Hoppa yfir valmynd
18. maí 2011 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Landgræðslan og Landmælingar í hópi fyrirmyndarstofnana

Landgræðslan varð í þriðja sæti í vali um stofnun ársins.
Landgræðslan varð í þriðja sæti í vali um stofnun ársins.

Landgræðsla ríkisins varð á dögunum í þriðja sæti í vali SFR um stofnun ársins í hópi stærri stofnana. Þá varð önnur stofnun umhverfisráðuneytisins, Landmælingar Íslands, í sjötta sæti í hópi minni stofnana.

Þetta er í sjötta sinn sem SFR stendur að vali á Stofnun ársins en könnunin var gerð meðal félagsmanna SFR og annarra ríkisstarfsmanna  á starfsskilyrðum þeirra og líðan á vinnustað. Rúmlega 200 stofnanir tóku þátt í valinu.  Samhliða vali á stofnun ársins stendur VR fyrir vali á fyrirtæki ársins en um er að ræða eina stærstu reglulegu vinnumarkaðskönnun sem gerð er hér á landi.

Sérstakur saksóknari var valinn stofnun ársins í hópi stærri fyrirtækja en Sýslumaðurinn í Vík í hópi þeirra minni.

Umhverfisráðuneytið óskar Landgræðslunni og Landmælingum til hamingju með árangurinn.

Sjá nánar um könnunina.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum