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum.

Lesa meira
Ársskýrsla OSPAR-samningsins 2008-2009

7.1.2010 : Ársskýrsla OSPAR komin út

Nýlega kom út ársskýrsla OSPAR-samningsins sem fjallar um verndun Norðaustur-Atlantshafsins. Í skýrslunni er farið yfir meginviðfangsefni samningsins og þann árangur sem hefur náðst að undanförnu.

Lesa meira