Hoppa yfir valmynd
24. september 2015 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Forstjóri Umhverfisstofnunar Evrópu á Íslandi

Hans Bruyninckx, forstjóri EEA.

Hans Bruyninckx, forstjóri Umhverfisstofnunar Evrópu (EEA), kynnti í gær yfirlitsskýrslu (SOER2015) um stöðu og horfur umhverfismála í álfunni á fundi á Hótel Natura í Reykjavík. Slíkar skýrslur eru gefnar út á fimm ára fresti og er þetta sú fimmta í röðinni.

Slíkir kynningarfundir hafa verið haldnir hjá u.þ.b helmingi aðildarríkja EEA í framhaldi af formlegri birtingu skýrslunar í byrjun mars á þessu ári í Brussel.

Bruyninckx hefur gegnt stöðu forstjóra EEA frá árinu 2013 og er þetta í fyrsta heimsókn hans til Íslands. Á kynningarfundinum fór hann yfir meginefni skýrslunnar og í framhaldinu svaraði hann fyrirspurnum gesta og tók þátt í umræðum.

'' Frá fundi með Sigrúnu Magnúsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra.

 

Fyrr um daginn átti Bruyninckx fund með Sigrúnu Magnúsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra.

Í dag situr Bruyninckx vinnufund forstjóra umhverfisstofnana Evrópuríkja sem haldinn er á vegum Umhverfisstofnunar Íslands í Reykjavík.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum