Fréttasafn

Una Maria Óskarsdóttir, aðstoðramaður umhverfis- og samstarfsráðherra frá 1. janúar 2004

19.12.2003 : Nýr aðstoðarmaður umhverfisráðherra

Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra hefur ráðið Unu Maríu Óskarsdóttur í stöðu aðstoðarmanns ráðherra. Hún hefur störf í umhverfisráðuneytinu þann 1. janúar n.k.

Lesa meira

18.12.2003 : Innkaupastefna umhverfisráðuneytisns

Umhverfisráðherra hefur nýlega undirritað innkaupastefnu í samræmi við innkaupastefnu ríkisins fyrir umhverfisráðuneytið og stofnanir

Lesa meira

15.12.2003 : Refanefnd skipuð

Umhverfisráðherra hefur í dag skipað nefnd sem hefur það hlutverk að gera tillögur um veiðar á ref eða aðrar aðgerðir til að draga úr tjóni af völdum refa í landbúnaði. Lesa meira

9.12.2003 : Ráðherrafundur 9. aðildarríkjaþings Loftslagssamnings S.þ.

Á morgun hefst í Mílanó á Ítalíu ráðherrafundur 9. aðildarríkjaþings Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Umhverfisráðherra Siv Friðleifsdóttir situr fundinn. Óvissa um ákvörðun Rússlands varðandi Kyoto bókunina setur svip sinn á þingið og alla umræðu um næstu skref í loftlagsmálum. Lesa meira

4.12.2003 : Takmörkun á nónýlfenóletoxýlötum

Út er komin ný reglugerð sem takmarkar notkun og markaðssetningu ákveðinna vara sem innihalda nónýlfenóletoxýlöt.

Lesa meira

20.11.2003 : Aðgerðir gegn ref og mink

Aðgerðir umhverfisráðuneytisins gegn ref og mink og kynning á skoðana- og viðhorfskönnun meðal skotveiðimanna.

Lesa meira

20.11.2003 : Felldur hefur verið úrskurður í kæru Hundaræktarinnar Dalsmynnis

Ráðuneytið hefur úrskurðað um kæru Hundaræktarinnar Dalsmynnis ehf. vegna ákvörðunar Umhverfisstofnunar, þar sem stofnunin gerði kröfu um að gerðar væru tilteknar úrbætur á starfsemi hundabúsins.

Lesa meira

10.11.2003 : Nefnd um fækkun eða útrýmingu minks

Umhverfisráðherra skipaði í dag nefnd sem á að fjalla um veiðar á mink, fækkun og hugsanlega útrýmingu hans úr íslenskri náttúru. Nefndinni er m.a. ætlað að fjalla um stöðu minksins í íslenskri náttúru, útbreiðslu og stofnstærð hans og tjón af hans völdum.

Lesa meira

10.11.2003 : Fulltrúi Íslands kjörinn forseti samningaferlis UNEP

Halldór Þorgeirsson skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu hefur verið kjörinn forseti samningaferlis UNEP um markvissa alþjóðlega stefnu um meðhöndlun efna

Lesa meira

20.10.2003 :

Aukin áhersla á endurvinnslu

Þrjár reglugerðir á sviði úrgangsmála hafa verið settar af umhverfisráðherra á grundvelli nýrra laga um meðhöndlun úrgangs.

Lesa meira

10.10.2003 :

Umhverfisþing hefst á þriðjudag

Umhverfisráðherra hefur boðað til umhverfisþings 14. - 15. október n.k. Þingið verður á Nordica hótelinu og hefst kl. 9. n.k. þriðjudag. Á þinginu mun umhverfisráðherra kynna drög að náttúruverndaráætlun sem lögð verða fyrir Alþingi í formi þingsályktunartillögu í vetur.

Lesa meira

8.10.2003 : Náttúruverndaráætlun 2004 - 2008. Fjórtán forgangssvæði

Umhverfisráðherra kynnti á blaðamannafundi í dag drög að Náttúruverndaráætlun 2004 - 2008 sem verða til umfjöllunar á Umhverfisþingi um miðjan október.

Lesa meira

1.10.2003 : Ráðstefna um málefni N-Atlandshafsins

Umhverfisráðherra fjallaði í um þá ákvörðun ríkja heims að fiskveiðar verði stundaðar með sjálfbærum hætti og að það markmið nái fram að ganga eigi síðar en 2015 í erindi sínu á ráðstefnu um málefni Norður Atlandshafsins sem haldin var á Hjaltlandslandseyjum dagana 30. september til 3. október

Lesa meira

26.9.2003 : Heimild til rjúpnaveiði felld úr gildi

Með undirritun reglugerðar hefur verið felld úr gildi heimild til veiða á rjúpu næstu þrjú árin

Lesa meira

16.9.2003 : Samgönguvikan 2003 og bíllausi dagurinn

Evrópska samgönguvikan hefst í dag og Bíllausi dagurinn verður haldinn 22. september. Lesa meira

16.9.2003 : Úrskurðað að fram skuli fara umhverfismat vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði

Ráðuneytið hefur úrskurðað að fyrirhugað eldi Austlax ehf. á allt að 8.000 tonna ársframleiðslu af laxi, regnbogasilungi og þorski í sjókvíum í Seyðisfirði skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Lesa meira

9.9.2003 : Ný nefnd um rjúpnaverndun

Umhverfisráðherra hefur skipað nefnd sem hefur það hlutverk að gera tillögur um aðgerðir til þess að styrkja rjúpnastofninn í framtíðinni að loknu banni við rjúpnaveiðum sem stendur næstu þrjú árin. Lesa meira

28.8.2003 : Fundir umhverfisráðherra Norðurlandanna Barentsráðsins og Eystrasaltsráðsins

Umhverfisráðherra kynnti áherslur Íslands í norrænu samstarfi á umhverfissviði á næsta ári þegar Ísland fer með formennsku í samstarfinu á fundi Norrænu umhverfisráðherranna í dag. Lesa meira

28.7.2003 : Ferð umhverfisráðherra um Vestfirði

Dagana 28. - 30. júlí mun Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra skoða þau svæði á Vestfjörðum sem eru í drögum að náttúruverndaráætlun. Lesa meira

24.7.2003 : Friðun rjúpnastofnsins

Umhverfisráðherra hefur ákveðið að nýta ekki heimild laga næstu þrjú árin til þess að aflétta friðun rjúpunnar. Rjúpan verður þar af leiðandi friðuð fyrir veiðum árin 2003, 2004 og 2005. Lesa meira

18.7.2003 : Skoðunarferð nefndar um stofnun verndarsvæðis eða þjóðgarðs norðan Vatnajökuls

Nefnd sem umhverfisráðherra skipaði á síðastliðnu ári til þess að gera tillögu um stofnun verndarsvæðis eða þjóðgarðs á svæðinu norðan Vatnajökuls mun fara um svæði norðan jökulsins dagana 21.-23. júlí til þess að kynna sér svæðið. Lesa meira

16.7.2003 : Umhverfisráðherra vísar frá stjórnsýslukærum vegna útgáfu Umhverfisstofnunar á starfsleyfi fyrir Reyðarál ehf.

Með ákvörðun umhverfisráðherra frá 14. júlí sl. var þremur kærum til ráðuneytisins, vegna útgáfu Umhverfisstofnunar þann 14. mars 2003 á starfsleyfi til handa álveri Reyðaráls ehf. á Reyðarfirði, vísað frá. Lesa meira

14.7.2003 : Úrskurður Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum tvöföldunar Reykjanesbrautar staðfestur með skilyrðum.

Umhverfisráðherra staðfestir úrskurð Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum tvöföldunar Reykjanesbrautar, frá Fífuhvammsvegi í Kópavogi að Álftanesvegi í Garðabæ með skilyrðum. Lesa meira

9.7.2003 : Endurskoðað jarðskjálftahröðunarkort af landinu tekur gildi 15. júlí nk

Endurskoðað jarðskjálftahröðunarkort af landinu sem byggir á úrvinnslu nýjustu jarðskjálftamælinga hér á landi hefur verið staðfest af Staðlaráði Íslands og tekur gildi 15. júlí n.k. Lesa meira

30.6.2003 : Ferð umhverfisráðherra um Hérað og afhending Bláfánans í Borgarfirði eystra.

Í dag mun umhverfisráðherra skoða svæði á Héraði sem tilgreind eru í drögum að náttúruverndaráætlun og afhenda Bláfánann í Borgarfirði eystra. Lesa meira

26.6.2003 : OSPAR fundinum í Bremen lauk í dag

Í dag lauk í Bremen í Þýskalandi fundi umhverfisráðherra aðildarríkja Samnings um vernd Norðaustur-Atlantshafsins (OSPAR). Lesa meira

25.6.2003 : Fundur aðildarríkja Samnings um vernd Norðaustur-Atlantshafsins (OSPAR)

Fundur umhverfisráðherra aðildarríkja OSPAR hefst í Bremen í Þýskalandi hefst í dag. Eitt af meginviðfangsefnum fundarins er mat á árangri ríkja í því að draga úr losun geislavirkra efna í hafið. Lesa meira

4.6.2003 : Alþjóðlegur dagur umhverfisins þann 5. júní

Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna, UNEP, stendur fyrir Alþjóðlegum degi umhverfisins þann 5. júní ár hvert. Dagurinn er helgaður málefnum vatnsins í ár. Lesa meira

20.5.2003 : Alþjóðlegur dagur líffræðilegrar fjölbreytni

Í tilefni af Alþjóðlegum degi líffræðilegrar fjölbreytni hinn 22. maí 2003, bjóða umhverfisráðuneytið og Náttúrufræðistofnun Íslands til fræðsluráðstefnu í Borgartúni 6, Reykjavík, 4. hæð, kl. 14:00 - 17:00. Lesa meira

19.5.2003 : Framlög til frjálsra félagasamtaka á sviði umhverfismála

Framlög umhverfisráðuneytisins til frjálsra félagasamtaka hafa aukist úr 2 milljónum króna á ári í 8 milljónir króna á ári. Lesa meira

2.5.2003 : Ísland er innan marka Kyotobókunar

Spár um útblástur fram til ársins 2020 benda til þess að útblástur muni ekki aukast umfram þau 10% sem Kyotobókunin heimilar á skuldbindingartímabili bókunarinnar 2008-2012. Lesa meira

2.5.2003 : Samningur um umsjón og rekstur friðlandsins á Hornströndum

Umhverfisráðherra Siv Friðleifsdóttir umdirritaði í dag samning við Ísafjarðarbæ um umsjón og rekstur friðlandsins á Hornströndum. Lesa meira

25.4.2003 : Samningur um innleiðingu Staðardagskrár 21 í fámennum sveitarfélögum og stuðning við áform um að gera Hrísey að sjálfbæru samfélagi.

Iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra undirrituðu í dag samning um innleiðingu Staðardagskrár 21 í fámennum sveitarfélögum og stuðning við áform um að gera Hrísey að sjálfbæru samfélagi. Lesa meira

25.4.2003 : Kuðungurinn umhverfisviðurkenning umhverfisráðuneytisins var veitt í dag

Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra veitti í dag, á Degi umhverfisins, Árvakri hf. útgáfufélagi Morgunblaðsins umhverfisviðurkenningu umhverfisráðuneytisins, Kuðunginn. Lesa meira

23.4.2003 : Dagur umhverfisins 25. apríl 2003

Dagur umhverfisins verður haldinn hátíðlegur í fimmta sinn í ár. Ráðuneytið og sveitarfélög standa fyrir fjölmörgum viðburðum í tilefni dagsins. Lesa meira

11.4.2003 : Aðgerðir gegn campylobacter sýkingum spara árlega hundruð milljóna króna

Í ávarpi á málþingi um campylobacter sagði Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra að á síðustu þremur árum hafi með mjög góðum árangri verið gripið til fyrirbyggjandi aðgerða til að auka öryggi og heilnæmi íslenskra matvæla Lesa meira

9.4.2003 : Íslenski haförninn er alfriðaður.

Í tilefni af dómi hæstaréttar nr. 449/2002

Í nýgengnum dómi Hæstaréttar nr. 449/2002 var sýknað fyrir brot gegn nánar tilteknum ákvæðum í lögum nr. 64/1994 um vernd friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum og fyrir brot gegn lögum um náttúruvernd, nr. 44/1999, sbr. auglýsingu nr. 425/1997. Lesa meira

4.4.2003 : Umhverfisráðuneytið styrkir frjáls félagasamtök

Umhverfisráðherra hefur afgreitt styrkumsóknir frá frjálsum félagasamtakökum á umhverfissviði. Veittir voru almennir rekstrarstyrkir að upphæð 4,7 milljónir króna og 2,7 milljónir til verkefna á vegum félagasamtaka. Lesa meira

31.3.2003 : Lög um meðhöndlun úrgangs

Á nýliðnu þingi voru samþykkt lög um meðhöndlun úrgangs Lesa meira

27.3.2003 : Áfangaskýrsla um þjóðgarð norðan Vatnajökuls

Nefnd um stofnun þjóðgarðs norðan Vatnajökuls hefur skilað áfangaskýrslu til umhverfisráðherra. Lesa meira

27.3.2003 : Formleg opnun Sorporkustöðvar Skaftárhrepps á Kirkjubæjarklaustri

Umhverfisráðherra opnaði í gær formlega nýja Sorporkustöð á Kirkjubæjarklaustri við fjölmenna athöfn. Lesa meira

27.3.2003 : Staðfesting aðalskipulags Skaftárhrepps

Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra staðfesti í gær aðalskipulag Skaftárhrepps sem nær til ársins 2014. Lesa meira

11.2.2003 : Nýr skrifstofustjóri á skrifstofu laga og upplýsingamála

Umhverfisráðherra skipaði í dag Sigríði Auði Arnardóttur, lögfræðing, í embætti skrifstofustjóra nýrrar skrifstofu laga og upplýsingamála í ráðuneytinu. Sigríður Auður er fyrsta konan sem gegnir stöðu skrifstofustjóra í ráðuneytinu frá upphafi. Lesa meira

24.1.2003 : Ný reglugerð um hollustuhætti

Meginmarkmið nýrrar reglugerðar um hollustuhætti er að stuðla að framkæmd hollustuverndar og að samræma heilbrigiseftirlit í landinu. Lesa meira

17.1.2003 : Fullyrðingar Konunglega breska fuglaverndarfélagsins um áhrif Kárahnjúkavirkjunar á heiðagæsastofninn

Umhverfisráðuneytið vill koma á framfæri leiðréttingum vegna fréttaflutnings í fjölmiðlum í gær þegar rætt var við Lloyd Austin framkvæmdastjóra Konunglega breska fuglaverndarfélagsins (RSPB) í Skotlandi. Lesa meira

16.1.2003 : Stofnun Kvískerjasjóðs

Í gær undirritaði umhverfisráðherra skipulagsskrá Kvískerjasjóðs. Sjóðurinn er stofnaður til heiðurs Kvískerjabræðrum fyrir framlag þeirra til öflunar þekkingar og rannsókna á náttúru og sögu Austur-Skaftafellssýslu. Lesa meira

7.1.2003 : Breytingar á stofnanauppbyggingu umhverfisráðuneytisins

Um áramótin urðu mikilvægar breytingar á stofnanauppbyggingu umhverfisráðuneytisins er Umhverfisstofnun og Úrvinnslusjóður tóku til starfa. Lesa meira

7.1.2003 : Ný reglugerð um mjólk og mjólkurvörur

Ný reglugerð um mjólk og mjólkurvörur nr. 919/2002 tók gildi 1. janúar 2003. Lesa meira