Dagur
Dagskrá

Dagskrá 2016

Allt landið 

 • Hér eru skráðar upplýsingar um viðburði sem efnt er til í tilefni Dags íslenskrar náttúru 2016. Upplýsingar má senda á netfangið bergthora.njala@uar.is.

Höfuðborgarsvæðið

 • Hafnarfjörður Sett verða upp fræðsluskilti á fimm friðlýstum svæðum í Hafnarfirði í tengslum við Dag íslenskrar náttúru í því skyni að hvetja til þess að fólk taki sér göngutúra á svæðunum. Skiltin eru líka á ensku
 • 8:20 Kópavogur Umhverfisvika Menntaskólans í Kópavogi sett með gönguferð nemenda um Kópavog þar sem þemað er vættir. Við tekur svo heil vika þar sem umhverfismálin verða efst á baugi. Dagskrá vikunnar
 • 10:00 - 16:00 Mosfellsbær. Hjólaráðstefnan "Hjólum til framtíðar" er haldin á Degi íslenskrar náttúru í ár og er af því tilefni tileinkuð hjólinu og náttúrunni. Nánari upplýsingar. 
 • 12:00 Reykjavík Reykjavíkurborg býður upp á fuglaskoðun í Grafarvogi og er það hluti af fræðsluátakinu Reykjavík-iðandi af lífi. Nánari upplýsingar
 • 12:15 Garðabær Náttúrufræðistofnun Íslands býður til göngu um hraunið í nágrenni stofnunarinnar í Garðabæ undir leiðsögn Birgis Vilhelms Óskarssonar jarðfræðings og Rannveigar Thoroddsen líffræðings. Mæting er við hús Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ. Áætlaður göngutími er 60 mínútur. 
 • 13:30 Reykjavík Hátíðarsamkoma umhverfis- og auðlindaráðherra í Rafveituheimilinu í Elliðaárdal. Afhending fjölmiðlaverðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Náttúruverndarviðurkenningar Sigríðar í Brattholti.
 • Laugardaginn 17. september kl. 11:45 Seltjarnarnes Háskóli Íslands býður í fjöruferð í Gróttu í tilefni Dags íslenskrar náttúru. Gangan er hluti af verkefni Háskóla Íslands og Ferðafélags barnanna, undirdeildar Ferðafélags Íslands, sem nefnist Með fróðleik í fararnesti. Hrefna Sigurjónsdóttir, prófessor og Kristín Norðdahl lektor, báðar frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands, fræða okkur um heim fjörunnar og sýna það sem býr í þaranum og undir steinunum. Nánari upplýsingar.
 • Sunnudaginn 18. september kl. 11:00 Mosfellsbær Í tilefni af Degi íslenskrar náttúru býður Mosfellsbær til fjallgöngu á Úlfarsfell. Gengið verður frá skógræktarsvæðinu við Hamrahlíð. Þægileg ganga með leiðsögn. Allir velkomnir.
 • Sunnudaginn 18. september kl. 11:30 - 15:00 Álftanes Fugla- og náttúruverndarfélag Álftaness býður í fjörudag í fjörunni við ós. Góð aðkoma er frá Búðarflöt, við bátageymslu kayakræðara og aðstöðu félagsmanna Sviða. Líffræðingar verða á staðnum svo gott tækifæri er til að fræðast um lífríkið í fjörunni. Nánari upplýsingar.

Suðurland 

 • 15. september kl. 11:00 - 17:00 Höfn í Hornafirði Náttúrustofa Suðausturlands kynnir starfsemi sína fyrir nemendum, atvinnulífinu og almenningi á Starfastefnumóti í Nýheimum. Sýndar verða myndir úr starfi stofunnar, fiðrildi og steinar verða til sýnis og hægt að spjalla við starfsmenn um öll möguleg og ómöguleg verkefni sem tengjast náttúrunni.

Austurland

 • Fjarðabyggð Sagnasöfnun um vætti í náttúru austfirsku fjarðanna verður hleypt af stokkunum á Degi íslenskrar náttúru. Verkefnið verður unnið í samvinnu við grunnskólana (7-10 bekkur) í sveitarfélaginu. Nánari upplýsingar.         Heimasíða verkefnisins.  

 • 9:30 Fjarðabyggð Dagur íslenskrar náttúru þann 16. september mun marka formlegt upphaf á þátttöku Verkmenntaskóla Austurlands í alþjóðlega verkefninu Skólar á grænni grein. Af þessu tilefni verður stutt dagskrá í félagsaðstöðu nemenda í austurendanum. Þar mun skólameistari og nemendaráð kynna fyrstu skrefin í sorpflokkun og einnig munu nemendur úr LIA flytja ljóð. Nánari upplýsingar

 • 10:00 - 12:00 Djúpavogur Söguspjall á Teigarhorni. Geislasteinasafnið verður opið og er fólk velkomið á staðinn til að segja sögur, lesa sögur og hlusta á sögur.t.d. sögur um Kristján Bónda á Teigarhorni sem gekk í svefni 5 km. leið inn á Djúpavog, um Tröllkonuna Kápu í Kápugili, goðin í Goðaborg og fleira. Engar athyglisverðar sögur eiga að vera ósagðar. Kaffi á könnunni.

Norðurland

 • 18:00 Akureyri Róleg hjólaferð með leiðsögn frá Minjasafninu og inn fyrir flugvöll og austur hólmasvæðið. Stoppað á nokkrum stöðum sem tengjast samgöngusögu og þróun svæðisins. Hjólaferðin hefst við Minjasafnið og tekur u.þ.b. 1,5 klst. Fararstjóri verður Ólafur Kjartansson.  Nánari upplýsingar. 

Vestfirðir

 • Nemendur Menntaskólans á Ísafirði hafa unnið myndbönd í tilefni Dags íslenskrar náttúru.  Sjá myndböndin .    

Vesturland 

 • 17:00 Akranes Landmælingar Íslands bjóða upp á jarðfræðigöngu um Akranes fyrir alla og er ekkert þátttökugjald. Dr. Jóhann Helgason, jarðfræðingur og Eydís Líndal Finnbogadóttir leiða gönguna. Lagt verður af stað  kl. 17 frá Landmælingum Íslands (anddyri stjórnsýsluhússins). Gangan mun taka 1 ½ - 2 klukkustundir með góðum stoppum á leiðinni þar sem velt verður fyrir sér myndun Akraness og nágrennis. Gengið verður frá Stillholti að Kalmansvík og þaðan um  Höfðavík. Þaðan verður förinni heitið eftir ströndinni inn að Miðvogi og að gamla bæjarstæði Innstavogs en þangað er akvegur.