Fréttasafn

24.5.2017 : Efld vöktun á ástandi Mývatns

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur falið Náttúrurannsóknastöðinni við Mývatn (RAMÝ) og Umhverfisstofnun að efla vöktun á innstreymi næringarefna í Mývatn og fleiri þáttum nú í sumar.

Lesa meira

24.5.2017 : Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað formann og varaformann Þingvallanefndar

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað formann og varaformann Þingvallanefndar úr hópi aðalmanna sem kosnir hafa verið til setu í nefndinni.

Lesa meira

15.5.2017 : Átaki gegn plastburðarpokum hleypt af stokkum

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hleypti í dag af stokkunum átaki Pokasjóðs „Tökum upp fjölnota“ sem miðar að því að draga úr notkun plastburðapoka á Íslandi ásamt fulltrúum aðildarverslana sjóðsins. Af því tilefni var klippt á borða úr plastpokum sem hefði náð frá Reykjavík til Selfoss ef hann hefði verið gerður úr þeim fjölda plastpoka sem landsmenn nota á einum degi.

Lesa meira

12.5.2017 : 160 milljónir í átak í landvörslu í sumar

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að tillögu umhverfis- og auðlindaráðherra að ráðast í átak í landvörslu í sumar. Verður 160 milljónum veitt aukalega til landvörslu á stöðum í náttúru Íslands sem fjölsóttir eru af ferðamönnum. Um er að ræða 70% aukningu landvarðavikna sem ráðið er í til skemmri tíma.

Lesa meira

5.5.2017 : Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum ýtt úr vör

Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands skrifuðu í dag undir samstarfsyfirlýsingu um gerð aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum sem liggja skal fyrir í lok ársins.

 

Lesa meira

3.5.2017 : Uppfærð framkvæmdaáætlun Íslands vegna þrávirkra lífrænna efna komin út

Ísland hefur skilað uppfærðri framkvæmdaáætlun vegna þrávirkra lífrænna efna til Stokkhólmssamningsins. Áttunda aðildaríkjaþing samningsins stendur nú yfir í Genf.

Lesa meira