Hoppa yfir valmynd
21. september 2009 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Dagskrá Umhverfisþings

Dagskrá Umhverfisþings dagana 9. og 10. október liggur nú fyrir og er sjálfbær þróun meginefni þingsins að þessu sinni. Á þinginu verður m.a. kynnt ný skýrsla umhverfisráðherra um umhverfi og auðlindir og drög að nýjum áherslum í stefnumótun stjórnvalda um sjálfbæra þróun.

Í málstofum á þinginu verður fjallað um umhverfismál í sveitarfélögum og atvinnulífinu. Einnig er lögð áhersla á þátttöku ungs fólks í þinginu til að stuðla að umræðu milli kynslóðanna um framtíðarþróun Íslands.

Hjalti Þór Vignisson, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, verður heiðursgestur og mun hann flytja erindi að morgni föstudagsins 9. október tengt umfjöllun þingsins.

Sérstök athygli er vakin á umræðum í heimskaffistíl sem verða að loknum erindum í málstofum á föstudegi og eftir erindin á laugardagsmorgni. Hugmyndir og tillögur frá heimskaffihúsinu verða nýttar til stefnumörkunar og annarrar vinnu hjá umhverfisráðuneytinu í kjölfar þingsins.

Umhverfisþing fer fram á Hótel Hilton Nordica í Reykjavík. Þóra Arnórsdóttir og Freyr Eyjólfsson verða þingforsetar.

Dagskrá Umhverfisþings 9. og 10. október

Föstudagur 9. október

08:30 – 08:55       Skráning og afhending fundargagna.

09.00 – 09.50         Þingsetning.

09.00 – 09.15         Ávarp: Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra. (Upptaka).

09.15 – 09.40         Ávarp: Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar. (Glærur)

09.40 – 09.50         Ávarp: Sigríður Ólafsdóttir og Unnsteinn Manuel Stefánsson, nemendur í
                                 
Menntaskólanum við Hamrahlíð, fulltrúar ungmenna.

09.50 – 10.10         Kaffihlé.

10.10 – 10.30         Umhverfi og auðlindir – Stefnum við í átt til sjálfbærrar þróunar? Kynning á skýrslu
                                  umhverfisráðherra. Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu. (Glærur). (Upptaka).

10.30 – 10.40         Velferð til framtíðar, nýjar áherslur 2010-2013. Danfríður Skarphéðinsdóttir, sérfræðingur í
                                  umhverfisráðuneytinu. (Glærur). (Upptaka).

10.40 – 11.00         Hugleiðingar um umhverfismál með hliðsjón af skýrslu umhverfisráðherra. Magnús Tumi
                                  Guðmundsson, prófessor við Háskóla Íslands. (Upptaka).

11.00 – 11.10         Hrund Skarphéðinsdóttir, fulltrúi umhverfisverndarsamtaka. (Upptaka).

11.10 – 11.20         Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. (Upptaka).

11.20 – 11.30         Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. (Upptaka).

11.30 – 11:40         Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og formaður
                                  umhverfisnefndar miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. (Upptaka). 
      

11.40 – 12.30         Almennar umræður um skýrsluna og Velferð til framtíðar.

12.30 – 13.30         Matarhlé.

13.30 – 17.00         Erindi og umræður í málstofum A og B.

17:15                        Síðdegishressing í boði umhverfisráðherra.

18.00                        Sýning á heimildarmyndinni HOME eftir leikstjórann Yann Arthus-Bertrand í boði Franska
                                  sendiráðsins á Íslandi.

 

Málstofa A: Umhverfismál í sveitarfélögum 

Málstofustjóri:Ellý Katrín Guðmundsdóttir

10 mínútna erindi og umræður.

Samgöngumál

  • Samgöngustefna stjórnvalda. Kristján Möller, samgönguráðherra. (Upptaka).
  • Hvernig er hægt að draga úr losun frá samgöngum? Brynhildur Davíðsdóttir, dósent í umhverfis- og auðlindafræðum við Háskóla Íslands. (Upptaka).
  • Hvernig minnka ég útblásturinn minn? Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs

Akstur utan vega

  • Aðgerðir umhverfisráðuneytisins til að koma í veg fyrir akstur utan vega. Sesselja Bjarnadóttir, sérfræðingur umhverfisráðuneyti. (Glærur).
  • Einstök náttúra, en hversu lengi? – Utanvegaakstur og umgengni ferðafólks. Skúli Skúlason, fulltrúi Samtaka útivistarfélaga.
  • Utanvegaakstur – lagalegt umhverfi og hvað er til ráða? Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur og staðgengill lögreglustjórans á Suðurnesjum. (Upptaka).

Sorpmál

  • Nýir tímar í úrgangsstjórnun sveitarfélaga. Guðmundur Tryggvi Ólafsson, framkvæmdastjóri Sorpstöðvar Suðurlands bs. (Glærur). (Upptaka).
  • Stykkishólmsleiðin í sorphirðu og endurvinnslu. Erla Friðriksdóttir, bæjarstjóri. (Glærur). (Upptaka).

Skipulags- og byggingarmál

  • Skipulagsstefna og sjálfbær þróun. Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkisins. (Glærur). (Upptaka).
  • Sjálfbærni á sunnudögum. Salvör Jónsdóttir, skipulagsfræðingur hjá Alta. (Glærur). (Upptaka).
  • Vistvæn hönnun mannvirkja og vottun. Helga Jóhanna Bjarnadóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs EFLU verkfræðistofu.

15.30 – 17. 15         Samráðsfundur með ráðstefnugestum í heimskaffistíl þar sem leitað verður svara við
                                   spurningunni: 
„Hvernig náum við raunverulegum árangri við uppbyggingu sjálfbærs
                                   samfélags?“ 


Málstofa B: Umhverfismál og atvinnulífið

Málstofustjóri: Stefán Gíslason

10 mínútna erindi og umræður

  • Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja – lúxus eða lífsnauðsyn? Þóranna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Auði Capital. (Glærur).
  • Iðnaður framtíðarinnar - sjálfbær nýsköpun. Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. (Glærur).
  • Ert þú í Svansmerkinu? Græn tækifæri í framtíðinni Anne Maria Sparf, sérfræðingur Umhverfisstofnun. (Glærur). 
  • Vistvæn innkaup og villtar auðlindir í atvinnulífinu. Finnur Sveinsson, ráðgjafi í innkaupa- og umhverfismálum.
  • PM Endurvinnsla –  Skapandi útflutningsfyrirtæki með umhverfislegan ávinning. Haraldur Aikmann, framkvæmdastjórk PM endurvinnslu.
  • Umhverfisáhrif af fiskveiðum. Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir, Ms í umhverfis- og auðlindafræði. (Glærur).
  • Fiskveiðar - framtíðarsýn. Halla Jónsdóttir, verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. (Glærur).
  • Sjálfbær ferðaþjónusta til framtíðar – sýn á gæða- og umhverfismál. Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri
  • Sjálfbær ferðaþjónusta – hvar stöndum við í dag? Berglind Viktorsdóttir, MS í umhverfisfræðum og gæðastjóri Ferðaþjónustu bænda. (Glærur).
  • Fuglaskoðun og ferðamennska. Bryndís Reynisdóttir, ferða- og menningarmálafulltrúi Djúpavogs. (Glærur). 

15.30 – 17. 15         Samráðsfundur með ráðstefnugestum í heimskaffistíl þar sem leitað verður svara við
                                   spurningunni:
„Hvernig byggjum við upp öflugt og umhverfisvænt atvinnulíf?“ 

 

Laugardagur 10. október

Stuttar hugvekjur: Hvernig náum við takmarkinu um sjálfbært Ísland?

09.00 – 09.10          Sveinn Jónsson frá Kálfskinni. (Glærur). (Upptaka).

09.10 – 09.20          María Ellingsen, leikkona. (Upptaka).

09.20 – 09.30         Guðmundur Ingi Guðbrandsson, verkefnastjóri, Stofnun Sæmundar fróða. (Upptaka).

09.30 – 09.40         Brynhildur Pétursdóttir, ritstjóri Neytendablaðsins. (Upptaka).

09.40 – 09.50         Björg Pétursdóttir, sérfræðingur í menntamálaráðuneytinu. (Upptaka).

09.50 – 10.00         Fulltrúi ungmenna. (Upptaka).

Kaffihlé

10.20 – 12.45         Samráðsfundur í heimskaffistíl þar sem leitast verður við að svara spurningunni: „Sjálfbært
                                  Ísland – hvernig komumst við þangað?”

12.45                       Samantekt þingforseta.

12.55                       Umhverfisráðherra slítur þinginu. (Upptaka).

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum