Fréttasafn

Hið íslenska náttúrufræðifélag 120 ára

28.12.2009 : Afmælisfundur Hins íslenska náttúrufræðifélags

Vonast er til að á vormánuðum húsnæðismál Náttúruminjasafn Íslands skýrist á vormánuðum. Þetta kom fram í umræðum á fundi í tilefni 120 ára afmælis Hins íslenska náttúrufræðifélags.

Lesa meira
Svandís Svavarsdóttir á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn

22.12.2009 : NIKK fjallar um kyn og loftslagsmál

Fjallað er um erindi Svandísar Svavarsdóttur um nauðsyn þess að bæði kyn komi að úrbótum í loftslagsmálum á heimasíðu Norrænu rannsóknarstofnunarinnar í kvenna- og kynjafræðum.

Lesa meira
Undirritun aðalskipulags Fljótsdalshéraðs

21.12.2009 : Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs undirritað

Í aðalskipulagi er framtíðarsýn sveitarfélaga mótuð, og því er mjög jákvætt hversu góð aðkoma almennings var að undirbúningi aðalskipulags Fljótsdalshéraðs sagði Svandís Svavarsdóttir við undirritun aðalskipulagsins.

Lesa meira
Umhverfisráðherra í Kaupmannahöfn

18.12.2009 : Ræða umhverfisráðherra á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra kynnti markmið Íslands um 30% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2020, sem nást mun í samvinnu við önnur ríki. Sagði hún lagalega bindandi alþjóðlegt samkomulag með þátttöku allra nauðsynlegt. Þá benti hún á að Ísland styður þróunarríki við landgræðslu og nýtingu jarðhita.

Lesa meira
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra

17.12.2009 : Súrnun hafsins ógnar framtíðarhagsmunum Íslendinga

„Nú þurfa þjóðir heims að taka höndum saman í loftslagsmálum - ekki einungis til að vernda andrúmsloftið heldur og lífríki hafsins,“ er meðal þess sem segir í grein Svandísar Svavarsdóttur um súrnun hafsins, sem hún segir vera „dulinn vanda“ innan loftslagsvandans.

Lesa meira
Svandís Svavarsdóttir á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn

16.12.2009 : Ísland verðlaunað fyrir að tryggja aðkomu kvenna að úrbótum í loftslagsmálum

Svandís Svavarsdóttir tók við viðurkenningu frá kvennasamtökum vegna þáttar Íslands í að tryggja að sterkur texti um jafnrétti kynjanna sé hluti af samningsdrögum á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn.

Lesa meira

15.12.2009 : Samkomulag Íslands og Evrópusambandsins í loftslagsmálum

Ísland og Evrópusambandið hafa gert með sér samkomulag í loftslagsmálum, sem koma mun í veg fyrir að tvöfalt kerfi sé um losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Ríkisstjórn Íslands mun boða frekari aðgerðir í loftslagsmálum náist metnaðarfullt alþjóðlegt samkomulag í loftslagsmálum í Kaupmannahöfn.

Lesa meira
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra

11.12.2009 : Þjóð meðal þjóða

Stjórnvöld standa frammi fyrir stærsta einstaka verkefni nokkurrar kynslóðar og nú þarf kjark og samstöðu til að brjóta blað, segir Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra í aðdraganda loftslagsráðetefnunnar í Kaupmannahöfn. Drög að aðgerðaáætlun í loftslagsmálum, sem nýverið voru lögð fram, eru hluti þess sem Íslendingar munu gera til að geta staðið við skuldbindingar sínar og til að leggja sitt af mörkum svo jarðarbúar geti snúið vörn í sókn.

Lesa meira

9.12.2009 : Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum

Verkefnisstjórn um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum, sem umhverfisráðherra skipaði í júlí 2009, hefur gert fyrstu drög að áætlun, sem eru birt hér opinberlega til kynningar.

Lesa meira

7.12.2009 : Auglýsing um styrki til rannsókna á stofnum villtra fugla og villtra spendýra

Umhverfisráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til rannsókna á stofnum villtra dýra. Skriflegar umsóknir skulu berast ráðuneytinu fyrir 30. desember 2009.

Lesa meira

30.11.2009 : Óskað eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna

Norðurlandaráð auglýsir eftir tilnefningum til náttúru- og umhverfisverðlauna ráðsins 2010. Þá verða verðlaunin veitt norrænu fyrirtæki, stofnun, fjölmiðli eða einstaklingi, sem hefur haft áhrif á fjármálamarkaðinn í því augnamiði að samþætta sjálfbærni í fjármálaumsýslu.

Lesa meira

27.11.2009 : Kortlagningu landgerða á Íslandi lokið

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og starfsfólk Landmælinga kynntu í gær niðurstöður CORINE-verkefnisins. Meðal þess sem fram kemur í niðurstöðunum er að byggingarsvæði stækkuðu um 1055% árin 2000 til 2006 og jöklar minnkuðu um 1,63%.

Lesa meira

26.11.2009 : Fulltrúar ungs fólk vilja aðgerðir í loftslagsmálum

Fulltrúar ungra félaga í Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi afhentu Svandís Svavarsdóttur umhverfisráðherra áskorun þar sem íslensk stjórnvöld eru hvött til að sýna öðrum þjóðum heims gott fordæmi í loftslagsmálum. Í áskoruninni segir meðal annars að ungt fólk þurfi að lifa með afleiðingum þeirra ákvarðana sem teknar verða á fundi um loftslagssamning Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn.

Lesa meira
Umhverfisráðuneytið

25.11.2009 : Frumvarp um aukna umhverfisábyrgð

Vernd náttúru og umhverfis er aukin til mikilla muna með nýju frumvarpi um ábyrgð þess sem veldur umhverfisstjóni frá ákveðinni starfsemi. Frumvarpið er byggt á mengunarbótareglunni og felur í sér að þeim sem veldur tjóni á umhverfinu ber að bæta það, án tillits til þess hvort rekja megi tjónið til ásetnings eða gáleysis og þess hvort mengunin valdi einkaaðilum tjóni. Nú er öllum gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum við frumvarpsdrögin.

Lesa meira

25.11.2009 : Nýtt skólaráð Brunamálaskólans

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur skipað skólaráð Brunamálaskólans til næstu fjögurra ára. Hlutverk skólaráðsins er meðal annars að vera Brunamálastofnun til ráðgjafar um fagleg og rekstrarleg málefni skólans Umhverfisráðherra skipaði Kristínu Jónsdóttur formann ráðsins.

Lesa meira

23.11.2009 : Umhverfisráðherra afhendir Svansvottun

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra afhenti nýverið ræstingarsviði ISS Ísland vottun Norræna umhverfismerkisins Svansins. Mikill áhugi virðist nú vera fyrir Svansvottun og þrettán fyrirtæki hafa sótt um vottunina til Umhverfisstofnunar í ár. Umhverfisráðherra segir að vistvæn innkaupastefna ríkisins hafi haft tilætluð áhrif og það lýsi sér í auknum áhuga á Svansvottun. Lesa meira

21.11.2009 : Eldvarnaátak í grunnskólum

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og slökkviliðsmenn úr Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins heimsóttu nemendur Ísaksskóla í gær og fræddu þau um helstu atriði eldvarna. Þá fengu börnin bókina um Glóð og Loga að gjöf frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, en félagið gefur öllum átta ára börnum í landinu bókina. Lesa meira
Umhverfisráðherra heimsækir Hekluskóga

20.11.2009 : Umhverfisráðherra heimsækir Hekluskóga

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra heimsótti Hekluskóga í gær. Farið var um starfssvæði Hekluskóga í Þjórsárdal, Hafi og Árskógum. Skoðuð voru örfoka svæði, nýleg uppgræðslusvæði og gróðursetningarreitir. Í lok ferðarinnar var skógur Skógræktar ríkisins í Þjórsárdal skoðaður. Lesa meira

16.11.2009 : Náttúruverndarlög verða endurskoðuð

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur ákveðið að hefja endurskoðun á lögum um náttúruvernd með það fyrir augum að styrkja stöðu náttúruverndar í landinu. Ráðist er í endurskoðunina vegna brýnnar þarfar á að styrkja stöðu náttúrunnar og umhverfissjónarmiða í íslenskum rétti. Lesa meira
Breytendur afhenda umhverfisráðherra undirskriftalista

11.11.2009 : Breytendur afhentu umhverfisráðherra undirskriftalista

Fulltrúar Breytenda, ungliðahreyfingar Hjálparstarfs kirkjunnar, afhentu Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra, undirskriftir sem hreyfingin safnaði undir yfirskriftinni hlýnun jarðar er mannréttindamál. Breytendur krefjast þess að stjórnvöld skilgreini stöðu flóttamanna undan hlýnun jarðar og að Íslendingar taki sér stöðu meðal leiðandi þjóða í loftslagsmálum í Kaupmannahöfn í desember 2009.

Lesa meira
Opnun kennsluvefs um loftslagsmál

11.11.2009 : Nýtt kennsluefni um loftslagsbreytingar

Nýr kennsluvefur um loftslagsbreytingar var opnaður í Sjálandsskóla í Garðabæ í dag, norræna loftslagsdaginn. Vefurinn er hluti af námsefni um loftslagsbreytingar sem Námsgagnastofnun gefur út, með stuðningi umhverfisráðuneytisins. Efnið er þríþætt: Þemahefti, fræðslumynd og vefsíða. Lesa meira

9.11.2009 : Átak gegn akstri utan vega

Landið er okkar dýrmætasta auðlind og tilgangslaus skemmdarverk á því eru óþolandi. Þetta er meðal þess sem segir í meðfylgjandi grein Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra um átak gegn akstri utan vega. Umhverfisráðherra segist ætla að herða róðurinn í baráttu gegn akstri utan vega og vilja vinna að því máli með öllum ábyrgum samtökum og einstaklingum, sama hvaða fararskjóta þeir kjósa sér til að ferðast um landið.

Lesa meira

5.11.2009 : OSPAR óskar eftir athugasemdum

OSPAR samningurinn sem fjallar um verndun Norðaustur-Atlantshafsins vinnur að skýrslu um ástand hafsins sem koma mun út árið 2010. Umhverfisráðuneytið vill vekja athygli á að drög að skýrslunni liggja nú fyrir á heimasíðu samningsins og þar er hægt að gera athugasemdir við skýrsluna.

Lesa meira

5.11.2009 : Ný vefsíða Skógræktarinnar

Skógrækt ríkisins hefur opnað nýja og breytta vefsíðu. Markmið með breytingunum er að einfalda viðmót síðunnar og bæta við efni af ýmsum toga. Meðal annars má nú finna á síðunni gott kort með þjóðskógum.  

Lesa meira

3.11.2009 : Málþing um stöðu sjálfbærrar þróunar

Mosfellsbær hefur boðað til málþings um stöðu sjálfbærrar þróunar í sveitarfélögum hér á landi. Sveitarfélögin eru komin mislangt í vinnu sinni að sjálfbærri þróun undir merkjum Staðardagskrár 21 og á málþinginu verður fjallað um ólíkar áherslur og aðferðir sveitarfélaga í þeim efnum.

Lesa meira

2.11.2009 : Freysteinsvaka Skógræktarfélags Reykjavíkur

Skógræktarfélag Reykjavíkur heldur Freysteinsvöku næstkomandi laugardag þar sem fjallað verður um Freystein Sigurðsson náttúrufræðing sem lést á liðnu ári. Lesa meira
Umhverfisráðherra ávarpar þing Norðurlandaráðs

29.10.2009 : Umhverfisráðherra ávarpar þing Norðurlandaráðs

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra flutti ræðu fyrir hönd norrænu umhverfisráðherranna á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi í gær. Í ræðunni gerði hún grein fyrir stöðu mála í alþjóðlegum viðræðum um loftslagsmál og framlagi Norðurlandanna til samningaferilsins. Lesa meira

29.10.2009 : Fræðslumyndband um hóflega rjúpnaveiði

Fræðslumyndband um hóflega rjúpnaveiði var frumsýnt í sjónvarpi í gær. Myndin er samstarfsverkefni Skotveiðifélags Íslands, umhverfisráðuneytisins, Náttúrufræðistofnunar Íslands og Umhverfisstofnunar.

Lesa meira
Sigríður Ólafsdóttir og Unnsteinn Manuel Stefánsson á Umhverfisþingi 2009.

21.10.2009 : Erindi flutt á Umhverfisþingi 2009

Upptökur flestra erinda sem flutt voru á Umhverfisþingi 2009 og glærur sem fylgdu eru nú aðgengileg hér á heimasíðu umhverfisráðuneytisins. Alls voru flutt um 40 erindi á þinginu. Sjálfbær þróun var meginefni þingsins að þessu sinni og í kjölfar þess er nú unnið að stefnumörkun stjórnvalda um sjálfbæra þróun 2010-2013.

Lesa meira

20.10.2009 : Varðliðar umhverfisins í hjólreiðaferð

Umhverfisráðuneytið, Landvernd og Náttúruskóli Reykjavíkur buðu nemendum í Hjólaríi Snælandsskóla í hjólreiðaferð í liðinni viku. Nemendurnir voru útnefndir Varðliðar umhverfisins á Degi umhverfisins í ár og var ferðin viðurkenning fyrir þann árangur.

Lesa meira
Heimskaffi á Umhverfisþingi 2009.

19.10.2009 : Óskað eftir tillögum almennings um stefnu um sjálfbæra þróun

Umhverfisráðuneytið óskar nú eftir tillögum frá almenningi sem nýst geta stjórnvöldum við endurskoðun stefnumörkunar um sjálfbæra þróun í íslensku samfélagi 2010-2013. Fyrstu drög voru kynnt á Umhverfisþingi 9. og 10. október þar sem þinggestir tóku virkan þátt í umræðum um sjálfbæra þróun. Lesa meira

14.10.2009 : Stefnumót um loftslagsbreytingar, þróun og öryggi

Á 15. Stefnumóti umhverfisráðuneytisin og Stofnunar Sæmunar fróða flytur dr. Adil Najam erindi um loftslagsbreytingar, þróun og öryggi. Dr. Najam er einn af aðalhöfundum 3. og 4. skýrslu Vísindanefndar S.þ. um loftslagsbreytingar. Þá var hann nýlega skipaður í Þróunarnefnd Sameinuðu þjóðanna (CDP), tilnefndur af Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna. 

Lesa meira

14.10.2009 : Leiðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda

Umhverfisráðuneytið boðar til kynningar- og umræðufundar um leiðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Lesa meira
Umhverfisráðherra á Umhverfisþingi 2009

10.10.2009 : Umhverfisráð ungmenna verður ráðherra til ráðgjafar

Umhverfisþingi lauk í dag. Í lokaávarpi þingsins sagði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra að hún hefði ákveðið að stofna umhverfisráð ungmenna sem verður umhverfisráðherra til ráðgjafar. Fulltrúar ungs fólks á Umhverfisþingi lögðu fram tillögu þess efnis.

Lesa meira
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra setur Umhverfisþing.

9.10.2009 : Fjölmennt Umhverfisþing hafið

Umhverfisþing hófst í morgun. Rúmlega 400 höfðu skráð sig til þátttöku á þinginu og það er því fjölmennasta Umhverfisþing sem haldið hefur verið. Í setningarræðu þingsins sagði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðhrera m.a. að ríkisstjórnin legði áherslu á náttúrvernd og að staða hennar innan stjórnarráðsins yrði styrkt til muna. 

Lesa meira
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, og Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra.

8.10.2009 : Friðlýsing Gálgahrauns og Skerjafjarðar

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, hafa undirritað friðlýsingar Gálgahrauns í Garðabæ og Skerjafjarðar innan lögsögu Garðabæjar. Lesa meira

8.10.2009 : Útivistarverkefni fær umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs

Sænska verkefnið I ur og skur hlaut náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs í ár. Dómnefnd verðlaunanna ákvað þetta á fundi, sem haldinn var hér á landi í gær. Í rökstuðningi dómnefndar segir að aðferðir I Ur og skur hvetji til til útivistar og séu frábært dæmi um verkefni sem stuðlar að velferð barna og auki skilning þeirra á náttúrunni.

Lesa meira
Umhverfisþing 2009

7.10.2009 : Metþátttaka á Umhverfisþingi

Rúmlega 400 hafa skráð sig til þátttöku á Umhverfisþingi sem hefst á föstudag og verður þingið því það fjölmennasta hingað til. Sjálfbær þróun verður meginefni þingsins að þessu sinni. Lögð verður áhersla á virka þátttöku þinggesta og því verður efnt til umræðna í heimskaffistíl.

Lesa meira
Umhverfi og auðlindir. Skýrsla um stöðu umhverfismála.

5.10.2009 : Ný skýrsla um stöðu umhverfismála

Umhverfisráðuneytið hefur gefið út skýrsluna Umhverfi og auðlindir sem fjallar um stöðu umhverfismála hér á landi. Skýrslunni er ætlað að miðla upplýsingum með skýrum hætti til stjórnvalda og almennings. Skýrslan verður til umfjöllunar á Umhverfisþingi sem hefst næstkomandi föstudag, 9. október.  

Lesa meira
Umhverfisráðuneytið

29.9.2009 : Úrskurður umhverfisráðherra um Suðvesturlínu

Umhverfisráðherra hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar um að ekki skuli fara fram sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum framkvæmda vegna Suðvesturlínu og öðrum tengdum framkvæmdum. Málinu hefur verið vísað aftur til Skipulagsstofnunar til efnilegrar meðferðar og úrlausnar. Lesa meira
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra ávarpar málþing um menntun til sjálfbærni.

24.9.2009 : Fjölmennt málþing um menntun til sjálfbærni

Umhverfisfræðsluráð og Landvernd efndu til málþings um þjóðaráætlun um menntun til sjálfbærni í liðinni viku. Þingið var fjölmennt og voru Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra meðal framsögumanna. Nú er hægt að skoða upptöku af erindum sem flutt voru á þinginu.

Lesa meira

24.9.2009 : Umhverfisráðherra flutti ávarp á táknmáli

Konur verða að koma að ákvörðunum og skipulagi í loftslagsmálum til jafns á við karla, sagði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra í ávarpi í Háskóla Íslands í gær sem hún flutti á táknmáli. Þetta var í fyrsta sinn sem íslenskur ráðherra flytur ávarp á táknmáli svo vitað sé.

Lesa meira

21.9.2009 : Dagskrá Umhverfisþings

Dagskrá Umhverfisþings dagana 9. og 10. október liggur nú fyrir og er sjálfbær þróun meginefni þingsins að þessu sinni. Í málstofum á þinginu verður fjallað um umhverfismál í sveitarfélögum og atvinnulífinu. Einnig er lögð áhersla á þátttöku ungs fólks í þinginu til að stuðla að umræðu milli kynslóðanna um framtíðarþróun Íslands.

Lesa meira

21.9.2009 : Öll ríki heims hafa staðfest Montrealbókunina

Montrealbókunin um vernd ósonlagsins er fyrsti alþjóðasamningur á sviði umhverfismála sem öll 196 ríki heims hafa staðfest. Austur-Tímor undirritaði samninginn, síðust þjóða, á degi ósonlagsins 16. september síðastliðinn.

Lesa meira
Rjúpa

16.9.2009 : Breytingar á fyrirkomulagi rjúpnaveiða

Umhverfisráðherra hefur ákveðið að fyrirkomulag rjúpnaveiða í haust verði með nokkuð breyttu sniði frá fyrra ári. Tveimur helgum verður bætt við tímabilið en á móti kemur að veiðihelgar verða styttar úr fjórum dögum í þrjá. Því verða veiðidagar átján eins og í fyrra. Lesa meira

10.9.2009 : Ósk og Ásta í aðra umferð

Ósk Vilhjálmsdóttir og Ásta Arnardóttir eru komnar áfram í aðra umferð í vali um það hver hlýtur Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs í ár. Dómnefnd ákveður hver hlýtur verðlaunin á fundi sem haldinn verður á Íslandi þann 7. október.

Lesa meira
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra á ferð um Gjástykki

9.9.2009 : Óskað eftir áliti stofnana á tillögum um friðlýsingu Gjástykkis

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur óskað eftir áliti Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar á tillögum Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi um friðlýsingu Gjástykkis. Umhverfisráðherra skoðaði Gjástykki í liðinni viku.

Lesa meira

8.9.2009 : Alþjóðleg ráðstefna um skóga og lýðheilsu

Dagana 17.-19. september 2009 verður efnt til alþjóðlegrar ráðstefnu í Reykjavík um þátt skóga og skógræktar í því að efla útivist og lýðheilsu almennings í þéttbýli. Ráðstefnan er haldin er í tengslum við formennskuár Íslands í norrænu ráðherranefndinn og Skógrækt ríkisins er meðal skipuleggjenda.

Lesa meira
Stefnumót

7.9.2009 : Stefnumót um loftslagsmál og Kaupmannahafnarfundinn

Umhverfisráðuneytið, Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun, Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytið efna til opins fundar um alþjóðlegar samningaviðræður í aðdraganda Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fram fer í Kaupmannahöfn í desember.

Lesa meira
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra

3.9.2009 : Umhverfisráðherra boðar til Umhverfisþings

Umhverfisráðherra boðar til VI. Umhverfisþings dagana 9.-10. október 2009. Sjálfbær þróun verður aðalumfjöllunarefni þingsins að þessu sinni. Kynntar verða tillögur að nýjum áherslum stjórnvalda á sviði sjálfbærrar þróunar og ný skýrsla um stöðu og þróun umhverfismála.

Lesa meira
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og dr. Robert Costanza.

3.9.2009 : Fundur umhverfisráðherra með dr. Robert Costanza

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og dr. Robert Costanza visthagfræðingur áttu fund í umhverfisráðuneytinu fyrir helgi. Þau ræddu m.a. skoðanir dr. Constanza á vanköntum hagvaxtarútreikninga og hugmyndir sem uppi eru um að bæta þurfi umhverfis- og félagslegum þáttum inn í útreikninga á þjóðhagsvísum. Lesa meira
2. ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur 10. maí 2009

21.8.2009 : Stækkun friðlands í Þjórsárverum á að vera lokið snemma á næsta ári

Undirbúningur að stækkun friðlandsins í Þjórsárverum hefst nú þegar samkvæmt tillögu Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra sem var samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Umhverfisráðherra vill ljúka stækkun friðlandsins eigi síðar en snemma árs 2010. Lesa meira
Kristján Möller samgönguráðherra og Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra

21.8.2009 : Aðgerðir til að efla sjálfbærar samgöngur

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi í morgun að hefja gerð áætlunar um sjálfbærar samgöngur með það að markmiði að draga úr þörf fyrir einkabílinn. Áætluninn verður unnin á vegum umhverfisráðherra og samgönguráðherra og lögð er áhersla á að fyrstu aðgerðir komi til framkvæmda fyrir áramót. Lesa meira
Skilti með fræðslu gegn akstri utan vega.

20.8.2009 : Mikilvægur áfangi í vinnu við að stöðva akstur utan vega

Vegagerðin, tryggingafélög og bílaleigur undirrituðu í dag samstarfssamning um gerð og uppsetningu skilta með fræðslu gegn akstri utan vega sem sett verða upp á tíu helstu leiðum inn á hálendi Íslands. Samstarfið er árangur af vinnu samráðshóps um fræðslu gegn akstri utan vega sem umhverfisráðherra skipaði fyrr á þessu ári. Lesa meira
Minkur

30.7.2009 : Árangursríkt minkaveiðiátak

Mikil fækkun hefur orðið á mink í Eyjafirði í sérstöku veiðiátaki á vegum umhverfisráðuneytisins, sem nær til tveggja svæða. Einnig hefur mink fækkað á hinu svæðinu, Snæfellsnesi, en ekki jafn hratt. Lesa meira
Við vígslu snjóflóðavarnargarða á Siglufirði

28.7.2009 : Snjóflóðavarnargarðar vígðir á Siglufirði

Snjóflóðavarnargarðar fyrir ofan Siglufjörð voru vígðir fyrr í þessum mánuði. Um er að ræða fimm þvergarða og einn leiðigarð ofan byggðarinnar sem eiga að tryggja öryggi Siglfirðinga gagnvart snjóflóðum. Lesa meira

2.7.2009 : Unnið að aðgerðaáætlun í loftslagsmálum

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur skipað verkefnisstjórn til að vinna aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Við gerð áætlunarinnar verður stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda höfð að leiðarljósi.

Lesa meira
Samningur um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs. Landeigendur Hoffells og Miðfells með umhverfisráðherra og fulltrúum Vatnajökulsþjóðgarðs.

30.6.2009 : Samningur um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og eigendur Hoffells og Miðfells í sveitarfélaginu Hornafirði undirrituðu í gær samning um friðlýsingu fjalllendis á jörðunum við Hoffellsjökul. Svæðið verður hluti af Vatnajökulsþjóðgarði. Lesa meira
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra með Paula Lehtomaki, umhverfisráðherra Finnlands og Andreas Carlgren, umhverfisráðherra Svíþjóðar.

29.6.2009 : Ísland verði þátttakandi í loftslagskerfi ESB

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra stýrði nýverið fundi norrænna umhverfisráðherra, sem haldinn var í Lúxemborg og átti auk þess fund með Andreas Carlgren, umhverfisráðherra Svíþjóðar, um beiðni íslenskra stjórnvalda um að Ísland verði þátttakandi í heildarfyrirkomulagi ESB um losun gróðurhúsalofttegunda.

Lesa meira
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra á ferð um Reykjanes til að skoða afleiðingar aksturs utan vega.

25.6.2009 : Á réttri leið á Reykjanesi

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur skipað aðgerðateymi til að koma á átaki til að verja viðkvæma náttúru Reykjanesfólkvangs fyrir skemmdum af völdum aksturs utan vega og lagfæra þær skemmdir sem þegar hafa orðið. Yfirskrift átaksins er Á réttri leið á Reykjanesi.

Lesa meira
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og fréttamenn fylgjast með kynningu á skýrslu sérfræðinganefndar um leiðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

12.6.2009 : Miklir möguleikar á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda

Sérfræðinganefnd hefur skilað umhverfisráðherra skýrslu um tæknilega möguleika á að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda í mismunandi geirum samfélagsins og þann kostnað sem þeim fylgir. Möguleikar eru fyrir hendi í öllum geirum og margir myndu reynast fjárhagslega hagkvæmir. Lesa meira
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherr á Alþingi 2009

4.6.2009 : Umhverfisráðherra mælir fyrir náttúruverndaráætlun 2009-2013

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra mælti fyrir þingsályktunartillögu um náttúruverndaráætlun 2009-2013 á Alþingi í dag. Lagt er til að þrettán svæði verði friðlýst á tímabilinu. Þar á meðal er gert ráð fyrir að friðlandið í Þjórsárverum verði stækkað og friðun þess lokið sem fyrst. Lesa meira
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra í heimsókn í Náttúrufræðistofnun Íslands.

4.6.2009 : Umhverfisráðherra heimsækir stofnanir umhverfisráðuneytisins

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur heimsótt stofnanir umhverfisráðuneytisins á undanförnum dögum. Hún hefur nýtt heimsóknirnar til að ræða við starfsfólk þeirra og til að kynna sér starfsemi stofnananna og framtíðarhorfur. Lesa meira
2. ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur 10. maí 2009

29.5.2009 : Tímamót í stefnu ríkisstjórnar Íslands um losun gróðurhúsalofttegunda

Íslensk stjórnvöld vilja draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um að minnsta kosti 15% til 2020. Í næstu viku tilkynna Íslensk stjórnvöld í fyrsta sinn á alþjóðavettvangi að þau séu tilbúin að taka á sig skuldbindingar um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Lesa meira
Stokkhólmssamningurinn um þrávirk lífræn efni

29.5.2009 : Fleiri þrávirk lífræn efni bönnuð

Aðildarríki Stokkhólmssamningsins hafa fallist á þýðingarmikið samkomulag um að banna níu þrávirk lífræn efni til viðbótar við þau tólf efni sem þegar hafa verið bönnuð. Þetta var niðurstaða fjórða aðildarríkjafundar samningsins sem haldinn var í Genf fyrir skömmu. Lesa meira
Fundur umhverfisráðherra Norðurlanda í Svartsengi 2009

26.5.2009 : Norðurlönd brautryðjendur í umhverfistækni

Norðurlöndin munu styrkja stöðu sína sem brautryðjendur á sviði umhverfistækni. Þetta ítrekuðu norrænu umhverfisráðherrarnir á fundi sem lauk í dag. Íslendingar fara með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni í ár og því var Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra gestgjafi fundarins. Lesa meira
Hafdís Gísladóttir

25.5.2009 : Hafdís Gísladóttir ráðin aðstoðarmaður umhverfisráðherra

Hafdís Gísladóttir, verkefnastjóri hjá Umboðsmanni barna, hefur verið ráðin aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra.

Lesa meira
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra tekur við lyklum að ráðuneytinu úr hendi Kolbrúnar Halldórsdóttur, fyrrverandi umhverfisráðherra.

10.5.2009 : Svandís Svavarsdóttir tekur við embætti umhverfisráðherra

Svandís Svavarsdóttir tók við embætti umhverfisráðherra í dag af Kolbrúnu Halldórsdóttur sem gegnt hefur embætti umhverfisráðherra síðan 1. febrúar 2009.

Lesa meira
Við Bessastaðakirkju á alþjóðlega farfugladaginn 9. maí 2009

10.5.2009 : Alþjóðlegi farfugladagurinn

Haldið var upp á alþjóðlega farfugladaginn á Álftanesi í gær. Fjöldi fólks tók þátt í gönguferð og fuglaskoðun og í Álftanesskóla var boðið upp á leiðbeiningar um fuglaljósmyndun og ýmsar upplýsingar um fugla, ferðir þeirra og farleiðir. Þetta var í fyrsta skipti sem haldið er upp á daginn hér á landi. Lesa meira
Ævar Petersen

4.5.2009 : Ísland tekur við formennsku í vinnuhóp um vernd lífríkis Norðurslóða

Ísland tók við formennsku í vinnuhóp Norðurskautsráðsins um vernd lífríkisins (CAFF) á ráðherrafundi Norðurskautsráðsins, sem haldinn var í Noregi fyrir skömmu. Ævar Petersen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, er nýr formaður vinnuhópsins. Lesa meira
Jón Þór Frantzson, forstjóri Íslenska Gámafélagsins og Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra með Kuðunginn.

25.4.2009 : Dagur umhverfisins - málþing og viðurkenningar

Íslenska Gámafélagið hlaut Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfisráðuneytisins, sem var afhentur á málþingi um græn störf á Degi umhverfisins. Við sama tækifæri voru nemendur úr Snælandsskóla og Grunnskóla Siglufjarðar útnefndir varðliðar umhverfisins. Lesa meira
Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra tekur skóflustungu að gestastofu að Skriðuklaustri.

16.4.2009 : Stækkun þjóðgarðs og skóflustunga að gestastofu

Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra tók fyrstu skóflustunguna að Gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Skriðuklaustri í dag og undirritaði við það tækifæri reglugerð um stækkun þjóðgarðsins til norðurs. Lesa meira
Undirritun viljayfirlýsingar á Álftanesi

8.4.2009 : Viljayfirlýsing um friðlýsingu og upplýsingamiðstöð

Umhverfisráðuneytið mun styðja uppbyggingu og rekstur upplýsingamiðstöðvar á Álftanesi samkvæmt viljayfirlýsingu sem Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra skrifað undir í dag. Miðstöðin verður hluti af fyrirhuguðu menningar- og náttúrufræðisetri. Lesa meira
IMG_2050

6.4.2009 : Framkvæmdum hraðað við ofanflóðavarnir

Í kjölfar tillögu Kolbrúnar Halldórsdóttur umhverfisráðherra um að framkvæmdum við ofanflóðavarnir verði hraðað, hefur ofanflóðanefnd óskað eftir heimild til að bjóða út framkvæmdir við varnargarða í Neskaupstað og í Ólafsfirði. Ætla má að framkvæmdirnar skapi hátt í 200 ársverk. Lesa meira
Undirritun friðlýsinga í Hafnarfirði

3.4.2009 : Fimm svæði friðlýst í Hafnarfirði

Fimm svæði innan marka Hafnarfjarðar voru friðlýst í dag. Aldrei áður hafa svo mörg svæði verið friðlýst í sama sveitarfélaginu í einu. Þrír fólkvangar og tvö náttúruvætti voru friðlýst til útivistar og verndunar á lífríki og hraunmyndunum. Lesa meira
Steingrímur J. Sigfússon og Kolbrún Halldórsdóttir undirrita stefnu um vistæn innkaup

27.3.2009 : Ríkisstjórnin samþykkir stefnu um vistvæn innkaup

Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra undirrituðu stefnu um vistvæn innkaup í dag. Ríkisstjórnin samþykkti stefnuna á fundi sínum í morgun. Í stefnuninni er sagt fyrir um hvernig samþætta á umhverfissjónarmið innkaupum hjá ríkinu. Lesa meira
Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra undirritar Ólafsvíkuryfirlýsinguna í Stykkishólmi.

20.3.2009 : Ellefta landsráðstefna Staðardagskrár 21 á Íslandi

Ellefta landsráðstefna Staðardagskrár 21 á Íslandi var sett í Stykkishólmi í dag. Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra sagði í setningarávarpi að mikið hefði áunnist á þeim tíu árum sem liðin eru frá því að Staðardagskrárstarfið á Íslandi hófst fyrir alvöru. Lesa meira
Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra með fulltrúum félagasamtaka og sérfræðingum ráðuneytisins.

19.3.2009 : Starfshópur kannar rekstrargrundvöll félagasamtaka

Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra hefur skipað starfshóp til að kanna rekstrargrundvöll félagasamtaka á sviði umhverfismála við breyttar efnahagsaðstæður og til að leggja fram tillögur um hvernig efla megi starfsemi og fjárhag félaganna til frambúðar.

Lesa meira

16.3.2009 : Fullgilding Árósasamningsins undirbúin

Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra hefur skipað starfshóp til að undirbúa fullgildingu Árósasamningsins hér á landi. Verkefni starfshópsins er m.a. að gera tillögu um hvernig best sé að tryggja almenningi aðgang að réttlátri málsmeðferð við fullgildingu samningsins. Lesa meira
Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra með starfsfólki EFTA.

4.3.2009 : Umhverfisráðherra ræðir loftslagsmál í Brussel

Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra stýrði morgunverðarfundi norrænu umhverfisráðherranna, sem haldinn var í Brussel á mánudag. Þá átti hún fund með sænska umhverfisráðherranum um formennsku Svíþjóðar í ESB á síðari helmingi ársins.  Lesa meira
Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra með fulltrúum félagasamtaka og sérfræðingum ráðuneytisins.

26.2.2009 : Fundur umhverfisráðherra með félagasamtökum

Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra sat nýverið sinn fyrsta samráðsfund með félagasamtökum á sviði umhverfismála. Meðal annars var fjallað um fullgildingu Árósasamningsins og loftslagsmál.

Lesa meira
Dagur umhverfisins

24.2.2009 : Óskað eftir tilnefningum vegna Kuðungsins 2008

Úthlutunarnefnd á vegum umhverfisráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnanir, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári, er þess verðugt að hljóta umhverfisviðurkenningu umhverfisráðuneytisins, Kuðunginn fyrir árið 2008 Lesa meira
Fyrsta ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur

11.2.2009 : Árósasamningurinn verður fullgiltur

Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt tillögu Kolbrúnar Halldórsdóttur umhverfisráðherra um að Árósasamningurinn verði fullgiltur hér á landi. Samningurinn fjallar um aðgang að upplýsingum, þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum.

Lesa meira
Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra og Þórunn Sveinbjarnardóttir fyrrverandi umhverfisráðherra.

1.2.2009 : Nýr umhverfisráðherra tekur við embætti

Nýr umhverfisráðherra, Kolbrún Halldórsdóttir, tók við embætti í dag af Þórunni Sveinbjarnardóttur sem gegnt hefur embætti umhverfisráðherra síðan 24. maí 2007.

Lesa meira
Undirritun friðlýsingar Vatnshornsskógar.

30.1.2009 : Friðlýsing Vatnshornsskógar í Skorradal

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hefur undirritað friðlýsingu Vatnshornsskógar í Skorradal sem friðlands í samræmi við þingsályktun um náttúruverndaráætlun. Friðlýsingin var unnin í samvinnu við Skorradalshrepp og Skógrækt ríkisins.

Lesa meira
Umhverfisráðuneytið

16.1.2009 : Viðbrögð við áliti og tilmælum umboðsmanns Alþingis

Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að afgreiðsla umhverfisráðuneytisins á stjórnsýslukæru Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi hafi ekki verið í samræmi við tímafresti sem settir eru í lögum um mat á umhverfisáhrifum. Ráðuneytið hyggst bregðast við áliti og tilmælum umboðsmanns með viðeigandi hætti.

Lesa meira
Spánarsnigillinn

9.1.2009 : Mikilvæg verkefni á vettvangi umhverfismála í Evrópu

Umhverfisstofnun Evrópu hefur gefið út skýrslu um átta mikilvæg verkefni á vettvangi umhverfismála í Evrópu um þessar mundir. Í skýrslunni er m.a. fjallað um framrás Spánarsnigilsins og hugmyndir um strangari takmarkanir af hálfu Evrópusambandsins á losun loftmengandi efna . Lesa meira