Fréttasafn

Hreindýr

29.12.2006 : Veiðikvóti hreindýra og verð á veiðileyfum ákveðin

Umhverfisráðherra hefur ákveðið veiðikvóta hreindýra og verð á veiðileyfum til hreindýraveiða árið 2007. Heimilt verður að veiða 1.137 dýr og verð á veiðileyfum hækkar minna en lagt var til í tillögum Umhverfisstofnunar. Lesa meira
Við Wilson Muuga

27.12.2006 : Umhverfisráðherra fylgist með dælingu úr Wilson Muuga

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra fór á strandstað flutningaskipsins Wilson Muuga við Hvalsnes á Reykjanesi í dag og fylgdist með þegar starfsmenn Umhverfisstofnunar, björgunarsveitarmenn og starfsmenn Olíudreifingar unnu við að dæla olíu úr skipinu. Lesa meira

18.12.2006 : Styrkir til rannsókna á stofnum villtra fugla og villtra spendýra

Umhverfisráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Veiðikortasjóði til rannsókna á stofnum villtra dýra sem falla undir lög nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Umsóknir skulu hafa borist ráðuneytinu fyrir 5. janúar 2007 og styrkjum verður úthlutað úr sjóðnum fyrir 1. mars 2007. Lesa meira

8.12.2006 : Tengibraut við Helgafellsland ekki háð mati á umhverfisáhrifum

Umhverfisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 22. maí sl. þess efnis að tengibraut frá Vesturlandsvegi um Álafossveg og inn í fyrirhugaða íbúðarbyggð í Helgafellslandi í Mosfellsbæ sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Lesa meira
Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra dregur íslenska fánann að húni ásamt Lars Prahm, framkvæmdastjóri EUMETSAT, og Declan Murphy, formanni stjórnar aðaldarríkja EUMETSAT.

1.12.2006 : Ísland orðið aðili að samstarfi Evrópuþjóða um fjarkönnun utan úr geimnum

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra ávarpaði aðildaríkjafund Evrópsku veðurgervihnattastofnunarinnar (EUMETSAT) og dró Íslenska fánann að húni í höfuðstöðvum stofnunarinnar í Darmstadt í Þýskalandi í gær. Með þeirri táknrænu athöfn umhverfisráðherra varð Ísland þrítugasta ríkið í samstarfi Evrópuþjóða um fjarkönnun utan úr geimnum. Lesa meira

29.11.2006 : Hert lög um efnistöku úr eldri námum

Síðastliðið vor voru samþykktar breytingar á lögum um náttúruvernd sem fela það í sér að sækja verður um framkvæmdaleyfi til viðkomandi sveitarstjórnar vegna töku efnis úr eldri námum, þ.e. námum þar sem efnistaka var hafin fyrir 1. júlí 1999. Fyrir breytingarnar þótti vafi leika á því hvort ákvæði náttúruverndarlaga næðu til þessara efnistökusvæða. Því hafði efnistaka farið þar fram án þess að stjórnvöld gætu sett skilyrði um framkvæmd hennar með tilliti til umhverfisins. Lesa meira
Flugeldar

23.11.2006 : Breytingar á reglugerð um flugeldasýningar og brennur

Umhverfisráðherra hefur samþykkt breytingar á reglugerð sem fela í sér að nú þarf ekki lengur að sækja um starfsleyfi til heilbrigðisnefndar vegna flugeldasýningar á tímabilinu 28. desember til 6. janúar. Þá var reglugerðinni breytt þannig að nú þarf einungis að sækja um starfsleyfi til heilbrigðisnefndar fyrir brennur sem ætla má að standi yfir lengur en í tvær klukkustundir.

Lesa meira

22.11.2006 : Nefnd um Árósarsamninginn hefur skilað áliti sínu

Nefnd sem umhverfisráðherra skipaði til að fara yfir ákvæði Árósarsamningsins um aðgang að upplýsingum, þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum hefur afhent ráðherra skýrslu með niðurstöðum sínum. Hlutverk nefndarinnar var að greina efni samningsins og fara yfir hvaða breytingar þarf að gera á lögum ef Íslands fullgildir Árósarsamninginn. Lesa meira
Umhverfisráðherra á fundi með sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps í haust vegna Þjórsárvera.

22.11.2006 : Ráðherra skipar starfshóp vegna Þjórsárvera

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra skipaði í dag starfshóp til að fara yfir og kanna möguleika á stækkun friðlands í Þjórsárverum og endurskoðun á núverandi mörkum friðlandsins og friðlýsingarskilmálum. Starfshópnum er falið að fara yfir málefni friðlandsins, meta stöðuna og ræða við sérfræðinga og hagsmunaaðila á svæðinu og skila tillögum til ráðherra fyrir 1. febrúar á næsta ári. Lesa meira

16.11.2006 : Efnistaka af hafsbotni í mat á umhverfisáhrifum samkvæmt úrskurði

Umhverfisráðherra hefur staðfest að efnistaka af hafsbotni í Kollafirði í Faxaflóa skuli sæta mati á umhverfisáhrifum. Að mati ráðuneytisins er fyrirhuguð efnistaka af hafsbotni í Kollafirði umfangsmikil framkvæmd sem getur haft veruleg áhrif á jarðfræði, lífríki, landslag og gerð botnsins á og umhverfis námasvæðin.

Lesa meira
Kofi Annan ávarpar loftslagsráðstefu Sameinuðu þjóðanna.

15.11.2006 : Ræða ráðherra á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í beinni vefútsendingu

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra er nú stödd í Nairobi í Kenía þar sem ráðherrafundur Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna hófst í dag. Hún flytur ræður fyrir Íslands hönd um klukkan átta í fyrramálið á íslenskum tíma. Hægt verður að fylgjast með ráðherranum flytja ræðuna í beinni vefútsendingu hér Lesa meira
Bolungavík.

14.11.2006 : Kynning á fyrirhuguðum snjóflóðavörnum í Bolungavík

Fulltrúar umhverfisráðuneytisins ásamt fulltrúa frá Framkvæmdasýslu ríkisins og starfsmönnum Línuhönnunar og Landmótunar kynntu fyrirhugaðar framkvæmdir við snjóflóðavarnir á opnum fundi í Bolungavík í liðinni viku. Lesa meira
Ráðherrar á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum sem eru ábyrgir fyrir landbúnaði, fiskveiðum, matvælum og skógrækt.

13.11.2006 : Umhverfisráðherra lagði áherslu á aðgerðir gegn loftslagsbreytingum

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra sat í liðinni viku fund ráðherra á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum sem eru ábyrgir fyrir landbúnaði, fiskveiðum, matvælum og skógrækt. Að hennar ósk var sérstakur kafli í lokaályktun fundarins sem fjallað um áhrif loftslagsbreytinga á skilyrði til búsetu og jarðræktar. Lesa meira
Í Skaftafelli

10.11.2006 : Ríkisstjórn samþykkir frumvarp um Vatnajökulsþjóðgarð

Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi í morgun tillögu Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra að stjórnarfrumvarpi um Vatnajökulsþjóðgarð. Þjóðgarðurinn verður sá stærsti í Evrópu og mun hafa mikla sérstöðu í náttúrufarslegu tilliti í heiminum. Talið er að þjóðgarðurinn geti fjölgað ferðamönnum til Íslands um 5-7% árið 2012, umfram það sem annars hefði verið, og að hann muni skila 3-4 milljörðum króna í viðbótar gjaldeyristekjur árið 2012. Lesa meira
Náttúrufræðistofnun Íslands

10.11.2006 : Náttúrufræðistofnun hefur óskað eftir opinberri rannsókn

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur að höfðu samráði við umhverfisráðuneytið óskað eftir opinberri rannsókn á hvarfi á náttúrurannsóknargögnum og náttúrugripum í eigu íslenska ríkisins sem varðveittir voru í frystigeymslu sem stofnunin hafði á leigu. Lesa meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar

8.11.2006 : Eftirlit með rjúpnaveiði úr lofti

Landhelgisgæslan hefur tekið að sér að aðstoða embætti ríkislögreglustjóra og sýslumannsembætti víðs vegar um landið við eftirlit með rjúpnaveiðum úr lofti. Fyrsta þyrluflugið var farið í dag og um borð voru þyrluflugsveit Landhelgisgæslunnar auk sérsveitar Ríkislögreglustjóra. Lesa meira
Við setningu tólfta fundar aðildarríkja loftslagssamnings Sþ í Nairobi í gær.

7.11.2006 : Loftslagsráðstefna SÞ hafin í Nairobi

Tólfti fundur aðildarríkja loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna hófst í Nairobi í Kenía í gær og stendur í tvær vikur. Fundurinn er jafnframt annar aðildarríkjafundur Kýótó-bókunarinnar. Á fundunum verður rætt um hvað taki við í loftslagsmálum þegar fyrsta tímabili Kýótó-bókunarinnar lýkur árið 2012 og endurskoðun bókunarinnar undirbúin. Lesa meira
Heiðrún Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, sat þingið fyrir Íslands hönd.

6.11.2006 : Árangursríkt þing um Montrealbókunina

Átjánda þingi aðila Montrealbókunarinnar um efni sem valda rýrnun ósonlagsins lauk í Nýju Delí á Indlandi á föstudag. Þingið var árangursríkt og samkomulag náðist um flest þau mál sem fjallað var um. Heiðrún Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun sat þingið fyrir Íslands hönd. Lesa meira
Ráðgjafarnefndin ásamt starfsfólki og umhverfisráðherra.

3.11.2006 : Ráðgjafarnefnd um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs skilar niðurstöðu

Ráðgjafarnefnd umhverfisráðuneytisins um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs afhenti Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra skýrslu sína í morgun. Í skýrslunni er fjallað um möguleg mörk þjóðgarðsins, verndarstig einstakra svæða, uppbyggingu þjónustunets þjóðgarðsins og stjórnfyrirkomulag

.

Lesa meira
Jónína Bjartmarz

2.11.2006 : Umhverfisráðherra leggur til samnorrænt loftslagslíkan

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra lagði til á fundi norrænu umhverfisráðherrana í gær að Norðurlöndin tækju upp samnorrænt loftslagslíkan. Það myndi gera vísindamönnum betur kleift að spá í og rannsaka breytingar á loftslagi norðurslóða. Ráðherrarnir samþykktu að fela Íslandi og Noregi að vinna frekar að málinu. Umhverfisráðherrarnir voru sammála um að herða þyrfti aðgerðir til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Lesa meira

31.10.2006 : Halldór Ásgrímsson kjörinn framkvæmdastjóri skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar

Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur verið kjörinn framkvæmdastjóri skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar. Jónína Bjartmarz sat í gær fund samstarfsráðherra Norðurlandanna í Kaupmannahöfn þar sem Halldór Ásgrímsson og Finninn Jan-Erik Enestam sátu fyrir svörum, en þeir komu báðir til greina sem næsti framkvæmdastjóri skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar. Lesa meira

23.10.2006 : Umhverfisráðherra kynnir sjónarmið Íslands í hvalveiðimálum

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra sat í morgun undirbúningsfund Norðurlandaráðherra fyrir umhverfisráðherrafund Evrópusambandsins sem haldinn er í Luxembourg í dag. Meðal atriða á dagskrá ráðherrafundar ESB eru hvalveiðar í atvinnuskyni. Mun málið vera komið á dagskrá fundarins að ósk Austurríkismanna. Lesa meira
Magnús Jóhannesson ráðuneytisstjóri stýrir umræðum

20.10.2006 : Fundi lokið um varnir gegn mengun sjávar frá landi

Í dag lýkur fundi ríkja um alþjóðlega framkvæmdaáætlun um varnir gegn mengun sjávar frá landi sem fram fór í Peking dagana 16.- 20. október á vegum Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Á fundinum hefur ríkt almenn ánægja með framkvæmd áætlunarinnar enda ljóst að nokkur árangur hefur náðst í takmörkun mengunar sjávar frá landi. Lesa meira

17.10.2006 : Endurvinnslustöðin í Sellafield sektuð

British Nuclear Group var á mánudag dæmt til að greiða 500.000 sterlingspund, eða sem samsvarar 63 milljónum íslenskra króna, í sekt vegna leka 83.000 rúmlítra af geislavirkum vökva úr skemmdu röri í endurvinnslustöðinni í Sellafield í apríl í fyrra. Íslensk stjórnvöld hafa ítrekað brýnt fyrir breskum stjórnvöldum þá hættu sem hreinleika Norður-Atlantshafsins stafar af losun geislavirkra efna frá endurvinnslustöðinni í Sellafield. Lesa meira

11.10.2006 : Frekari athugun gerð á starfsemi Umhverfisstofnunar

Umhverfisráðuneytið hefur í samráði við Umhverfisstofnun falið Sigurði H. Helgasyni stjórnsýslufræðingi að gera frekari athugun á starfsemi, stjórn og rekstri Umhverfisstofnunar í kjölfar stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar. Lesa meira
Á kynningarfundi á Selfossi, f.v. Hafdís Hafliðadóttir, sviðsstjóri á Skipulagsstofnun, Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkisins og Sigríður Auður Arnórsdóttir, skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu

10.10.2006 : Samgönguáætlun í umhverfismat samkvæmt nýjum lögum

Tilteknar skipulags- og framkvæmdaáætlanir stjórnvalda skulu fara í umhverfismat samkvæmt lögum um umhverfismat áætlana sem voru samþykkt á Alþingi í vor. Markmið laganna er að tryggja að tillit sé tekið til sjónarmiða um umhverfisvernd strax á fyrri stigum ákvörðunartöku stjórnvalda og með því dregið úr neikvæðum umhverfisáhrifum þeirra. Samgönguáætlun 2007-2008 er fyrsta opinbera áætlunin sem fer í slíkt umhverfismat. Lesa meira
Ingimundur Sigurðsson, Ingimundur Birnir og Jónína Bjartmarz

6.10.2006 : Umhverfisráðherra heimsækir Íslenska járnblendifélagið

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra heimsótti í gær Íslenska járnblendifélagið á Grundartanga ásamt starfsfólki úr umhverfisráðuneytinu og fulltrúa frá Umhverfisstofnun. Að ósk ráðherra var rætt um mengunarvarnir verksmiðjunnar en umhverfisráðuneytinu og Umhverfisstofnun hafa borist fjölmargar ábendingar frá almenningi vegna reykmekkjar sem leggur öðru hvoru frá verksmiðjunni. Lesa meira
Hreindýr

29.9.2006 : Ábendingar um ólöglegar veiðar á hreindýrum

Umhverfisráðuneytinu hefur að undanförnu borist fjölmargar ábendingar um ólöglegar veiðar á hreindýrum á veiðisvæðum 8 og 9 á Mýrum og í Hornafirði í Austur-Skaftafellssýslu. Af þeim sökum hefur ráðuneytið farið þess á leit við sýslumanninn á Höfn í Hornafirði að hann komi í veg fyrir veiðarnar með virkara eftirliti. Lesa meira
Innflutningur á ósoneyðandi efnum 1990-2004

22.9.2006 : Ósonlagið - tilefni til bjartsýni í umhverfismálum

Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna hélt fyrir skömmu upp á alþjóðlegan dag tileinkuðum verndun ósonlagsins. Íslensk stjórnvöld hafa tekið þátt í verndun ósonlagsins, m.a. með þátttöku í starfi Sameinuðu þjóðanna. Árangurinn hefur verið mikill og á árunum 1994 til 2002 minnkaði notkun ósoneyðandi efna hér á landi um 98%. Nýjustu vísindarannsóknir benda til þess að ósonlagið hafi hætt að þynnast og muni ná fyrri styrk um miðja þessa öld. Lesa meira
Rjúpa

21.9.2006 : Umhverfisráðherra hefur ákveðið fyrirkomulag rjúpnaveiða

Leyft verður að veiða rjúpu frá 15. október til 30. nóvember samkvæmt ákvörðun umhverfisráðherra. Á því tímabili verða veiðar ekki heimilaðar mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga. Þá verður sölubann á rjúpu og rjúpnaafurðum enn í gildi og hvatningarátaki meðal veiðimanna um hófsamar og ábyrgar veiðar verður haldið áfram. Lesa meira
Ríóráðstefnan

11.9.2006 : Skýrsla um Ríóráðstefnuna á tölvutækt form

Skýrsla íslensku sendinefndarinnar á Heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun sem fram fór í Ríó de Janeiró árið 1992 hefur verið sett á tölvutækt form. Héðan í frá verður hægt að nálgast skýrsluna á heimasíðu umhverfisráðuneytisins. Lesa meira
ingimarsigurdsson

8.9.2006 : Takmarka verður útgáfu rannsóknarleyfa

Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu setti ráðstefnu Landverndar um Reykjanesskagann í gær. Í máli Ingimars kom fram að vegna aukinnar orkuþarfar í tengslum við stóriðju er nú mikil ásókn í rannsóknarleyfi og nýtingarleyfi á svæði sem hafi mikið verndargildi. Nú standi yfir 2. áfangi rammaáætlunar um virkjanakosti þar sem verndargildi háhitasvæði sé metið. Áformaður sé að vinna að þessu á næstu árum þannig að hægt verði að taka afstöðu til framhaldsins á árunum 2009 eða 2010. Á meðan, segir Ingimar, er mikilvægt að ekki sé ráðist í framkvæmdir á þeim háhitasvæðum sem ekki hafa verið metin út frá verndargildi. Því sé ljóst að takmarka verði útgáfu rannsóknarleyfa jafnt á Reykjanesi sem og annars staðar á landinu á meðan á verkefninu stendur. Lesa meira

5.9.2006 : Ráðstefna um loftslagsbreytingar, hafstrauma og vistkerfi í Norður-Atlantshafi

Ráðstefna um loftslagsbreytingar, hafstrauma og vistkerfi í Norður-Atlantshafi verður haldin á Hótel Nordica í Reykjavík dagana 11.-12. september. Á henni munu um 20 vísindamenn frá Íslandi og sex öðrum löndum kynna rannsóknir sem varða möguleg áhrif loftslagsbreytinga á straumakerfi Norður-Atlantshafs og lífríki þess. Markmið ráðstefnunnar er að kynna nýjustu og bestu þekkingu um samspil hafsins og loftslags á Norður-Atlantshafinu og leita bestu svara við spurningum sem varpað hefur verið fram um hugsanleg áhrif loftslagsbreytinga á Golfstrauminn og aðra lykilþætti í umhverfinu. Lesa meira
Grænmeti

1.9.2006 : Magn varnarefna í matvælum minnkar milli ára

Tvö prósent sýna úr ávöxtum, grænmeti og kornvöru á íslenskum matvörumarkaði innihéldu leyfar varnarefna yfir leyfilegu hámarki á liðnu ári samkvæmt mælingum Umhverfisstofnunar. Í samskonar rannsókn árið 2004 innihéldu 5% sýna varnarefni í meira magni en leyft er. Varnarefni eru efni sem notuð eru í landbúnaði og garðyrkju, t.d. sveppa- og skordýraeitur. Lesa meira

23.8.2006 : Norrænn þrýstingur á alþjóðlegar aðgerðir gegn kvikasilfursmengun

Umhverfisráðherrar Norðurlanda ákváðu á fundi sínum á Svalbarða 21. ágúst að stuðla að efldri baráttu gegn mengun af völdum kvikasilfurs og þrávirkra lífrænna efna. Þá samþykktu þeir einnig yfirlýsingu þar sem segir að nauðsynlegt sé að undirbúa aðlögun að afleiðingum loftslagsbreytinga til að draga úr mögulegum skaða af þeirra völdum. Lesa meira

31.7.2006 : Umhverfisráðherra hvetur til afnáms á skaðlegum niðurgreiðslum

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra hvatti til afnáms á niðurgreiðslum sem geta haft skaðleg áhrif á umhverfið og til aukinnar þátttöku atvinnulífsins í baráttu gegn loftslagsbreytingum á fundi evrópskra umhverfisráðherra í Turku í Finnlandi.

Lesa meira

31.7.2006 : Reglugerð um framkvæmd verndunar vatnasviðs og lífríkis Þingvallavatns

Umhverfisráðherra hefur undirritað reglugerð um framkvæmd verndunar vatnasviðs og lífríkis Þingvallavatns byggða á lögum nr 85/2005 um verndun Þingvallavatns og vatnasviðs þess. Lesa meira

3.7.2006 : Tillögur um nýja skipan skipulags- og byggingarmála.

Almenningi gefst kostur á að koma á framfæri athugasemdum við frumvarpsdrögum að frumvarpi til laga um mannvirki og frumvarpi til skipulagslaga til 15. ágúst 2006. Lesa meira
Einar Sveinbjörnsson

22.6.2006 : Nýr aðstoðarmaður umhverfisráðherra

Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra, hefur ráðið Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðing, sem aðstoðarmann. Lesa meira
Ráðherraskipti í umhverfisráðuneytinu

16.6.2006 : Nýr umhverfisráðherra tekur við embætti

Jónína Bjartmarz tók við embætti umhverfisráðherra í dag fimmtudaginn 15. júní 2006. Lesa meira
kuluskítur

15.6.2006 : Umhverfisráðherra friðar blesgæs og kúluskít

Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra hefur ákveðið að friða blesgæs og friðlýsa kúluskít, sem er sérstakt vaxtarform grænþörungsins vatnaskúfs. Lesa meira
Afhending Grænfánans

19.5.2006 : Afhending Grænfánans og friðlýsing Einkunna

Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra afhenti Grunnskólanum í Borgarnesi Grænfánann við hátíðlega athöfn á lóð skólans í morgun. Við sama tækifæri var undirrituð auglýsing um friðlýsingu Einkunna sem fólkvangs. Lesa meira
Sigríður Anna Þórðardóttir á fundi Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun

12.5.2006 : Umhverfisráðherra á fundi Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í New York

Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra hvetur til að hindrunum við nýtingu jarðhita verði rutt úr vegi. Lesa meira
Umhverfisráðherra á fundi Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun

11.5.2006 : Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra situr fund Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í New York 10. - 12 maí.

Umhverfisráðherra leggur áherslu á mikilvægi endurnýjanlegra orkugjafa til að leysa orkuþörf þróunarríkjanna. Lesa meira
ljósm. Guðmundur Guðjónsson.

12.4.2006 : Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra skoðaði afleiðingar sinubrunans á Mýrum í dag

Ráðherra hefur falið Brunamálastofnun að skoða leiðir til að draga úr hættu vegna sinubruna og Náttúrufræðistofnun að rannsaka áhrif eldanna á gróður og dýralíf á næstu árum. Lesa meira
Sigríður Anna Þórðardóttir, Lena Sommestad og Tómas Ingi Olrich á fundi umhverfis- og þróunarráðherra OECD

4.4.2006 : Umhverfisráðherra á ráðherrafundi OECD um umhverfis- og þróunarmál

Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra lagði áherslu á sérstöðu Íslands og mikilvægi eignarréttar á fundi umhverfis- og þróunarráðherra Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, sem haldinn var í dag, þriðjudaginn 4. apríl. Lesa meira

31.3.2006 : Umhverfisráðherra staðfestir ákvörðun um starfsleyfi fyrir Alcan í Straumsvík

Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra hefur í dag staðfest ákvörðun Umhverfisstofnunar frá 7. nóvember 2005 um útgáfu starfsleyfis fyrir álver Alcan í Straumsvík. Lesa meira

30.3.2006 : Losun gróðurhúsalofttegunda fram til ársins 2020

Umhverfisráðherra kynnti í dag útreikninga á losun gróðurhúsalofttegunda og lagði einnig  fram frumvarp um skráningu losunar gróðurhúsalofttegunda. Lesa meira
Sigríður Anna Þórðardóttir á fundi norrænna umhverfisráðherra í gær.

17.3.2006 : Norrænir umhverfisráðherrar bregðast við umhverfisógnum á Norðurslóðum

Á fyrsta sameiginlega  fundi umhverfisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna þriggja sem haldinn var í gær í Kaupmannahöfn var samþykkt áætlun vegna loftslagsbreytinga og mengunar. Lesa meira
Sigríður Anna stjórnar fundi hjá UNEP.

8.2.2006 : Umhverfisráðherra stýrði fundi á ársfundi Umhverfisstofnunar S.þ. í Dubai

Á fundinum voru ræddar aðgerðir til að auka hlut endurnýjanlegrar orku. Ráðherra benti á hlut Íslands í nýtingu jarðhita og möguleika sem tengjast nýtingu hans víða um heim. Lesa meira

7.2.2006 : Umhverfisráðherra á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um kemísk efni í Dubai

Samkomulag um aðgerðaáætlun til að draga úr áhrifum kemískra efna náðist snemma í morgun um að áhrif kemískra efna á heilsu fólks og umhverfi verði hverfandi árið 2020.

Lesa meira

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra

30.1.2006 : Menntamálaráðherra og umhverfisráðherra undirrita umsókn um að Surtsey verði samþykkt á heimsminjaskrá.

Tilnefning Surtseyjar á heimsminjaskrá UNESCO verður afhent skrifstofu heimsminjasamningsins í París miðvikudaginn 1. febrúar nk. Lesa meira
Ingimar Sigurðsson og Sigríður Anna Þórðardóttir staðfesta nýja friðlýsingu fyrir Surtsey.

27.1.2006 : Umhverfisráðherra stækkar friðland Surtseyjar

Friðland Surtseyjar marfaldast að stærð og nær nú til eldstöðvarinnar allrar og hafsvæðisins í kring.  Stækkunin tengist áformum um að tilnefna Surtsey á heimsminjaskrá. Lesa meira
Sigríður Anna skoða umhverfissýningu í Mílanó

25.1.2006 : Tæknin mikilvæg til að takast á við umhverfisvandamál

Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra flutti ávarp við setningarathöfn alþjóðlegu umhverfissýningunnar TAU International í Mílanó á Ítalíu. Lesa meira