Fréttasafn

30.12.2005 : Úrvinnslugjald lagt á pappa-, pappírs- og plastumbúðir um áramótin

Þann 1. janúar 2006 hefst innheimta á úrvinnslugjaldi á pappa-, pappírs- og plastumbúðir. Úrvinnslugjald leggst á allar pappa-, pappírs- og plastumbúðir Lesa meira
Sigríður Anna Þórðardóttir og Magnús Jónsson

29.12.2005 : Árangursstjórnunarsamningur við Veðurstofuna undirritaður

Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra og Magnús Jónsson veðurstofustjóri undirrituðu í dag árangursstjórnunarsamning milli umhverfisráðuneytisins og Veðurstofu Íslands.

Lesa meira

29.12.2005 : Umhverfisráðherra staðfestir breytingar á svæðisskipulagi miðhálendisins

Breytingu samvinnunefndar miðhálendis á svæðisskipulagi er staðfest að öðru leyti en því að breytingum sem snúa að Norðlingaölduveitu er hafnað

Lesa meira
Heidagaes

22.12.2005 : Friðland í Guðlaugstungum

Umhverfisráðherra undirritaði í dag auglýsingu um friðlýsingu Guðlaugstungna, Svörtutungna og Álfgeirstungna norðan Langjökuls og Hofsjökuls. Lesa meira
undirritun samnings

11.12.2005 : Samstarfsamningur Íslands og Veðurtunglastofnunar Evrópu, EUMETSAT

Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, og Lars P. Prahm, forstjóri Veðurtunglastofnunar Evrópu, undirrita samstarfssamning um aukinn aðgang að veðurgögnum. Með samningnum munu veðurupplýsingar hér á landi batna til muna og verða gagnvirkar

Lesa meira

8.12.2005 : Ísland fær viðurkenningu fyrir leiðsögn í loftslagsmálum

Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra tók í gær við viðurkenningu fyrir Íslands hönd, sem veitt var fyrir árangur við að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda og leiðsögn í loftslagsmálum. Lesa meira

7.12.2005 : Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Montreal

Ráðherrafundur Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Montreal hófst í dag, miðvikudaginn 7. desember. Ráðherrar og aðrir hátt settir fulltrúar frá yfir 90 ríkjum munu ávarpa fundinn. Lesa meira

22.11.2005 : Fundur umhverfisráðherra ríkja Eystrasaltsráðsins

Tilefni fundarins er alvarleg staða umhverfismála í Eystrasalti. Eins og kunnugt er urðu stór hafsvæði í Eystrasalti fyrir miklum þörungablóma síðastliðið sumar sem rakið er að stærstum hluta til mengunar frá landi einkum landbúnaði og vegna skólps frá íbúabyggð. Lesa meira

9.11.2005 : Umhverfisráðherra staðfestir tvo úrskurði Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum

Umhverfisráðherra hefur staðfest úrskurð Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum 1. áfanga Sundabrautar að viðbættum tveimur skilyrðum. Enn fremur er staðfestur úrskurður Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum landfyllinga við vestan- og norðanvert Gufunes í Reykjavík.

Lesa meira

24.10.2005 : Kvennafrídagur 24. október 2005

Umhverfisráðherra Sigríður Anna Þórðardóttir óskar konum til hamingju með kvennafrídaginn og hvetur konur í umhverfisráðuneytinu og stofnunum þess til þess að sýna samstöðu og ganga út kl. 14:08 í dag og taka þátt í viðburðum dagsins. Lesa meira

19.10.2005 : Hjalti Steinþórsson hefur verið skipaður forstöðumaður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála

Hér er um nýtt starf að ræða samkvæmt breytingum á lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997 sbr. lög nr. 74/2005 sem tóku gildi þann 1. október sl. Lesa meira

10.10.2005 : Umhverfisráðherra sækir ráðstefnuna Konur og lýðræði í Pétursborg

Í ræðu sinni fjallaði Sigríður Anna Þórðardóttir meðal annars um launamun kynjanna og samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Lesa meira

30.8.2005 : Umhverfisráðherra setur reglugerð um fyrirkomulag rjúpnaveiða

Sett verður sölubann á rjúpur og rjúpnaafurðir, veiðitímabilið verður stytt og veiðimenn hvattir til hófstilltra veiða.

Lesa meira

22.8.2005 : Tímabundin takmörkun á innflutningi á fersku og frosnu grænmeti frá Taílandi

Umhverfisráðuneytið hefur gefið út auglýsingu um takmörkun innflutnings á tilteknu fersku og frosnu grænmeti frá Taílandi.

Lesa meira

16.8.2005 : Norrænir umhverfisráðherrar vilja efla umhverfisvæna tækni

Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra sat fyrir Íslands hönd fund umhverfisráðherra Norðurlanda sem haldinn var í Ilulissat á Grænlandi 15. ágúst. Lesa meira

20.7.2005 : Umhverfisráðherra heimilar veiðar á rjúpu í haust

Þetta er gert með vísun til breyttra laga um stjórnun fuglaveiða og niðurstöðu rjúpnatalningar Náttúrufræðistofnunar Íslands síðast liðið vor, þar sem fram kemur að rjúpnastofninn hafi meira en þrefaldast á tveimur árum. Lesa meira

6.7.2005 : Útstreymi gróðurhúsalofttegunda minnkar

Nýjustu tölur, sem eru frá 2003, sýna að útstreymi gróðurhúsalofttegunda fer minnkandi á milli ára og hefur minnkað frá árinu 1990, sem er viðmiðunarár Kýótó-bókunarinnar. Lesa meira

10.6.2005 : Umhverfisráðherra gefur út reglugerð um utanvegaakstur

Samkvæmt reglugerðinni er akstur utan vega í náttúru Íslands óheimill nema í undantekningartilvikum. Lesa meira

10.6.2005 : Dómur Hæstaréttar um umhverfismat og starfsleyfi álvers í Reyðarfirði

Nýtt Umhverfismat þarf að fara fram vegna álvers í Reyðarfirði. Hæstiréttur staðfestir frávísun kæru vegna starfsleyfis Lesa meira

9.6.2005 : Umhverfisráðherra sendir bréf til umhverfisráðherra Breta vegna Sellafield

Í bréfinu lýsir umhverfisráðherra þungum áhyggjum vegna niðurstöðu rannsóknar sem gerð var eftir að lekinn í kjarnorkuendurvinnslustöðinni Sellafield kom í ljós.

Lesa meira

Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra skoðar athafnasvæði Fjarðaáls í Reyðarfirði.

2.6.2005 : Umhverfisráðherra heimsækir Kárahnjúka og Fjarðabyggð

Mikil uppbygging allt frá Kárahnjúkum niður í Fjarðabyggð í sátt við umhverfið

Lesa meira

31.5.2005 : Endurvinnslustöðin í Sellafield

Umhverfisráðherra hefur óskað eftir nákvæmum skriflegum upplýsingum frá breskum stjórnvöldum um atvikið sem átti sér stað þegar um 83.000 rúmlítrar af geislavirkum vökva láku úr skemmdu röri í endurvinnslustöðinni í Sellafield.

Lesa meira

Magnús Jóhannesson og Sigríður Anna á fundi með umhverfisverndaryfirvöld í Qingdao

21.5.2005 : Umhverfisráðherra hittir umhverfisverndaryfirvöld í Qingdao og Shandong

Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, átti í dag, laugardaginn 21. maí 2005, fund með fulltrúum yfirvalda umhverfismála í borginni Qingdao og héraðinu Shandong í Kína. Lesa meira
Sigríður Anna Þórðardóttir flytur ávarp á íslensk-kínverskum viðskiptafundi í Sjanghæ

20.5.2005 : Umhverfisráðherra ávarpar viðskiptasendinefnd í Kína

Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, flutti ávarp á fjölsóttum íslensk-kínverskum viðskiptafundi í Sjanghæ í gær, 19. maí 2005, sem haldinn var á vegum Útflutningsráðs og var meðal annars sóttur af íslenskri viðskiptasendinefnd og fulltrúum kínverskra fyrirtækja. Lesa meira
Ljósm.  Lárus Ingi Karlsson

20.5.2005 : Umhverfisráðherra undirritar tvo samstarfssamninga í Kína.

Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, hefur undirritað tvo samstarfssamninga á sviði umhverfismála við kínversk yfirvöld. Annar samningurinn er á sviði jarðskjálftavár og hinn á sviði umhverfisverndar.

Lesa meira

Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra og Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti og ráðstefnugestir í Freysnesi 5 - 7 maí

6.5.2005 : Bætir náttúruupplifun heilsuna?

Er hugsanlegt að nálægð við græn svæði og fallega náttúru auki líkurnar á því að fólk stundi hreyfingu? Getur nálægð við náttúruna stuðlað að bættri heilsu? Sigríður Anna Þórðardóttir ávarpaði ráðstefnu um þjóðgarða, útivist og heilsu frá ýmsum sjónarhornum í Skaftafelli í dag. Lesa meira

4.5.2005 : Norræn ráðstefna í Skaftafelli um náttúrvernd, þjóðgarða, útilíf og heilsu dagana 5. - 7. maí

Markmið ráðstefnunnar er að miðla þekkingu um reynslu af rekstri náttúruverndarsvæða og hvernig þau geta þjónað útvist og stuðlað að betri heilsu og haft jákvæð áhrif á efnahagslífið. Lesa meira
Frá afhendingu Kuðungsins í Norræna húsinu

25.4.2005 : Umhverfisviðurkenningar umhverfisráðuneytisins veittar á Degi umhverfisins 25. apríl 2005

Umhverfisráðherra veitti Orkuveitu Reykjavíkur Kuðunginn 2004 við athöfn í Norræna húsinu í dag og fyrirtækin Hjá GuðjónÓ, Málning og Prentsmiðjan Oddi hlutu einnig viðurkenningar ráðuneytisins. Lesa meira

22.4.2005 : Umhverfisráðherra ræðir sjálfbæra þróun á fundi nefndar Sameinuðu þjóðanna

Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, ávarpaði 13. fund nefndar Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, sem nú er haldinn í New York. Lesa meira

11.4.2005 : Umhverfisráðherra fer fyrir íslenskri viðskiptasendinefnd í tengslum við opinbera heimsókn til Slóvakíu

Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra er í fararbroddi íslenskrar viðskiptasendinefndar sem stödd er í Slóvakíu. Lesa meira

8.4.2005 : Sigríður Anna Þórðardóttir á fundi umhverfisráðherra Norðurlandanna

Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra sat fund umhverfisráðherra Norðurlandanna í Kaupmannahöfn í gær. Þar lagði ráðherra meðal annars áherslu á notkun endurnýjanlegrar orku á Íslandi og þróun nýrrar tækni hér á landi sem sem draga muni úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Lesa meira
Dr. Wangari Maathai og Sigríður Anna Þórðardóttir

24.2.2005 : Umhverfisráðherra fundar með friðarverðlaunahafa Nóbels dr. Wangari Maathai

Umhverfisráðherra, Sigríður Anna Þórðardóttir, átti í gær fund með dr. Wangari Maathai, aðstoðarráðherra umhverfis- og auðlindamála í Kenýa, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2004 fyrir störf sín að friðar- og umhverfismálum. Lesa meira

22.2.2005 : Umhverfisráðherra á fundi Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna

Umhverfisráðherra, Sigríður Anna Þórðardóttir, situr fund í stjórnarnefnd Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP) sem haldinn er í Nairobi í Kenýa dagana 21.-23. febrúar. Fundinn sækja um það bil 100 ráðherrar frá 6 heimsálfum. Lesa meira

27.1.2005 : Umhverfisráðherra leggur fram rjúpnafrumvarp

Markmiðið með frumvarpinu er að tryggja sjálfbærar veiðar til framtíðar. Frumvarpið er liður í áformum um að hefja rjúpnaveiðar næsta haust með takmörkunum. Lesa meira

25.1.2005 : Umhverfisráðherra undirbýr stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að tillögu Sigríðar Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra að unnið verði að undirbúningi að því að fella landssvæði norðan Vatnajökuls inn í framtíðar Vatnajökulsþjóðgarð í samráði við heimamenn og aðra hagsmunaaðila. Lesa meira

24.1.2005 : Ísland er framarlega á sviði sjálfbærrar þróunar

Lönd í Norður- og Mið-Evrópu og Suður-Ameríku eru áberandi í efstu sætum á lista þar sem löndum er raðað eftir því hversu vel þau standa sig í umhverfismálum og sjálfbærri þróun. Finnland er í fyrsta sæti á listanum og Ísland lenti í því fimmta.

Lesa meira

21.1.2005 : Úttekt vegna brunans á athafnasvæði Hringrásar

Brunamálastofnun hefur skilað skýrslu vegna brunans hjá Hringrás. Stofnunin telur litlar líkur á að svipað atvik endurtaki sig en gerir tillögur um nokkur atriði sem hún telur að betur megi fara.

Lesa meira