Hoppa yfir valmynd
9. apríl 2015 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Reglugerð um landshlutaverkefni í skógrækt undirrituð

Úr Hallormsstað.

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur sett reglugerð fyrir landshlutaverkefni í skógrækt. Reglugerðin kveður á um hvað landshlutaáætlanir eiga að innihalda, m.a. stöðu- og árangursmat fyrir viðkomandi landshlutaverkefni, stefnumörkun fyrir landshlutann og framkvæmdaáætlun.

Reglugerðin byggir á lögum um landshlutaverkefni í skógrækt og er nú sett í fyrsta sinn. Meginmarkið reglugerðarinnar er að samræma vinnubrögð landshlutaverkefnanna, sem eru fimm talsins: Suðurlandsskógar, Héraðs- og Austurlandsskógar, Norðurlandsskógar, Skjólskógar á Vestfjörðum og Vesturlandsskógar.

Í reglugerðinni er m.a. fjallað um það hvernig standa skuli að umsóknarferli þegar nýr aðili sækir um þátttöku í verkefninu. Ræktunaráætlunum er lýst og hvað beri að hafa í huga við undirbúning skógræktar. Áhersla er á að styrkja verkefnin með gæðaúttektum á gróðursetningum og meta árangur ræktunarinnar. Við reglugerðina eru enn fremur viðaukar sem fjalla m.a. um starfsreglur stjórna landshlutaverkefnanna.

Reglugerð nr. 285/2015 um landshlutaverkefni í skógrækt

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum