Fréttasafn

Ósonlagið yfir Suðurskautinu

29.12.2008 : Bann við notkun ósoneyðandi efna

Umhverfisráðuneytið vekur athygli á að frá 31. desember 2008 er óheimilt að hafa og nota halón 1301 slökkvikerfi um borð í skipum og bátum. Þá verður óheimilt að flytja inn ósoneyðandi kælimiðla eftir árið 2009.

Lesa meira
Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra flytur ræðu á loftslagsráðstefnunni í Poznan

11.12.2008 : Ávarp umhverfisráðherra á loftslagsfundinum í Poznan

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra flutti í dag ræðu á 14. aðildarríkjaþingi Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í Poznan í Póllandi. Hún vakti m.a. athygli á tillögu Íslands um að endurheimt votlendis verði viðurkennd sem leið til að binda kolefni úr andrúmslofti. Lesa meira
Umhverfisráðherra og umhverfisráðherra Frakklands

5.12.2008 : Fundir um umhverfismál hjá Evrópusambandinu

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra átti fund með umhverfisráðherra Frakklands í Brussel í gær. Hún sat einnig fund norrænna umhverfisráðherra, sem haldinn var í aðdraganda fundar umhverfisráðherra Evrópusambandslandanna. Lesa meira
Friðlýst svæði og fyrirhugaðar friðlýsingar samkvæmt náttúruverndaráætlun

4.12.2008 : Tillaga að nýrri náttúruverndaráætlun

Í tillögu til þingsályktunar um náttúruverndaráætlun 2009-2013 sem Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hefur lagt fram á Alþingi, er lagt til að þrettán svæði verði friðlýst. Lesa meira
Við setningu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Poznan.

1.12.2008 : Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Poznan

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hófst í dag í Poznan í Póllandi. Ísland hefur lagt fram tillögu í viðræðunum um að endurheimt votlendis verði viðurkennd sem leið til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda.  

Lesa meira
Bílar

17.11.2008 : Spá um losun gróðurhúsalofttegunda

Samkvæmt nýrri spá Umhverfisstofnunar verður losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi innan marka Kýótó-bókunarinnar, að því gefnu að losun flúorkolefna frá áliðnaði haldist lág. Losun frá vegasamgöngum er nær hvergi meiri en á Íslandi.

Lesa meira
Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra

4.11.2008 : Rjúpnaskyttur hvattar til hófsamra veiða

Rjúpnaveiðitímabilið er hafið og stendur til 30. nóvember. Umhverfisráðherra hefur sent rjúpnaskyttum bréf þar sem hvatt er til hófsamra og ábyrgra veiða. Þannig verði stuðlað að því að áfram verði gengið til rjúpna á Íslandi um ókomna framtíð. Lesa meira
Þórunn Sveinbjarnardóttir, Erik Solheim og Andreas Carlgren Islannds.

30.10.2008 : Formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni

Íslensk stjórnvöld hafa lagt fram formennskuáætlun Íslands á sviði umhverfismála í Norrænu ráðherranefndinni fyrir komandi ár. Um 73% Norðurlandabúa telja samstarf um umhverfismál vera mikilvægasta samstarfssvið Norðurlandaþjóðanna. Lesa meira

28.10.2008 : Fundur um viðskipti með losunarheimildir

Umhverfisráðuneytið boðar til opins fundar um viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda og fyrirhugaðar breytingar á því. Nú er unnið að innleiðingu tilskipunarinnar hér á landi.   Lesa meira

30.9.2008 : Úthlutun heimilda til að losa gróðurhúsalofttegundir

Úthlutunarnefnd losunarheimilda lauk í dag fyrstu árlegu endurskoðun áætlunar um úthlutun heimilda til að losa gróðurhúsalofttegundir. Fyrirtækin sem fá heimildir að þessu sinni eru RioTinto Alcan í Straumsvík, Norðurál í Helguvík og Alcoa Fjarðaál á Reyðarfirði.

Lesa meira
Rjúpa

26.9.2008 : Fyrirkomulag rjúpnaveiða í haust

Umhverfisráðherra hefur ákveðið að fyrirkomulag rjúpnaveiða í haust verði með óbreyttu sniði frá fyrra ári og standi frá 1. til 30. nóvember. Óvænt þróun hefur orðið í rjúpnastofninum að mati Náttúrufræðistofnunar og fækkunarskeið er afstaðið eftir aðeins tvö ár. Lesa meira
Stefán Haukur Jóhannesson, Þórunn Sveinbjarnardóttir og Avril Doyle.

17.9.2008 : Umhverfisráðherra ræðir orku- og loftslagsmál í Brussel

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra fór til Brussel til að ræða um stefnumótun Evrópusambandsins í orku- og loftslagsmálum. Af því tilefni hitti hún m.a. að máli þingmenn Evrópuþingsins og fulltrúa Ráðherraráðs Evrópusambandsins.

Lesa meira
Við undirritun umhverfisstefnu ráðuneytisins.

11.9.2008 : Umhverfisstefna umhverfisráðuneytisins

Umhverfisráðuneytið hefur sett sér umhverfisstefnu með það að markmiði að verða í fararbroddi í vistvænum rekstri. Samkvæmt umhverfisstefnunni mun ráðuneytið meðal annars halda grænt bókhald og gefa út ársskýrslur um stöðu umhverfismála í ráðuneytinu.

Lesa meira
Alþingi

11.9.2008 : Skýrsla um umhverfismál lögð fyrir Alþingi

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hefur lagt fyrir Alþingi skýrslu um umhverfismál. Þetta er í fyrsta sinn sem slík skýrsla er lögð fram og með henni vill umhverfisráðherra upplýsa Alþingi um það starf sem unnið er í umhverfisráðuneytinu og efla umræðu um stöðu mála og stefnumótun í málaflokknum. Lesa meira
Norrænu umhverfisráðherrarnir

5.9.2008 : Aðgerðir til að bjarga umhverfi sjávar

Norrænu umhverfisráðherrarnir hafa samþykkt nýja aðgerðaáætlun, sem ætlað er að efla sjálfbæra þróun sameiginlegra hafsvæða. Samstarfið felur meðal annars í sér aukið samstarf við skipulagningu umhverfis sjávar og svonefndan vistkerfisvísi; þar sem tekið er tillit til vistkerfisins í heild við stjórnun umhverfis sjávar.

Lesa meira
Ríkisstjórn

22.8.2008 : Stefnumörkun Íslands um líffræðilega fjölbreytni

Ríkisstjórn Íslands hefur að tillögu Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra samþykkt stefnumörkun Íslands um framkvæmd Samningsins um líffræðilega fjölbreytni. Með gerð stefnumörkunarinnar er unnið að því að innleiða markmið samningsins í íslenska stjórnsýslu og er henni ætlað að vera heildarrammi um stefnumótun stjórnvalda sem lýtur að verndun og sjálfbærri nýtingu líffræðilegrar fjölbreytni landsins.

Lesa meira
Undirritun Selfossyfirlýsingarinnar

19.8.2008 : Selfossyfirlýsing um sjálfbæra skógrækt

Norrænni ráðherraráðstefnu um skógarmál lauk í dag með undirritun Selfossyfirlýsingarinnar um sjálfbæra skógrækt. Þetta er í annað sinn sem norrænir skógarmálaráðherrar efna til fundar til að ræða skógarmál. Lesa meira

6.8.2008 : Skýrsla vísindanefndar um loftslagsbreytingar á Íslandi

Vísindanefnd um loftslagsbreytingar hefur skilað Þórunni Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra skýrslu um áhrif hnattrænna loftslagsbreytinga á Íslandi. Megin niðurstaða vísindanefndarinnar er að áhrifa loftslagsbreytinga gæti þegar í náttúru landsins og að fyrirsjáanlegar loftslagsbreytingar munu einnig hafa veruleg áhrif á náttúrufar hér á landi. Lesa meira
Umhverfisráðuneytið

1.8.2008 : Sameiginlegt mat vegna álvers á Bakka

Umhverfisráðherra hefur úrskurðað að samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum beri að meta sameiginlega umhverfisáhrif álvers á Bakka við Húsavík, Þeistareykjavirkunar, Kröfluvirkjunar II og háspennulínu frá Kröflu og Þeistareykjum til Húsavíkur.

Lesa meira
Árni Snorrason

1.8.2008 : Umhverfisráðherra skipar forstjóra nýrrar Veðurstofu Íslands

Umhverfisráðherra hefur ákveðið að skipa Árna Snorrason forstjóra nýrrar stofnunar, Veðurstofu Íslands til næstu fimm ára. Árni hefur starfað sem forstöðumaður Vatnamælinga Orkustofnunar frá árinu 1987. Gert er ráð fyrir að Árni Snorrason taki fljótlega til starfa sem forstjóri stofnunarinnar til að undirbúa starfsemi hennar. Hún verður stofnuð formlega þann 1. janúar næstkomandi. Lesa meira
Efni og efnablöndur.

29.7.2008 : Efnavörulöggjöf Evrópusambandsins innleidd

Umhverfisráðherra hefur sett reglugerð um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir á efnum. Reglugerðin er sett til að innleiða efnavörulöggjöf ESB. Reglugerðin hefur víðtæk áhrif hér á landi þar sem gildissvið hennar er víðtækara en eldri reglugerða um efni og efnablöndur. Í henni er ekki einungis fjallað um eiturefni og hættuleg efni heldur einnig algeng efni og efnablöndur, svo sem hreinsiefni og málningu, sem og efni í algengum hlutum eins og raftækjum, fötum og húsgögnum.

Lesa meira
Veðurstofa Íslands

16.7.2008 : Umsækjendur um starf forstjóra Veðurstofu Íslands

Ellefu sóttu um starf forstjóra nýrrar stofnunar sem verður til við sameiningu Veðurstofu Íslands og Vatnamælinga Orkustofnunar. Hin nýja stofnun mun bera nafn Veðurstofu Íslands. Umsóknarfrestur rann út 11. júlí síðastliðinn en gert er ráð fyrir að forstjórinn hefji störf hinn 1. ágúst næstkomandi. Lesa meira
Surtsey, Ljósm.: Ragnar Th. Sigurðsson

9.7.2008 : Surtsey samþykkt á heimsminjalista UNESCO

Heimsminjanefnd UNESCO samþykkti á fundi sínum 7. júlí í Québec í Kanada að setja Surtsey á heimsminjalistann á grundvelli vöktunar og rannsókna á þróun eyjunnar. Samþykktin felur í sér viðurkenningu til íslenskra stjórnvalda á friðun Surtseyjar 1965 og varðveislu náttúrulegs ástands hennar. Lesa meira
Umhverfisráðherra tekur skóflustungu að nýju húsi Náttúrufræðistofnunar Íslands.

1.7.2008 : Skóflustunga að nýju húsi Náttúrufræðistofnunar Íslands

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra tók fyrstu skóflustunguna að nýju húsi Náttúrufræðistofnunar Íslands í dag. Húsið mun

standa við Jónasartorg á Urriðaholti í Garðabæ.

Stofnunin flytur í hin nýju húsakynni haustið 2009.

Lesa meira
Veðurstofa Íslands

23.6.2008 : Embætti forstjóra Veðurstofu Íslands laust til umsóknar

Umhverfisráðuneytið hefur auglýst laust til umsóknar embætti forstjóra nýrrar stofnunar sem verður til við sameiningu Veðurstofu Íslands og Vatnamælinga Orkustofnunar. Hin nýja stofnun mun bera nafn Veðurstofu Íslands. Lög um hina nýju stofnun öðlast gildi við næstu áramót en gert er ráð fyrir að forstjóri hefji störf hinn 1. ágúst næstkomandi til að undirbúa starfsemi hinnar nýju stofnunar.

Lesa meira
Carsten Gröndal, yfirdýralæknir dýragarðsins í Kaupmannahöfn, og Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra.

18.6.2008 : Unnið að viðbragðsáætlun vegna landtöku hvítabjarna

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hefur skipað starfshóp til að vinna að tillögum um viðbragðsáætlun vegna hugsanlegra landtöku hvítabjarna hér á landi. Carsten Gröndal, yfirdýralækni dýragarðsins í Kaupmannahöfn, verður hópnum til ráðgjafar. Lesa meira
Umhverfisráðherra á fundi um loftslagsbreytingar og jarðveg

13.6.2008 : Loftslagsbreytingar og jarðvegur

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra tók þátt í ráðstefnu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um loftslagsbreytingar og jarðveg í Brussel í gær. Umhverfisráðherra tók þátt í ráðstefnunni í boði Stavros Dimas, umhverfisstjóra Evrópusambandsins. Á ráðstefnunni gerði umhverfisráðherra grein fyrir því árangursríka starfi sem unnið hefur verið á Íslandi við verndun og endurheimt jarðvegs með landgræðslu og skógrækt. Lesa meira
Merki Vatnajökulsþjóðgarðs

7.6.2008 : Vatnajökulsþjóðgarður stofnaður

Vatnajökulsþjóðgarður var stofnaður við formlega athöfn í dag. Af því tilefni sóttu um 400 manns stofnhátíð í Gljúfrastofu í Jökulsárgljúfrum, á Skriðuklaustri í Fljótsdal, í Skaftafellsstofu í Skaftafelli og í Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri. Þjóðgarðurinn er 12.000 ferkílómetrar að stærð og er því stærsti þjóðgarður Evrópu. Lesa meira
Alþingi

5.6.2008 : Ný lög og breytingar á eldri lögum við þinghlé

Á yfirstandandi þingi, sem nú hefur verið frestað fram á haust, hafa sex lagafrumvörp verið samþykkt sem umhverfisráðherra lagði fram. Um er að ræða breytingar á lögum um meðhöndlun úrgangs, lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, lögum um varnir gegn snjóflóðum og ný lög um nýja stofnun sem ber heitið Veðurstofa Íslands og ný lög um efni og efnablöndur. Lesa meira

3.6.2008 : Hvítabjörn í Skagafirði

Umhverfisráðuneytið og Umhverfisstofnun leituðu í dag allra leiða til að láta fanga hvítabjörn sem fannst í Skagafirði og flytja hann í sitt rétta umhverfi. Það reyndist hins vegar samdóma álit allra sem rætt var við að það myndi reynast miklum erfiðleikum háð. Meðan á athugun ráðuneytis og Umhverfisstofnunar stóð mat lögregla það svo að fólki kynni að stafa hætta af dýrinu og var það því fellt. Lesa meira
Loftslagsbreytingar (pdf)

22.5.2008 : Fræðslubæklingur um loftslagsbreytingar

Umhverfisráðuneytið hefur gefið út fræðslubækling um loftslagsmál. Í bæklingnum er sagt frá orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga. Þá er einnig greint frá aðgerðum sem grípa verður til svo koma megi í veg fyrir hamfarir sem kunna að verða af völdum loftslagsbreytinga. Lesa meira
Ofanflóðanefnd.

22.5.2008 : Nýir fulltrúar í ofanflóðanefnd

Umhverfisráðherra hefur skipað nýja fulltrúa í ofanflóðanefnd. Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytisins, er áfram tilefndur af umhverfisráðherra og gegnir formennsku í nefndinni. Nýir fulltrúar í nefndinni eru þeir Þráinn Sigurðsson, tilnefndur af samgönguráðherra, og Birgir Örn Ólafsson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.  Lesa meira

30.4.2008 : OECD: Efnahagslegt gildi umhverfisverndar og horfur til 2030

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra sat ráðherrafund OECD ríkjanna í París 28.-29. apríl. Meginviðfangsefni fundarins var að ræða nýútkomna skýrslu OECD um stöðu umhverfismála og horfur fram til ársins 2030. Í skýrslunni segir að mjög brýnt sé að grípa strax til veigamikilla aðgerða. Lesa meira
Þórunn Sveinbjarnardóttir ásamt frú Vigdísi Finnbogadóttur á sýningunni Vistvænn lífsstíll

25.4.2008 : Viðurkenningar veittar á Degi umhverfisins

Sólarræsting hlaut Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfisráðuneytisins, við athöfn í Perlunni í dag, á Degi umhverfisins. Við sama tækifæri voru nemendur úr Lýsuhólsskóla og Fossvogsskóla útnefndir varðliðar umhverfisins. Þá var sýningin Vistvænn lífsstíll opnuð þar sem 25 fyrirtæki, stofnanir og félög sýna vistvænar vörur og þjónustu.

Lesa meira
Umhverfisstofnun

25.4.2008 : Athugasemdir Umhverfisstofnunar

Umhverfisstofnun hefur gert athugasemdir við yfirlýsingu Norðuráls um bókhald stofnunarinnar yfir losun á gróðurhúsalofttegundum. Í athugasemdunum segir m.a. að Norðmenn noti sömu aðferð og Umhverfisstofnun og að Skrifstofa loftslagssamnings S.þ. hafi ekki gert athugasemdir við þessa útreikninga stofnunarinnar. Lesa meira
Skref fyrir skref

23.4.2008 : Skref fyrir skref

Umhverfisráðuneytið og Landvernd hafa endurútgefið fræðsluritið Skref fyrir skref. Ritinu er ætlað að hvetja fólk til dáða í umhverfismálum og auðvelda því að tileinka sér umhverfisvænni lífshætti. Ritið var gefið út á liðnu ári í 5.000 eintökum og hefur notið mikilla vinsælda. Þess vegna var ráðist í að endurútgefa það nú á Degi umhverfisins, 25. apríl.

Lesa meira
Þróun losunar ghl 1990-2006 frá fjórum lykiluppsprettum

23.4.2008 : Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um 14% á milli ára

Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda (ghl) jókst úr 3.710 þús. tonnum árið 2005 í 4.235 þús. tonn árið 2006. Það er aukning um 525.000 tonn, eða 14,2%. Þetta kemur fram í nýjum tölum sem Umhverfisstofnun hefur tekið saman. Umhverfisráðherra hefur óskað eftir nýrri spá frá Umhverfisstofnun og mati á því hvort líkur séu á að Ísland fari fram úr skuldbindingum sínum skv. Kýótó-bókuninni. Lesa meira
Minkur

21.4.2008 : Árangur minkaveiðiátaks

Á árinu 2006 ákvað umhverfisráðherra að hrinda af stað tilraunaverkefni í minkaveiðum til að athuga hvort fýsilegt væri að útrýma mink á Íslandi. Nú liggja fyrir fyrstu niðurstöður um árangur veiðanna árið 2007, en átakið stendur yfir 2007-2009. Lesa meira

17.4.2008 : Endurskoðun dýraverndarlaga hafin

Umhverfisráðherra hefur skipað nefnd til að endurskoða dýraverndarlög. Markmið með endurskoðun laganna er m.a. að stjórnsýsla og eftirfylgni mála á sviði dýraverndar verði skilvirk og sem einföldust í framkvæmd. Í því sambandi verður skoðað hvort endurskoða þurfi þvingunarúrræði og viðurlög laganna. Lesa meira

3.4.2008 : Ákvörðun Skipulagsstofnunar staðfest

Umhverfisráðherra staðfesti í dag ákvörðun Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum álvers í Helguvík. Landvernd kærði ákvörðun Skipulagsstofnunar að beita ekki heimild til að meta sameiginlega umhverfisáhrif álversins og tengdra framkvæmda. Lesa meira
Alþingi

2.4.2008 : Frumvarp til breytinga á friðunar- og veiðilögum

Lagðar eru til þrenns konar breytingar á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, samkvæmt frumvarpi sem Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra mælti fyrir á Alþingi í gær. Breytingunum er m.a. ætlað að hvetja veiðimenn til að skila veiðiskýrslum svo efla megi mat á ástandi og stofnstærð villtra fugla og spendýra.

Lesa meira
Umhverfisráðherra á fundi FAO í Róm

14.3.2008 : Umhverfisráðherra var aðalræðumaður á fundi FAO

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra var aðalræðumaður á fundi Matvæla og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) um kynjamál og loftslagsbreytingar sem fram fór í Róm fyrr í þessari viku. Við þetta tækifæri átti Þórunn fund með ítalska umhverfisráðherranum og ræddi þar m.a. um áhuga Ítala á því að nota íslenska tækni við sorpeyðingu. Lesa meira

14.3.2008 : Unnið að sameiningu Veðurstofu og Vatnamælinga

Starfshópur sem Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra skipaði til að undirbúa sameiningu Veðurstofu Íslands og Vatnamælinga hefur skilað greinargerð til ráðherra. Í greinargerðinni koma fram tillögur um verkefni, rekstrarfyrirkomulag og undirbúning hinnar nýju stofnunar. Hópurinn telur t.d. að ný stofnun geti styrkt áherslur og skerpt á verkefnum sem tengjast rannsóknum og ráðgjöf vegna loftslagsbreytinga og vöktunar og kortlagningu á náttúruvá. Lesa meira
Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra og Stavros Dimas, umhverfisstjóri Evrópusambandsins.

4.3.2008 : Umhverfisráðherra átti fund með umhverfisstjóra Evrópusambandsins

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra átti fund með Stavros Dimas, umhverfisstjóra Evrópusambandsins, í Brussel í dag. Umræðuefni fundarins var stefna Evrópusambandsins í loftslagsmálum, væntanlegar samningaviðræður um nýjan alþjóðasaming um loftslagsmál og löggjöf á sviði umhverfismála. Lesa meira
Umhverfisráðherra á fundi Samtaka kvenleiðtoga í umhverfismálum. Rejoice Mabudafhasi er henni á hægri hönd.

22.2.2008 : Umhverfisráðherra leiðir Samtök kvenleiðtoga í umhverfismálum

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra og Rejoice Mabudafhasi, aðstoðarumhverfisráðherra Suður-Afríku, hafa sameiginlega tekið við formennsku í Samtökum kvenleiðtoga í umhverfismálum. Á fundi samtakanna í Mónakó í gær var m.a. fjallað loftslagsmál og við það tilefni flutti Þórunn Sveinbjarnardóttir erindi um kjarnorku. Lesa meira
Frá fundi umhverfisráðherra í Mónakó. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra, Erik Solheim, umhverfisráðherra Noregs og Achim Steiner, framkvæmdasjóri Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna

21.2.2008 : Ísland í framvarðasveit Sameinuðu þjóðanna í kolefnisjöfnun

Ísland er eitt af fjórum ríkjum sem taka þátt í átaki á vegum Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP) um að stefna að kolefnishlutleysi. Átakinu var hleypt af stokkunum á ráðherrafundi UNEP í Mónakó í dag. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra sagði við það tækifæri að þótt loftslagsbreytingar væru alvarleg ógn þá væri mikilvægt að ganga bjartsýn til verka við lausn á vandanum.

Lesa meira
UNEP

20.2.2008 : Ráðherrafundur Umhverfisstofnunar S.þ.

Fleiri en eitt hundrað umhverfisráðherrar komu saman á árlegum ráðherrafundi Umhverfisstofnunar S.þ. (UNEP), sem hófst í Mónakó í dag. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra sækir fundinn fyrir hönd Íslands. Loftslagsmál og efnamengun verða ofarlega á dagskrá fundarins.

Lesa meira
Alþingi

12.2.2008 : Umhverfisráðherra leggur til breytingar á mannvirkja- og skipulagslögum

Umhverfisráðherra mælir fyrir þremur frumvörpum til laga á Alþingi í dag; frumvarpi til laga um mannvirki, frumvarpi til skipulagslaga og frumvarpi um breytingu á lögum um brunavarnir. Í frumvarpi til skipulagslaga er m.a. lögð áhersla á að ríkisvaldið geti lagt fram heildstæða sýn í skipulagsmálum sem varða almannahagsmuni. Í frumvarpi til laga um mannvirki er m.a. lögð áhersla á að tryggja gæði, öryggi og heilnæmi mannvirkja. Lesa meira
Kristín Linda Árnadóttir

5.2.2008 : Umhverfisráðherra skipar nýjan forstjóra Umhverfisstofnunar

Umhverfisráðherra hefur ákveðið að skipa Kristínu Lindu Árnadóttur sem forstjóra Umhverfisstofnunar til næstu fimm ára. Kristín hefur starfað sem lögfræðingur hjá Umhverfisstofnun frá 1. september 2007 og gegnir nú starfi sviðsstjóra lögfræði- og stjórnsýslusviðs stofnunarinnar og er staðgengill forstjóra. Lesa meira
EES

1.2.2008 : Umhverfismál í EES samstarfinu

Umhverfismál skipa veigamikinn sess í skýrslu um Ísland og Evrópusambandið sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra flutti á Alþingi í gær. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra sagði við það tilefni að umhverfismál væru verulega þýðingarmikil í EES samstarfinu. Í skýrslu utanríkisráðherra segir m.a. að vægi umhverfismála hafi aukist innan Evrópusambandsins á undanförnum árum. Lesa meira

24.1.2008 : Dregið úr magni raftækjaúrgangs og endurvinnsla aukin samkvæmt frumvarpi

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs. Megin markmið frumvarpsins er að draga úr magni raftækjaúrgangs, auka endurvinnslu og endurnotkun á slíkum úrgangi og vinna að aukinni umhverfisvitund allra sem höndla með vöruna.

Lesa meira
Samráðsfundur

11.1.2008 : Rekstrar- og verkefnastyrkir til félagasamtaka hækka í 12 milljónir

Félagasamtök á sviði umhverfisverndar fá 12 milljónir króna í rekstrar- og verkefnastyrki á þessu ári frá umhverfisráðuneytinu, en það er tveimur milljónum króna meira en á liðnu ári. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra tilkynnti þetta á samráðsfundi umhverfisráðuneytisins og félagasamtaka í dag. Lesa meira

4.1.2008 : Nefnd geri tillögur um aðgerðir til að draga úr úrgangi vegna óumbeðins prentpappírs

Umhverfisráðherra hefur skipað nefnd sem á að skila tillögum um aðgerðir til að minnka úrgang og auka endurvinnslu á dagblöðum, tímaritum og öðrum óumbeðnum prentpappír. Nefndin á að kanna mögulegar lausnir, þar á meðal framleiðendaábyrgð. Lesa meira
Umhverfisráðuneytið

3.1.2008 : Breytingar á verkefnum umhverfisráðuneytisins

Nú um áramótin fluttust Skógrækt ríkisins, Landgræðsla ríkisins og Vatnamælingar Orkustofnunar til umhverfisráðuneytins í samræmi við breytingar sem gerðar voru á verkefnaskiptingu innan stjórnarráðsins með breytingu á lögum frá Alþingi skömmu fyrir jól. Frá sama tíma fluttist matvælasvið Umhverfisstofnunar til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins.

Lesa meira