Hoppa yfir valmynd
1. nóvember 2011 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Norrænir umhverfisráðherrar funda

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra kynnir stefnumótun norrænu umhverfisráðherranna á Norðurlandaráðsþingi í Reykjavík.
Frá Norðurlandaráðsþingi 2010 í Reykjavík

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra sækir á morgun fund norrænu umhverfisráðherranna í Kaupmannahöfn. Fundurinn er haldinn í tengslum við þing Norðurlandaráðs.

Á fundinum munu ráðherrarnir m.a. fjalla um stöðuna í loftslagsmálum en Norðurlönd hafa unnið náið saman að mörgum þáttum í þeim viðræðum sem nú standa yfir um  nýjan loftslagssamning. Meðal annars hafa norrænu umhverfisráðherrarnir sett á laggirnar sérstakan vinnuhóp um alþjóðlegar loftslagsviðræður (NOAK). Meginmarkmið hans er að styðja við alþjóðlegu samningaviðræðurnar um loftslagsmál með því að nýta norræna þekkingu og verkefni sem stuðla að því að góður árangur náist.

Þá munu ráðherrarnir einnig ræða græna hagkerfið og undirbúning fyrir Rio+20 ráðstefnuna um sjálfbæra þróun sem haldin verður í júní á næsta ári. Loks munu ráðherrarnir ræða nýja umhverfisáætlun fyrir Norðurlönd en sú sem nú er í gildi rennur út í lok næsta árs.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum