Hoppa yfir valmynd

Loftslagsstefna Stjórnarráðsins

Loftslagsstefna Stjórnarráðsins er ein af aðgerðunum í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum og var samþykkt á ríkisstjórnarfundi 9. apríl 2019. Stefnan tekur til allra ráðuneyta Stjórnarráðsins og Rekstrarfélags Stjórnarráðsins auk þess sem gerðar eru kröfur til ríkisstofnana um aðgerðir í loftslagsmálum.

Markmiðið með loftslagsstefnunni er að Stjórnarráðið verði til fyrirmyndar í loftslagsmálum og bindi meiri koltvísýring en það losar. Dregið verður úr losun gróðurhúsalofttegunda í allri starfsemi Stjórnarráðsins auk þess sem öll losun verður kolefnisjöfnuð við árslok 2019 og meira til. Stjórnarráðið mun jafnframt draga úr losun sinni á CO2 samtals um 40% til ársins 2030 með því að leggja sérstaka áherslu á eftirfarandi þætti í starfsemi ráðuneyta:

  • flugferðir erlendis og innanlands með áherslu á fjarfundi og breytt vinnulag.
  • ferðir starfsmanna til og frá vinnu með vistvænum samgöngum.
  • akstur á vegum ráðuneyta - með endurnýjun eigin bifreiða og kröfum til bílaleiga og leigubíla um bifreiðar án jarðefnaeldsneytis.
  • úrgang - með minni sóun og aukinni flokkun.
  • orkunotkun - með orkusparnaðaraðgerðum.
  • máltíðir í mötuneytum.

Loftslagsstefnan gildir til ársins 2030 og er ekki einungis ætlað að hafa bein áhrif á þá starfsemi sem undir hana fellur heldur einnig margfeldisáhrif. Loftslagsstefnu Stjórnarráðsins fylgir aðgerðaáætlun fyrir árin 2019-2021 en við vinnslu stefnunnar gripu ráðuneytin strax til fjölbreyttra aðgerða.

Hægt er að hafa koma ábendingum eða fyrirspurnum um loftslagsstefnuna með því að hafa samband við Önnu Sigríði Einarsdóttur verkefnastjóra loftslagsstefnu Stjórnarráðsins á anna.einarsdottir[hjá]urn.is.

Loftslagsstefna stjórnarráðsins 


Heimsmarkmið Sþ: 13 Verndun jarðarinnar Heimsmarkmið Sþ: 7 Sjálfbær orka Heimsmarkmið Sþ: 11 Sjálfbærar borgir og samfélög Heimsmarkmið Sþ: 12 Ábyrg neysla Heimsmarkmið Sþ: 17 Samvinna um markmiðin

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum