Hoppa yfir valmynd
15. desember 2011 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Nefnd um landsskipulagsstefnu skipuð

Skarðsheiði.

Umhverfisráðherra hefur skipað ráðgjafarnefnd um gerð landsskipulagsstefnu. Hlutverk nefndarinnar er að vera ráðherra og Skipulagsstofnun til ráðgjafar og samráðs við undirbúning og gerð landsskipulagsstefnu.

Hér er um að ræða nýja stefnumörkun í skipulagsmálum en markmið landsskipulagsstefnu er að setja fram leiðarljós um landnotkun, nýtingu lands og landgæða sem tryggir öryggi og heildarhagsmuni við gerð skipulagsáætlana og stuðlar að sjálfbærri þróun og skilvirkri áætlanagerð. Þá er landsskipulagsstefnu ætlað að stuðla að samræmingu í stefnumótun ríkis og sveitarfélaga um landnotkun og nýtingu lands. Umhverfisráðherra leggur svo landsskipulagsstefnuna fram sem sem þingsályktun á Alþingi, og mun fyrsta landsskipulagsstefnan líta dagsins ljós árið 2012.

Í nefndinni sitja:

  • Sigríður Auður Arnardóttir, formaður, umhverfisráðuneyti,
  • Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, skipulagsfræðingur, skipuð án tilnefningar,
  • Dorothee Katrín Lubecki, tilnefnd af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti,
  • Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga,
  • Albertína F. Elíasdóttir, skipuð áheyrnarfulltrúi, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga,
  • Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngufræðingur, tilnefndur af innanríkisráðuneyti,
  • Helga Barðadóttir, deildarsérfræðingur, tilnefnd af iðnaðarráðuneyti
  • Héðinn Unnsteinsson, stefnumótunarfræðingur, tilnefndur af forsætisráðuneyti.

Skipan ráðgjafarnefndarinnar er í samræmi við ný skipulagslög en starfi hennar lýkur þegar Alþingi hefur samþykkt þingsályktun um landsskipulagsstefnu.

Kveðið er á um hlutverk og starfshætti ráðgjafarnefndarinnar í 4. og 5. gr. í reglugerð um landsskipulagsstefnu nr. 1001/2011.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum