Fréttasafn

23.3.2017 : Ný skrifstofa Vatnajökulsþjóðgarðs opnar í Fellabæ

Björt Ólafsdóttir,  umhverfis- og auðlindaráðherra, opnaði á dögunum nýja aðalskrifstofu Vatnajökulsþjóðgarðs í Fellabæ á Héraði.

Lesa meira

17.3.2017 : Heildstætt yfirlit yfir vistgerðir á Íslandi komið út

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur gefið út ritið Vistgerðir á Íslandi ásamt kortum í kortasjá. Með útgáfunni er í fyrsta sinn birt heildstætt yfirlit og lýsing á vistgerðum Íslands, útbreiðslu þeirra, stærð og verndargildi. Með vistgerðalýsingum fyrir landið er tekin upp ný aðferðafræði við flokkun og kortlagningu lífríkis. 

Lesa meira

15.3.2017 : Frumvarp um kæruheimild vegna athafna og athafnaleysis í kynningu

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi um sérstaka kæruheimild vegna athafna og athafnaleysis. Með frumvarpinu er lögð til breyting á lögum um mat á umhverfisáhrifum, lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála og lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Breytingin er tilkomin vegna athugasemda Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) við innleiðingu á tilskipun um mat á umhverfisáhrifum.

Lesa meira

15.3.2017 : Ísland skilar landsskýrslu um innleiðingu Árósasamningsins

Ísland hefur skilað skýrslu sinni til Árósasamningsins um stöðu innleiðingar samningsins hér á landi. Aðildarríkjum hans ber að skila slíkum skýrslum til skrifstofu samningsins á þriggja ára fresti.

Lesa meira
Sveppur

8.3.2017 : Styrkir til reksturs félagasamtaka á sviði umhverfismála

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur úthlutað rekstrarstyrkjum til frjálsra félagasamtaka. 

Lesa meira
Byggingakranar.

6.3.2017 : Breyting á byggingarreglugerð vegna skoðunarhandbóka til umsagnar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að breytingu á byggingarreglugerð og skoðunarhandbók sem þar er sett fram í viðauka. 

Lesa meira