Hoppa yfir valmynd
26. maí 2014 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Ný lagaákvæði um losun og móttöku úrgangs frá skipum

Skip við bryggju.
Skip við bryggju.

Alþingi hefur samþykkt breytingar á lagaákvæðum er varða losun og móttöku úrgangs frá skipum. Markmið laganna er að draga úr mengun hafsins með því að koma í veg fyrir að skip losi úrgang í hafið. Breytingarnar varða annars vegar lög um varnir gegn mengun hafs og stranda og hins vegar hafnalög.

Með breytingunum er nú kveðið skýrt á um að í öllum höfnum landsins skuli komið upp aðstöðu fyrir móttöku úrgangs frá skipum eða að rekstraraðilar hafna tryggi að slík þjónusta sé til staðar. Skyldur eru lagðar á skipstjóra að skila öllum úrgangi frá skipi í aðstöðu hafnar, með vissum undantekningum þó.

Þá skulu skip sem koma til hafnar greiða úrgangsgjald sem ætlað er að standa straum af aðstöðunni í höfn sem og móttöku og meðhöndlun úrgangsins, að fiskiskipum undanskildum. Er það í samræmi við þær Evróputilskipanir sem innleiddar eru með lögunum, en þeim er að stórum hluta til ætlað að koma til móts við skuldbindingar Íslands skv. samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Gert er ráð fyrir að gjaldið verði útfært sem hluti af almennu hafnargjaldi, en mikilvægt er að gjaldið feli ekki í sér hvata til að losa úrgang í hafið.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum