Fréttasafn

Flugsamgöngur

19.12.2007 : Tillit verði tekið til landfræðilegrar sérstöðu Íslands

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hefur beint þeim tilmælum til umhverfisráðherra Norðurlandanna og fleiri ríkja að ráðherraráð Evrópusambandsins taki tillit til sérstöðu Íslands þegar það fjallar um tillögur um að fella flugsamgöngur undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir á gróðurhúsalofttegundum. Í bréfi sem umhverfisráðherra hefur sent umhverfisráðherrum ríkja innan Evrópska efnahagssvæðisins segir að málið varði Íslendinga mjög miklu vegna landfræðilegrar legu landsins. Lesa meira
Við lok fundarins í Balí

15.12.2007 : Balí-vegvísirinn varðar leið að framtíðarsamkomulagi í loftslagsmálum

Samkomulag náðist á Balí eftir næturlanga fundi um að hefja víðtækar samningaviðræður um aðgerðir í loftslagsmálum, sem taki mið af niðurstöðum Vísindanefndar S.þ. um þörf á samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra segir samkomulagið vera sögulegt. Lesa meira
Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisræðherra flytur ávarp sitt á ráðherrafundi Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í morgun.

12.12.2007 : Ávarp umhverfisráðherra á Loftslagsþinginu á Balí

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra flutti í dag ávarp á ráðherrafundi Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna sem fram fer á Bali í Indónesíu. Í ávarpinu fjallaði umhverfisráðherra m.a. um áherslu ríkisstjórnar Íslands á að komið verði í veg fyrir að hlýnun lofthjúps jarðar fari yfir 2°C. Lesa meira
F.v. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra, María J. Gunnarsdóttir, formaður Alnæmisbarna, Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri Alnæmissamtakanna, og Ingi Rafn Hauksson, formaður samtakanna.

7.12.2007 : Umhverfisráðherra ver andvirði jólakorta til góðgerðamála

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra afhenti í dag forsvarsmönnum Alnæmisbarna og Alnæmissamtakanna peningagjafir, hvora að andvirði 200.000 kr. Umhverfisráðherra ákvað að senda ekki út jólakort með kveðjum ráðherra og starfsfólks en verja andvirði kortanna þess í stað til góðgerðamála. Lesa meira
Ríkisstjórn

4.12.2007 : Áherslur ríkisstjórnarinnar vegna loftslagsþingsins á Balí

Íslensk stjórnvöld leggja höfuðáherslu á að samstaða náist á aðildarríkjaþingi loftslagssamnings Sameinðu þjóðanna í Balí í Indónesíu um gerð nýs samkomulags sem feli í sér skuldbindingar fyrir öll helstu losunarríki heims. Þetta er meðal þess sem kemur fram í minnisblaði sem ríkisstjórnin samþykkti á fundi í dag að tillögu ráðherrahóps um loftslagsmál. Lesa meira
Hreindýr

3.12.2007 : Heimilt að veiða fleiri hreindýr á næsta ári en í ár

Umhverfisráðuneytið hefur að tillögu Umhverfisstofnunar ákveðið að heimilt verði að veiða allt að 1.333 hreindýr á veiðitímabili komandi árs. Veiðikvóti þessa árs var 1.137 dýr og reyndist veiðin þegar upp var staðið 1.129 dýr. Lesa meira
Kynning á Þróunarskýrslu Sþ.

29.11.2007 : Loftslagsbreytingar eru stórfelld ógn við þróun lífskjara

,,Okkar hlutskipti hlýtur að vera að bretta upp ermarnar og bjóða fram krafta okkar til lausnar á vandanum.

Þetta sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra í ávarpi á kynnungu Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi á Þróunarskýrslu Sameinuðu þjóðanna fyrir skömmu. Loftslagsbreytingar eru umfjöllunarefni skýrslunnar að þessu sinni.

Lesa meira
Frá fundi umhverfisráðuneytisins með frétta- og blaðamönnum.

28.11.2007 : Upplýsingafundir um loftslagsmál

Umhverfisráðuneytið efndi til upplýsingafunda um loftslagsmál fyrir alþingismenn og frétta- og blaðamenn í dag. Efnt var til fundanna vegna þess hversu mikið er um að vera á þessu sviði um þessar mundir. Í næstu viku hefst loftslagsráðstefna í Balí þar sem samningar hefjast um hvað taki við þegar Kyoto-bókunin rennur út og fyrr í þessum mánuði gaf Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar út fjórðu yfirlitsskýrslu sína. Lesa meira
OSPAR-samningurinn

21.11.2007 : Von á leiðbeiningum og reglum um losun á kjölfestuvatni

Leiðbeiningar um losun á kjölfestuvatni skipa verða væntanlega samþykktar á vegum Samnings um verndun NA-Atlantshafsins (OSPAR) í febrúar á næsta ári og hér á landi er að hefjast undirbúningur að reglum um slíka losun. Flutningur lífvera með kjölfestuvatni skipa er nú talin vera alvarleg ógn sem steðjar að umhverfi hafsins á heimsvísu. Lesa meira
Ban Ki-Moon, aðalritari S.þ. á Suðurskautslandinu fyrr í þessum mánuði þar sem hann skoðaði áhrif loftslagshlýnunar.

17.11.2007 : Vísindanefnd S.þ. um loftslagsbreytingar samþykkir tímamótaskýrslu

Spáð er 1,8-4°C hlýnun á þessari öld og vísindaleg vissa um loftslagsbreytingar af mannavöldum hefur aukist. Þetta er meðal þess sem kemur fram í samantekt á 4. yfirlitsskýrslu Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem samþykkt var í dag eftir viku langan fund nefndarinnar í Valencia á Spáni. Lesa meira

15.11.2007 : Starfshópur kannar möguleika á framleiðendaábyrgð á prentpappír

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp til að skoða möguleika á að koma á framleiðendaábyrgð á pentpappír, t.d. pappír sem er notaður í dagblöð, tímarit, bæklinga og bækur. Vænta má aðgerða í þessum efnum strax á næsta ári. Magn fjölpósts hefur aukist um 76% frá árinu 2003 og allt að 75% blaða og bæklinga sem berast inn á heimilin eru borin þangað án þess að þess hafi verið óskað.   Lesa meira

6.11.2007 : Fallist á að virkjun í Hverfisfljóti sæti mati á umhverfisáhrifum

Umhverfisráðuneytið hefur hnekkt ákvörðun Skipulagsstofnunar um að fyrirhuguð virkjun í Hverfisfljóti skuli ekki sæta mati á umhverfisáhrifum. Telur ráðuneytið að umhverfisáhrif framkvæmdanna geti orðið umtalsvert og því verði ekki komist hjá því að fallast á kröfu kærenda um að framkvæmdin sæti mati á umhverfisáhrifum. Lesa meira
Við undirritun friðlýsingar Vífilsstaðavatns.

5.11.2007 : Vífilsstaðavatn í Garðabæ friðlýst

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hefur undirritað friðlýsingu Vífilsstaðavatns og nágrennis í Garðabæ, sem friðlands. Markmiðið með friðlýsingunni er að friða og vernda vatnið, lífríki þess og nánasta umhverfi ásamt því að treysta svæðið sem útivistarsvæði. Lesa meira
Kjarnorka

31.10.2007 : Svíar hætta flutningi á úrgangi til Sellafield

Svíar ætla að hætta að flytja geislavirkan úrgang til endurvinnslustöðvarinnar í Sellafield og munu auk þess sækja jafn mikið af honum úr stöðinni og þeir hafa flutt þangað. Þetta kom fram í máli Andreas Carlgren, umhverfisráðherra Svía, á fundi Umhverfis- og náttúruverndarnefndar Norðurlandaráðs í Osló í dag. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hefur nýlega ritað Andreas Carlgren bréf þar lýsti yfir áhyggjum af flutningi Svía á geislavirkum úrgangi til Sellafield. Lesa meira
Af fundi umhverfisráðherra Norðurlandanna.

31.10.2007 : Hröð bráðnun hafíss veldur áhyggjum

Umhverfisráðherrar Norðurlanda samþykktu á fundi sínum í Ósló í dag yfirlýsingu, þar sem lýst er yfir áhyggjum vegna hraðrar bráðnunar hafíss á Norðurslóðum. Útbreiðsla hafíss á norðurheimskautssvæðinu hefur aldrei mælst minni en í september sl., en þá var hún 23% minni en árið 2005, þegar fyrra met var sett. Lesa meira
Ráðherrar á fundi ESB um málefni hafsins.

22.10.2007 : Umhverfisráðherra hvetur til samstarfs ríkja vegna aukinna siglinga í Norðurhöfum

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hvatti til samvinnu Evrópuríkja til að bregðast við breytingum sem verða vegna hlýnunar loftslags og minnkunar hafíss í Norðurhöfum á fundi evrópskra ráðherra um málefni hafsins í Lissabon í dag. Ráðherra vakti athygli á stórauknum sjóflutningum, m.a. á olíu, á Norðurslóðum, sem myndu enn aukast ef nýjar siglingaleiðir milli Evrópu og Asíu opnast fyrir alvöru vegna minnkunar hafíss og aukinnar hættu fyrir lífríki Norðurslóða af þeim sökum.

Lesa meira
Umhverfisþingi lauk á pallborðsumræðum

13.10.2007 : Fjölmennasta Umhverfisþingi til þessa er lokið

Umhverfisþingi er lokið. Um 350 manns sóttu þingið og er það hið fjölmennasta til þessa. Þinginu lauk á pallborðsumræðum með fulltrúum allra stjórnmálaflokka sem fulltrúa eiga á Alþingi, fulltrúum umhverfissamtaka og Samtaka atvinnulífsins. Í kjölfar Umhverfisþings verður unnið áfram að gerð stefnumörkunar um líffræðilega fjölbreytni og náttúruverndaráætlunar.

Lesa meira
Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra flytur ávarp á Umhverfisþingi í morgun

12.10.2007 : Ræða umhverfisráðherra á Umhverfisþingi

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra flutti ávarp við setningu Umhverfisþings í dag. Þar kom m.a. fram að hún hafi óskað eftir því þrjú ný svæði verði tekin inn á skrá Ramsar-samningsins um vernd votlendissvæða. Þessi nýju Ramsar-svæði eru: Breiðafjörður, Guðlaugs- og Álfgeirstungur í hálendinu sunnan Skagafjarðar, og Eyjabakkar norðan Vatnajökuls. Lesa meira
Drög að stefnumörkun um framkvæmd Samnings um líffræðilega fjölbreytni.

11.10.2007 : Drög að stefnumörkun um framkvæmd Samnings um líffræðilega fjölbreytni

Umhverfisráðuneytið hefur gefið út drög að stefnumörkun um framkvæmd Samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni. Drögin verða til umræðu á Umhverfisþingi sem hefst á morgun. Drögin eru unnin af nefnd sem ráðuneytið setti á stofn árið 2005 til að vinna stefnumörkun fyrir Ísland um framkvæmd samningsins, en Ísland hefur verið aðili að honum allt frá því að hann gekk í gildi árið 1993. Lesa meira
Lundar

8.10.2007 : Vaxandi áhyggjur af sjófuglastofnum í Norðurhöfum

Kreppuástand ríkir meðal sjófugla á víðáttumiklu svæði, eða allt frá Íslandi til Færeyja, Skotlands og Noregs. Þetta er niðurstaða hóps sjófuglafræðinga sem hittist nýlega í Færeyjum og Náttúrufræðistofnun Íslands á aðild að. Lesa meira

5.10.2007 : Umhverfisráðherra lýsir yfir áhyggjum af flutningi á kjarnorkuúrgangi

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra sendi í gær Andreas Carlgren, umhverfisráðherra Svíþjóðar, bréf þar sem hún lýsti yfir áhyggjum af fyrirhuguðum flutningi á kjarnorkuúrgangi frá Svíþjóð til Sellafield endurvinnslustöðvarinnar í Englandi. í bréfinu segir meðal annars að íslensk stjórnvöld óttist að þessar aðgerðir sænskra stjórnvalda grafi undan kröfum Íslendinga og fleiri þjóða um að endurvinnslustöðinni verði lokað. Lesa meira
Hæstiréttur

2.10.2007 : Hæstiréttur staðfestir lögmæti úrskurðar umhverfisráðherra um umhverfismat

Hæstiréttur hefur staðfest niðurstöðu héraðsdóms um að sýkna beri ríkið af kröfum Björgunar ehf. um að felldur verði úr gildi úrskurður umhverfisráðherra frá 15. nóvember 2006 um að efnistaka af hafsbotni í Kollafirði skyldi sæta mati á umhverfisáhrifum.

Lesa meira

28.9.2007 : Úthlutun losunarheimilda

Umhverfisráðherra kynnti í dag niðurstöður fyrstu úthlutunar losunarheimilda vegna gróðurhúsalofttegunda. Alls bárust nefndinni níu umsóknir og heildarfjöldi losunarheimilda sem sótt var um var 10.966.585. Úthlutað var til fimm umsækjenda alls 8.633.105 losunarheimildum. Lesa meira

28.9.2007 : Beiðni um endurupptöku kærumáls vegna Gjábakkavegar synjað

Í niðurstöðu ráðuneytisins varðandi beiðni um endurupptöku málsins segir að ekki hafi komið fram nýjar upplýsingar eða ábendingar um ófullnægjandi upplýsingar. Ráðuneytið telur því ekki forsendur til endurupptöku málsins. Lesa meira
Hjálmar W. Hannesson, fastafulltrúi Íslands hjá Sþ, Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra.

25.9.2007 : Ráðstefna aðalritara Sþ um loftslagsbreytingar

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra sótti í gær ráðstefnu í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York um loftslagsbreytingar sem haldin var á vegum aðalritara Sþ, Ban Ki-moon. Ráðstefnuna sóttu yfir 150 þjóðarleiðtogar og ráðherrar. Lesa meira
Ósonlagið yfir Suðurskautinu

25.9.2007 : Tímamóta samkomulag um losun ósoneyðandi efna

Fulltrúar 191 ríkis hafa náð samkomulagi um að hætta notkun ósoneyðandi efna fyrr en áður var áætlað. Samkomulag þess efnis var gert á ráðstefnu í Montreal í tilefni tuttugu ára afmælis Montreal-bókunarinnar um ósoneyðandi efni, sem lauk um helgina. Lesa meira
Ríkisstjórn

14.9.2007 : Ráðherrahópur skipaður vegna loftslagsmála

Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt tillögu Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra um að settur verði á fót starfshópur ráðherra sem hafi það hlutverk að móta samningsmarkmið Íslands í væntanlegum viðræðum um samkomulag um loftslagsmál eftir 2012. Umhverfisráðherra mun leiða hópinn en auk hennar eiga sæti í hópnum Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra, Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra. Lesa meira
Rjúpa

12.9.2007 : Fyrirkomulag veiða á rjúpu haustið 2007

Umhverfisráðherra hefur ákveðið að rjúpnaveiðitímabilið í ár standi frá 1. til 30. nóvember. Mælt er með því að veiddir verði að hámarki 38.000 fuglar. Áfram mun ríkja sölubann á rjúpum og rjúpnaafurðum. Ákvörðunin byggir á mati Náttúrufræðistofnunar Íslands á veiðiþoli rjúpnastofnsins og mati Umhverfisstofnunar á heildarveiði árið 2006. Lesa meira
Össur Skarphéðinsson, Þórunn Sveinbjarnardóttir og Svanfríður Jónasdóttir

12.9.2007 : Ný verkefnastjórn vegna rammaáætlunar um verndun og nýtingu náttúrusvæða

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra og Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra hafa skipað verkefnastjórn sem falið hefur verið að undirbúa rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúrusvæða. Verkefnastjórnin á að ljúka störfum fyrir 1. júlí 2009. Þetta verkefni er mikilvægur hluti af því markmiði ríkisstjórnarinnar að skapa sátt um vernd og nýtingu náttúrusvæða. Lesa meira
Skipurit umhverfisráðuneytisins

11.9.2007 : Breytingar á starfsskipulagi umhverfisráðuneytisins

Gerðar hafa verið breytingar á starfsskipulagi umhverfisráðuneytisins og tóku breytingarnar gildi 1. september síðastliðinn. Meginbreytingin er sú að skrifstofum ráðuneytisins fækkar úr fjórum í þrjár. Markmiðið með breytingunum er að móta nýtt starfsskipulag ráðuneytisins með hliðsjón af núverandi verkefnum þess og líklegum áherslum og forgangsverkefnum á næstu árum. Lesa meira
Af fundi umhverfisráðherra Norðurlandanna.

30.8.2007 : Sumarfundur norrænna umhverfisráðherra

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra sótti sumarfund norrænna umhverfisráðherra í Finnlandi á þriðjudag og miðvikudag. Umræður ráðherranna snerust einkum um loftslagsmál og lausnir á mengunarvanda Eystrasaltsins. Lesa meira
Grunnafjörður.

21.8.2007 : Tillögu um vegalagningu yfir Grunnafjörð synjað

Umhverfisráðherra hefur synjað staðfestingu á þeim hluta aðalskipulags Leirár- og Melahrepps er varðar vegalagningu yfir Grunnafjörð. Grunnafjörður er talinn eitt mikilvægasta votlendissvæði hér á landi og eitt af þremur svæðum á landinu sem tilkynnt hefur verið til alþjóðlegrar skrár um verndun votlendis. Lesa meira
Anna Kristín Ólafsdóttir, aðstoðarkona umhverfisráðherra.

16.8.2007 : Skipað í stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs

Umhverfisráðherra hefur skipað stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs til næstu fjögurra ára og verður Anna Kristín Ólafsdóttir, aðstoðarkona umhverfisráðherra, formaður hennar. Helstu verkefni stjórnarinnar eru m.a. stefnumótun þjóðgarðsins, yfirumsjón með gerð tillögu að verndaráætlun, gerð fjárhagsáætlunar og samstarf við stofnanir, sveitarfélög og hagsmunaaðila. Lesa meira
Chris Wood, fulltrúi IUCN, Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra og Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.

14.8.2007 : Unnið að mati á tilnefningu Surtseyjar á Heimsminjaskrá UNESCO

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra og Chris Wood, fulltrúi Alþjóða náttúruverndarsamtakanna (IUCN), skoðuðu Surtseyjarsýninguna í Þjóðmenningarhúsi í dag. Chris Wood er staddur hér á landi til að meta tilnefningu Surtseyjar á Heimsminjaskrá UNESCO. Hann flaug til Surtseyjar í gær í fylgd fulltrúa umhverfisráðuneytisins, Umhverfisstofnunar, Náttúrfræðistofnunar Íslands og bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Lesa meira

12.7.2007 : OSPAR gefur leyfi fyrir geymslu koltvísýrings í neðansjávarjarðlögum

Stjórn OSPAR samningsins um verndun Norðaustur-Atlantshafsins ákvað nýverið á fundi í Ostend í Belgíu að leyfa geymslu koltvísýrings í neðansjávarjarðlögum. Sesselja Bjarnadóttir, fulltrúi Íslands á fundinum, segir að Ísland hafi stutt tillöguna þar sem áhrifa loftlagsbreytinga á hafið sé þegar farið að gæta og nauðsynlegt sé að leita leiða til að draga úr þeim. Lesa meira
Umhverfisráðuneytið

9.7.2007 : Umhverfisþing boðað í haust

Umhverfisráðherra hefur boðað til Umhverfisþings í Reykjavík dagana 12. og 13. október næstkomandi. Þetta er í fimmta sinn sem Umhverfisþing er haldið og mun það að þessu sinni fjalla um náttúruvernd og líffræðilega fjölbreytni. Á þinginu verður meðal annars fjallað um drög að náttúruverndaráætlun fyrir tímabilið 2009-2013. Lesa meira
Drög að nýrri reglugerð um hávaða

22.6.2007 : Almenningi gefst kostur á að gera athugasemd við drög að nýrri hávaðareglugerð

Umhverfisráðuneytið gefur nú almenningi, fyrirtækjum og félagasamtökum kost á að koma á framfæri athugasemdum við drög að nýrri reglugerð um hávaða. Skila verður inn athugasemdum fyrir 15. september og að loknum kynningartíma verður farið yfir athugasemdir og unnið úr þeim. Lesa meira
Í Skaftafelli

19.6.2007 : Skipað hefur verið í svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs

Umhverfisráðherra hefur skipað fjögur svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs. Hlutverk svæðisráða Vatnajökulsþjóðgars fram að stofnun hans er að veita ráðgjöf við gerð reglugerðar um þjóðgarðinn og annan undirbúning. Auk þess munu formenn svæðisráðanna sitja í stjórn þjóðgarðsins. Lesa meira
Efni og efnablöndur.

5.6.2007 : REACH hefur gengið í gildi innan Evrópusambandsins

REACH, ný reglugerð Evrópusambandsins um skráningu, mat, leyfisveitingar og takmarkanir á notkun efna gekk nýverið í gildi. Í umhverfisráðuneytinu er nú unnið að gerð lagafrumvarps sem byggir á REACH reglugerðinni og er stefnt að því að ljúka þeirri vinnu síðar á þessu ári. Umhverfisstofnun hefur sett upp upplýsingasíðu um REACH þar sem fjallað er um áhrif reglugerðarinnar. Lesa meira
Umhverfisráðherrar Evrópuríkja komnir saman í Essen í Þýskalandi.

4.6.2007 : Umhverfisráðherrar Evrópuríkja funduðu í Essen í Þýskalandi

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra sat fund umhverfisráðherra Evrópska efnahagssvæðisins sem haldinn var í Essen í Þýskalandi 1. – 3. júní sl. Megintilgangur fundarins var að ræða helstu viðfangsefni og möguleika á sviði umhverfismála innan Evrópusambandsins og hvernig best megi bregðast við þeim vanda sem nú steðjar að vistkerfum jarðar, sérstaklega vegna loftslagsbreytinga og vaxandi ógnar við líffræðilega fjölbreytni.

Lesa meira
Anna Kristín Ólafsdóttir, aðstoðarkona umhverfisráðherra.

31.5.2007 : Anna Kristín Ólafsdóttir ráðin aðstoðarkona umhverfisráðherra

Anna Kristín Ólafsdóttir, forstöðumaður háskólaskrifstofu Listaháskóla Íslands, hefur verið ráðin aðstoðarkona Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra.

Lesa meira
Jónína Bjartmarz fyrrverandi umhverfisráðherra og Þórunn Sveinbjörnsdóttir umhverfisráðherra í umhverfisráðuneytinu í dag.

24.5.2007 : Nýr umhverfisráðherra tekur við embætti

Nýr umhverfisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir, tók við embætti í dag, fimmtudaginn 24. maí af Jónínu Bjartmarz sem gegnt hefur embætti umhverfisráðherra síðan 15. júní 2006.

Lesa meira
Hreindýr

21.5.2007 : Leiðsögumönnum verður heimilt að sækja felld hreindýr á vélknúnum ökutækjum

Leiðsögumönnum með hreindýraveiðum hefur verið gert heimilt til að sækja fellda bráð á léttum vélknúnum ökutækjum að lágmarki með sex hjólum ef leiðsögumaður metur það svo að ekki sé hætta á náttúruspjöllum. Heimildin gildir þó eingöngu þar sem dýr hafa verið felld fjarri vegum.

Lesa meira
Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir

21.5.2007 : Skrifstofustjóri skipaður yfir skrifstofu fjármála og rekstrar

Umhverfisráðherra hefur í dag skipað Hrafnhildi Ástu Þorvaldsdóttur í embætti skrifstofustjóra skrifstofu fjármála og rekstrar í ráðuneytinu. Hrafnhildur Ásta hefur starfað sem settur skrifstofustjóri sömu skrifstofu frá 1. febrúar 2004. Lesa meira

14.5.2007 : Skipað í nefnd sem úthlutar heimildum til losunar á gróðurhúsalofttegundum

Umhverfisráðuneytið hefur skipað þriggja manna úthlutunarnefnd losunarheimilda samkvæmt lögum um losun gróðurhúsalofttegunda. Nefndinni er falið það hlutverk að úthluta losunarheimildum til atvinnurekstrar. Lög um losun gróðurhúsalofttegunda voru samþykkt á Alþingi í vetur og þeim er ætlað að tryggja að losun gróðurhúsalofttegunda frá stóriðju hér á landi verði ekki meiri en skuldbindingar Íslands samkvæmt Kýótó-bókuninni leyfa. Lesa meira

11.5.2007 : Umhverfisráðherra staðfestir úrskurð um Gjábakkaveg

Umhverfisráðherra hefur staðfest úrskurð Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum Gjábakkavegar. Ráðuneytið telur með vísan til röksemda sem taldar eru upp í fimm liðum í úrskurðinum og að teknu tilliti til þeirra mótvægisaðgerða sem fram koma í úrskurði Skipulagsstofnunar og þess skilyrðis sem ráðuneytið setur um mælingar á mengun, að áhrif vegarins teljist ekki vera umtalsverð í skilningi laga um mat á umhverfisáhrifum. Lesa meira
Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra og Axel Grettisson, oddviti Arnarneshrepps, undirrita friðlýsingu Arnarnesstrýta.

11.5.2007 : Arnarnesstrýtur og hluti jarðarinnar að Hrauni í Öxnadal friðlýst

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra undirritaði í gær friðlýsingar fyrir hluta jarðarinnar að Hrauni í Öxnadal og Arnarnesstrýtur á botni Eyjafjarðar. Markmið friðlýsingarinnar að Hrauni er að vernda svæðið til útivistar, náttúruskoðunar og fræðslu en Arnarnesstrýtur eru friðlýstar til að vernda megi einstök náttúrufyrirbrigði sem felst í myndun hverastrýtnanna, efnasamsetningu, útliti og lögun ásamt lífríki. Lesa meira

11.5.2007 : Sérfræðinganefnd skipuð til að kanna mögulegan samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda

Umhverfisráðherra hefur skipað sérfræðinganefnd til að kanna möguleika á samdrætti í nettólosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Nefndin er skipuð í samræmi við stefnumörkun stjórnvalda í loftslagsmálum. Brynhildur Davíðsdóttir, dósent við Háskóla Íslands í umhverfis- og auðlindafræðum, verður formaður nefndarinnar.

Lesa meira
Sýningarkassi

9.5.2007 : Sýningarkassi með dýrum og plöntum í útrýmingarhættu

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra afhjúpaði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í dag sýningarkassa með dýrum og plöntum í útrýmingarhættu sem óheimilt er að versla með samkvæmt CITES samningnum. Sýningunni er ætlað að fræða ferðafólk um samninginn og tegundir sem ólöglegt er, eða þarf leyfi til að flytja inn og út úr landinu.

Lesa meira
Náttúrufræðistofnun Íslands

7.5.2007 : Leitað verður að nýju húsnæði fyrir Náttúrufræðistofnun

Umhverfisráðherra hefur fengið heimild frá ríkisstjórn Íslands til að auglýsa eftir hentugu húsnæði til leigu fyrir Náttúrufræðistofnun Íslands sem uppfyllir þörf stofnunarinnar fyrir almennan rekstur og vísindasöfn. Lesa meira
Surtsey2

7.5.2007 : Surtsey - jörð úr ægi

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra opnaði sýningu Náttúrufræðistofnunar Íslands um Surtsey í Þjóðmenningarhúsinu á sunnudag. Gert er ráð fyrir að sýningin verði síðar flutt til Vestmannaeyja og sett upp í nýrri Surtseyjarstofu sem þar mun rísa árið 2008. Lesa meira
Verkefni Foldaskóla

26.4.2007 : Varðliðar umhverfisins 2007

Nemendur úr Hólabrekkuskóla, Grunnskóla Tálknafjarðar, Álftamýrarskóla, Foldaskóla og Lýsuhólsskóla voru útnefndir varðliðar umhverfisins við athöfn á Kjarvalsstöðum í gær. Varðliðar umhverfisins er verkefnasamkeppni sem umhverfisráðuneytið, Landvernd og Náttúruskóli Reykjavíkur efndu til í fyrsta skipti í ár. Tilgangur keppninnar er að hvetja ungt fólk til góðra verka í umhverfisvernd, vekja athygli á sýn ungs fólks á umhverfismál og kalla eftir leiðsögn yngri kynslóðarinnar á því sviði. Lesa meira
kjarvalsstadir_067

26.4.2007 : Bechtel hlaut Kuðunginn 2006

Verktakafyrirtækið Bechtel hlaut Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfisráðuneytisins, við athöfn á Kjarvalsstöðum í gær. Gestur Guðjónsson, formaður valnefndar, sagði við afhendinguna að óháð því hvaða skoðun menn hefðu á álverum og byggingu þeirra, þá væri það einróma mat allra sem hefðu kynnst þeirri sýn sem Bechtel hefur á umhverfismál, að þar væri um að ræða algerlega nýja tíma í verktakastarfsemi á Íslandi. Lesa meira
Kort af Þjórsárverum.

26.4.2007 : Tillögur um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum

Starfshópur sem Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra skipaði til að fara yfir og kanna möguleikana á stækkun friðlandsins í Þjórsárverum hefur skilað tillögum sínum. Starfshópurinn leggur til að friðlandið verði stækkað í allar áttir nema til suðurs. Í tillögunum segir að mörk friðlands að sunnan verðu eigi að haldast óbreytt vegna réttaróvissu um virkjanaframkvæmdir.   Lesa meira

24.4.2007 : Dagur umhverfisins 25. apríl

Í ár verður Dagur umhverfisins haldinn hátíðlegur í níunda sinn og nú er hann tileinkaður hreinni orku og loftslagsmálum. Umhverfisráðuneytið hefur af því tilefni boðað til samkomu á Kjarvalsstöðum klukkan 12:00 á morgun, miðvikudag. Fleiri viðburðir hafa verið auglýstir í tilefni dagsins. Lesa meira
Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra fékk góða aðstoð við að opna Gljúfrastofu formlega.

20.4.2007 : Umhverfisráðherra opnaði gestastofu í þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra opnaði í gær gestastofu fyrir þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfrum þar sem hægt verður að taka á móti ferðamönnum og veita upplýsingar og fræðslu um þjóðgarðinn. Gestastofan er staðsett í Ásbyrgi og nefnist Gljúfrastofa. Lesa meira
Birkitré við Heklu

18.4.2007 : Tillögur um vernd og endurheimt birkiskóga

Nefnd sem falið var að fjalla um vernd og endurheimt íslenskra birkiskóga hefur skilað tillögum sínum til Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra. Í skýrslu nefndarinnar kemur m.a. fram að mjög mikilvægt er að tryggja framtíð birkiskógavistkerfisins á Íslandi. Meðal þess sem nefndin leggur til er að beitarstýring verði aukin, unnið verði að friðun birkiskóga og að sett verði opinbert markmið um að birkiskógar þeki í framtíðinni 10% af flatarmáli landsins.

Lesa meira

17.4.2007 : Bifreiðar stjórnarráðsins og flugferðir starfsmanna þess verða kolefnisjafnaðar

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að allar bifreiðar stjórnarráðsins verði kolefnisjafnaðar. Jafnframt verður öllum ráðuneytum og ríkisstofnunum gert að kolefnisjafna flugferðir ríkisstarfsmanna frá og með næstu áramótum.
Lesa meira
Ellý Katrín Guðmundsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar og Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra.

2.4.2007 : Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar hóf störf í dag

Ellý Katrín Guðmundsdóttir hóf í dag störf sem forstjóri Umhverfisstofnunar. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra færði henni af því tilefni árnaðaróskir á morgunverðarfundi starfsmanna stofnunarinnar. Lesa meira
Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra kynnir samkomulagið fyrir fjölmiðlum.

28.3.2007 : Tilraun verður gerð til að draga Wilson Muuga af strandstað

Tekist hefur samkomulag milli íslenska ríkisins og eigenda Wilson Muuga um að gerð verði tilraun til að ná skipinu af strandstað. Stefnt er að því að skipið verði dregið út á stórstraumsflóði 16. til 18. maí.Áætlaður kostnaður, um 40 milljónir króna, mun verða greiddur af eigendum skipsins og íslenska ríkinu. Hlutur ríkissjóðs í kostnaðinum verður 15 milljónir. Lesa meira
Umhverfisráðherrar Íslands, Írlands, Noregs og Austurríkis á fundi í Dublin. F.h. Josef Pröll, umhverfisráðherra Austurríkis, Jónína Bjartmarz, Dick Roche frá Írlandi og Helen Björnöy frá Noregi.

27.3.2007 : Umhverfisráðherrar Íslands, Írlands, Noregs og Austurríkis hvetja til lokunar Sellafield

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra sat í gær fund umhverfisráðherra fjögurra ríkja í Dublin á Írlandi, þar sem hvatt var til lokunar Sellafield-stöðvarinnar í Englandi. Auk þess vöruðu ráðherrarnir sterklega við að litið sé á kjarnorku sem góða lausn við loftslagsvandanum. Lesa meira
Alþingi

20.3.2007 : Ný lög og breytingar á eldri lögum við þinglok

Á nýafstöðnu Alþingi voru fimm lagafrumvörp samþykkt sem umhverfisráðherra lagði fram eða tengdust starfsemi umhverfisráðuneytisins á annan hátt. Um er að ræða breytingar á lögum náttúruvernd, breytingar á lögum um lögheimili og brunavarnir, ný lög um losun gróðurhúsalofttegunda og lög um Vatnajökulsþjóðgarð. Að auki voru samþykktar breytingar á lögum um úrvinnslugjald. Lesa meira
THORP hluti kjarnorkuendurvinnslustöðvarinnar í Sellafield.

15.3.2007 : Áhyggjur vegna enduropnunar gallaðrar stöðvar í Sellafield

Bresk stjórnvöld hafa sent frá sér skýrslu um atvikið sem átti sér stað þegar 83.000 lítrar af geislavirkum vökva láku úr skemmdu röri í svonefndum THORP hluta kjarnorkuendurvinnslustöðvarinnar í Sellafield. Í skýrslunni kemur fram að orsök lekans megi rekja til hönnunargalla, galla í eftirlitskerfi og slælegra stjórnunarhátta. Umhverfisráðherra hefur ítrekað lýst yfir áhyggjum sínum vegna þess að hefja á að nýju starfsemi í þessum hluta stöðvarinnar. Lesa meira
Surtsey2

13.3.2007 : Undirbúningur hafinn að Surtseyjarsýningu og gestastofu í Vestmannaeyjum

Í tilefni af tilnefningu Surtseyjar á Heimsminjaskrá UNESCO hefur verið ákveðið að efna til sérstakrar Surtseyjarsýningar í Þjóðmenningarhúsi og að opnuð verði gestastofu í Vestmannaeyjum þar sem gestum verði yrði veittar upplýsingar um sögu og þróun eyjunnar. Lesa meira
Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra við opnun Brunamálaskólans

1.3.2007 : Umhverfisráðherra opnar nýtt húsnæði Brunamálaskólans á Miðnesheiði

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra tók í dag formlega í notkun nýtt húsnæði Brunamálaskólans á gamla varnarsvæðinu á Miðnesheiði. Í húsnæðinu er góð aðstaða til bóklegrar og verklegrar kennslu fyrir nemendur skólans sem eru árlega á bilinu 200-300 talsins. Lesa meira
Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra og Stavros Dima, umhverfisráðherra umhverfisráðuneytisins.

28.2.2007 : Umhverfisráðherra Evrópusambandsins ánægður með árangur Íslands í loftslagsmálum

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra átti í dag fund með Stavros Dimas ráðherra umhverfismála í Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Á fundinum ræddu ráðherrarnir um loftslagsbreytingar og þá samninga sem framundan eru milli þjóða heims um aðgerðir gegn losun gróðurhúsalofttegunda eftir 2012, þegar Kyoto bókunin fellur úr gildi. Lesa meira

26.2.2007 : Umhverfisráðherra mælir fyrir frumvarpi um breytingu á náttúruverndarlögum

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra mælir í dag á Alþingi fyrir frumvarpi til laga um breytingu á náttúruverndarlögum. Samkvæmt því verður kæruaðild samkvæmt náttúruverndarlögum rýmkuð þannig að hún nái til umhverfisverndarsamtaka og útivistarsamtaka. Lesa meira
Markos Kyprianou og Jónína Bjartmarz

20.2.2007 : Umhverfisráðherra vill að vísindaleg sjónarmið og rök ráði hjá ESB

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra átti í dag fund með Markos Kyprianou framkvæmdastjóra sem fer með matvælamál í Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Erfiðasta málið í samstarfi Íslands og ESB á sviði matvælamála varðar bann ESB við notkun fiskimjöls sem fóðurs fyrir jórturdýr. Kyprianou sagði að vandinn við að aflétta banninu væri pólitískur fremur en vísindalegur. Umhverfisráðherra lagði áherslu á að málið yrði leyst og að vísindaleg sjónarmið og rök réðu ferðinni við meðferð þess.

Lesa meira
Stefnumörkun í loftslagsmálum

15.2.2007 : Ný stefnumörkun í loftslagsmálum

Jónína Bjartmarz kynnti stefnumörkun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum á fréttamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Í stefnumörkuninni er sett langtímasýn um að minnka nettólosun gróðurhúsalofttegunda um 50-75% fram til 2050, miðað við árið 1990. Lesa meira
Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra, Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra og Halldór Halldórsson, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, undirrita samkomulag um Staðardagskrá 21.

15.2.2007 : Nýtt samkomulag um Staðardagskrá 21

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra og Halldór Halldórsson, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, endurnýjuðu í dag samkomulag um samstarf um gerð Staðardagskrár 21 í íslenskum sveitarfélögum. Á sama tíma undirrituðu umhverfisráðherra og Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra samkomulag um sérstakt átak í tengslum við byggðaáætlun til að styðja við innleiðingu Staðardagskrár 21 í fámennum sveitarfélögum á landsbyggðinni. Lesa meira

12.2.2007 : Frumvarp til laga um meginreglur umhverfisréttar

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga um meginreglur umhverfisréttar. Markmið laganna er að stuðla að sjálfbærri þróun, sjálfbærri nýtingu umhverfis, samþættingu umhverfissjónarmiða við önnur sjónarmið og að draga úr umhverfisáhrifum ákvarðana sem áhrif hafa á umhverfi, með hag núlifandi og komandi kynslóða að leiðarljósi. Lesa meira

8.2.2007 : Umhverfismál fái hliðstæða stöðu innan SÞ og öryggis-, friðarmál og efnahagsþróun

Á fundi umhverfisráðherra ríkja heims, sem nú stendur yfir í Nairobi í Kenya, hefur komið fram að þrátt fyrir fjölda alþjóðlegra samninga um umhverfisvernd, sem ríki heims hafa samþykkt síðastliðna fjóra áratugi, er staða umhverfismála slæm. Á fundinum var sterkur samhljómur um að staða umhverfismála innan S.þ. væri of veik með tilliti til hinna miklu hagsmuna sem þjóðir heims hafa af vernd vistkerfa jarðarinnar. Lesa meira

6.2.2007 : Frumvarp til laga um takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda frá stóriðju

Frumvarp Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra að lögum um losun gróðurhúsalofttegunda var samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Lögunum er ætlað að tryggja að losun gróðurhúsalofttegunda frá stóriðju hér á landi verði ekki meiri en skuldbindingar Íslands samkvæmt Kýótó-bókuninni leyfa. Lesa meira
Öræfajökull

5.2.2007 : Golfstraumurinn veikist líklega, en stöðvast ekki

Síðastliðið haust stóðu íslensk stjórnvöld fyrir alþjóðlegri ráðstefnu í Reykjavík um samspil loftslagsbreytinga, hafstrauma og lífríkis hafsins á Norður-Atlantshafi. Ítarleg skýrsla frá ráðstefnunni hefur nú verið tekin saman, auk stuttrar samantektar á lykilniðurstöðum. Þar kemur ýmislegt fram, sem m.a. er fróðlegt að skoða í ljósi hinnar nýju skýrslu IPCC, en þar kemur m.a. fram að hitastig á jörðinni muni líklega hækka um 1,8-4°C til loka aldarinnar. Lesa meira
Ellý Katrín Guðmundsdóttir

5.2.2007 : Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar ráðinn

Umhverfisráðherra hefur ráðið Ellý Katrínu Guðmundsdóttur sem forstjóra Umhverfisstofnunar. Ellý Katrín mun taka til starfa í lok mars en hún gegnir nú starfi sviðsstýru Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar. Lesa meira

2.2.2007 : Drög að reglugerð um merkingu erfðabreyttra matvæla

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra hefur í hyggju að setja reglugerð um merkingu erfðabreyttra matvæla. Markmið hennar er að tryggja neytendum réttar og greinargóðar upplýsingar um þau matvæli sem á boðstólnum eru. Þannig verður komið til móts við vilja almennings um að matvæli sem innihalda erfðabreytt matvæli séu merkt auk þess sem matvælalög mæla fyrir um að neytendur fái upplýsingar um innihald matvæla. Lesa meira
Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu, Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra, Hermann Tómasson, formaður bæajrráðs Akureyrar, og Kristín Sigfúsdóttir.

1.2.2007 : Niðurstöður starfshóps um svifryksmengun og leiðir til úrbóta

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra kynnti í dag skýrslu starfshóps umhverfisráðuneytisins um stöðu og þróun svifryksmengunar á höfuðborgarsvæðinu og mögulegar leiðir til úrbóta. Tillögur starfshópsins eru m.a. þær að takmarka beri notkun nagladekkja með efnahagslegum hvötum og að skylt verði að setja sótsíur í öll stærri farartæki og vinnuvélar með díselvélar. Lesa meira

31.1.2007 : Umhverfisráðherra lýsir yfir óánægju með endurnýjun starfsleyfis í Sellafield

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra hefur ritað umhverfisráðherra Breta David Milliband bréf þar sem hún lýsir óánægju sinni með að Breska heilbrigðis- og öryggisstofnunin hafi veitt eigendum kjarnorkuendurvinnslustöðvarinnar í Sellafield leyfi til að hefja að nýju starfsemi í svonefndum THORP hluta kjarnorkuendurvinnslstöðvarinnar. Fulltrúi íslenska sendiráðsins í Lundúnum afhenti breska umhverfisráðuneytinu bréfið í dag. Lesa meira
Umhverfisráðherra mælir fyrir frumvarpi um Vatnajökulþjóðgarði

24.1.2007 : Umhverfisráðherra mælir fyrir frumvarpi um Vatnajökulsþjóðgarð

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra mælti fyrir frumvarpi til laga um Vatnajökulsþjóðgarð á Alþingi í gær. Vatnajökulsþjóðgarður verður stærsti þjóðgarður í Evrópu og mun hafa mikla sérstöðu í náttúrufarslegu tilliti í heiminum. Ítarleg samantekt Náttúrufræðistofnunar Íslands á verndargildi svæðisins hefur leitt í ljós óvenjulegan fjölbreytileika og náttúrufar sem á óvíða sinn líka, ekki aðeins á Íslandi heldur einnig á heimsvísu. Í máli ráðherra kom fram að stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs væri lang stærsta verkefni sem íslensk stjórnvöld hefðu ráðist í í náttúruvernd fyrr og síðar. Lesa meira

23.1.2007 : Þrjátíu og níu sóttu um starf forstjóra Umhverfisstofnunar

Umsóknarfrestur um starf forstjóra Umhverfisstofnunar rann út í gær, 22. janúar. Þrjátíu og níu einstaklingar sóttu um starfið.

Lesa meira

23.1.2007 : Listi yfir löggilta meistara og hönnuði kominn á heimasíðu ráðuneytisins

Lista yfir löggilta hönnuði og meistara á byggingasviði er nú að finna hér á heimasíðu umhverfisráðuneytisins. Hægt er að nálgast hann undir liðnum löggildingar, vinstra megin á síðunni. Lesa meira

18.1.2007 : Úttekt á vinnubrögðum í byggingariðnaði til athugunar

Í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um óvönduð vinnubrögð við húsbyggingar hér á landi hefur nú verið tekið til athugunar í umhverfisráðuneytinu hvort og hvernig best megi gera úttekt á vinnubrögðum í byggingariðnaði. Þá er einnig stefnt að því að Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra leggi fram frumvarp að nýjum mannvirkjalögum á Alþingi á næstu dögum sem eiga að efla opinbert byggingareftirlit. Þetta kom fram í ávarpi Magnúsar Jóhannessonar, ráðuneytisstjóra umhverfisráðuneytisins, á málþingi um hönnun íbúða og skipulag byggðar með tilliti til lífsgæða. Lesa meira

17.1.2007 : Breytingar á byggingarreglugerð

Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á byggingarreglugerð, þar á meðal á brunavarnarkröfum í svalagangshúsum og háhýsum. Einnig hafa verið gerðar smærri lagfæringar og orðalagsbreytingar á reglugerðinni. Héðan í frá verður hægt að nálgast reglugerðina með áorðnum breytingum á heimasíðu ráðuneytisins. Lesa meira

6.1.2007 : Umhverfisráðherra fellst á kröfu um að heimila lagningu Vestfjarðarvegar um Teigsskóg

Umhverfisráðherra hefur staðfest úrskurð Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðarvegar á milli Bjarkarlundar og Eyrar í Reykhólahreppi, nema hvað varðar leið B í 2. áfanga þar sem vegastæðið liggur um Teigsskóg í Þorskafirði. Að teknu tilliti til umferðaröryggissjónarmiða er fallist á að vegurinn liggi um skóginn, en með sex skilyrðum. Lesa meira
Umhverfisráðherra ásamt fulltrúum þeirra sem komu að bráðaaðgerðum á strandstað.

2.1.2007 : Umhverfisráðherra þakkar fyrir vel unnið verk

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra bauð á laugardag öllum þeim sem komu að aðgerðum á strandstað flutningaskipsins Wilson Muuga til móttöku í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík. Við þetta tækifæri lýsti umhverfisráðherra lýst yfir ánægju sinni með það hversu vel gekk að koma í veg fyrir umhverfisslys á strandstað. Lesa meira