Fréttasafn

24.2.2017 : Frumvarp um refsiviðurlög við tilteknum umhverfisbrotum til umsagnar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi vegna breytinga á lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda og lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Breytingarnar eru gerðar vegna innleiðinga Evróputilskipana sem hafa það að markmiði að sporna við brotum sem hafa áhrif á umhverfið.

Lesa meira
Kudungurinn-2016

17.2.2017 : Óskað eftir tilnefningum til Kuðungsins 2016

Úthlutunarnefnd á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnun, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári, er þess verðug að hljóta umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn fyrir árið 2016.

Lesa meira
Danska smáforritið „Too Good To Go“ hlaut umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs í fyrra.

16.2.2017 : Óskað eftir tillögum að handhöfum umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs

Norðurlandaráð auglýsir eftir tillögum að handhöfum náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2017. Þema Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs á þessu ári er verkefni sem færa okkur nær úrgangslausu samfélagi.

Lesa meira
20170213_132218--2-

13.2.2017 : Veruleg tækifæri til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands (HHÍ) hefur skilað umhverfis- og auðlindaráðuneytinu greiningarskýrslu um möguleika Íslands til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka bindingu kolefnis úr andrúmslofti. HHÍ kynnti helstu niðurstöður hennar á fundi í dag.

Lesa meira
Horft-ad-Snaefelli

9.2.2017 : Áfangaskýrsla um þjóðgarð á miðhálendi Íslands afhent ráðherra

Nefnd sem hefur fjallað um forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu hefur skilað umhverfis- og auðlindaráðherra áfangaskýrslu. Skýrslan felur í sér greiningu á núverandi stöðu miðhálendisins auk kortlagningar svæðisins.  Gert er ráð fyrir að lokaskýrsla nefndarinnar, leggi grunninn að ákvarðanatöku um næsta áfanga verndunar miðhálendisins.

Lesa meira
Hvönn og foss í íslenskri náttúru.

2.2.2017 : Styrkir til verkefna 2017

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur úthlutað styrkjum til verkefna á málefnasviði ráðuneytisins.

Lesa meira