Hoppa yfir valmynd
12. mars 2013 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Breytingar gerðar á byggingarreglugerð

Byggingakranar.
Byggingakranar.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur í samvinnu við Mannvirkjastofnun unnið drög að breytingu á 9. hluta byggingarreglugerðar nr. 112/2012 sem lýtur að vörnum gegn eldsvoða. Tekið er á móti umsögnum og athugasemdum um breytingarnar til 18. mars næstkomandi.

Með breytingunum er tekið tillit til ábendinga sem borist hafa á þeim tíma sem liðinn er frá setningu reglugerðarinnar um atriði sem m.a. lúta að hagkvæmari lausnum á vörnum gegn hættu af eldi. Framsetningu krafna er breytt á þann hátt að ákvæðum 9. hluta reglugerðarinnar er skipt í meginreglur sem eru ávallt ófrávíkjanlegar og viðmiðunarreglur sem eru frávíkjanlegar með tækniskiptum eða brunahönnun. Viðmiðunarreglurnar koma þannig í stað viðauka II.

Aðrar breytingar felast einkum í  annarri uppröðun ákvæða og að orðalag er gert skýrara.

Athugasemdir við breytingarnar skal senda til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins á netfangið [email protected] eða í bréfpósti í Skuggasund 1, 150 Reykjavík fyrir 18. mars næstkomandi. 

Drög að reglugerð um breytingu á 9. hluta byggingarreglugerðar nr. 112/2012 (varnir gegn eldsvoða)

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum