Hoppa yfir valmynd
4. maí 2011 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Úthlutun á styrkjum úr Veiðikortasjóði 2011

 

Umhverfisráðuneytið hefur ákveðið úthlutun úr Veiðikortasjóði fyrir árið 2011. Í kjölfar auglýsingar, sem birt var 1. nóvember sl., um umsóknir um styrki úr Veiðikortasjóði til rannsókna á stofnum villtra fugla og villtra spendýra bárust umhverfisráðuneytinu tólf umsóknir frá níu aðilum að upphæð 27,5 milljónir króna.

Umsóknirnar voru sendar til umsagnar hjá Umhverfisstofnun í samræmi við ákvæði 3. mgr. 11. gr. laga 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, eins og henni var breytt með 39. gr. laga nr. 164/2002. Í samræmi úthlutunarreglur fyrir Veiðikortasjóð fékk Umhverfisstofnun álit frá ráðgjafarnefnd um úthlutanir úr sjóðnum en í ráðgjafarnefndinni sitja fulltrúar Bændasamtaka Íslands, Skotveiðifélags Íslands og umhverfisverndarsamtaka.

Ráðuneytið hefur að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar og áliti ráðgjafarnefndarinnar um umsóknirnar ákveðið að veita eftirfarandi aðilum styrki úr Veiðikortasjóði:

  • Arnþór Garðarssyni, Náttúrustofu Suðurlands og Háskóla Íslands, krónur 2.258.000 til  verkefnisins: Stofnrannsóknir á lunda.
  • Halldór Walter Stefánsson, krónur 700.000 til verkefnisins: Áhrif eggjatöku á afkomu heiðgæsa og grágæsa á Íslandi.
  • Landnýtingarsetur Háskóla Íslands, krónur 1.660.000 til verkefnisins: Breytileiki í gæðum varpbúsvæða grágæsa: gildi fyrir nýtingu og vernd.
  • Líffræðistofnun Háskóla Íslands, krónur 1.902.000 til verkefnisins: Vöktun íslenska refastofnsins.
  • Náttúrufræðistofnun Íslands, krónur 8.100.000 til verkefnisins: Rjúparannsóknir 2011
  • Náttúrufræðistofnun Íslands, krónur 2.990.000 til verkefnisins: Stofngerðarrannsókn á íslensku rjúpunni
  • Náttúrustofa Austurlands, krónur 2.500.000 til verkefnisins: Íslensk / breski grágæsastofninn.
  • Náttúrustofa Austurlands, krónur 1.100.000 til verkefnisins: Kaup á netbyssu
  • Náttúrustofa Suðurlands, krónur 177.000 til verkefnisins: Myndavélalinsa og minniseining til rannsókna á stofnbreytingu bjargfugla.
  • Rannveig Magnúsdóttir og Náttúrstofa Vesturlands, krónur 2.750.000 til verkefnisins: Breytileiki á fæðuvali minks á Snæfellsnesi á árunum 2001-2009.
  • Skotveiðifélag Íslands, krónur 1.200.000 til verkefnisins: Nýting á villibráð.
  • Verkís, 2.163.000 krónur til verkefnisins: Vöktun á ungahlutfalli í veiðistofnum gæsa og anda, með aldursgreiningu vængja úr veiði, og vöktun á ungahlutfalli í friðuðum stofni blesgæsa.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum