Hoppa yfir valmynd
16. maí 2008 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Morgunverðarfundur um líffræðilega fjölbreytni

Dagur líffræðilegrar fjölbreytni er í ár tileinkaður landbúnaði. Af því tilefni efna umhverfisráðuneytið og Landgræðslan til morgunverðarfundar á Grand Hótel í Reykjavík, fimmtudaginn 22. maí, kl. 8:00 - 10:00. Fjallað verður um mikilvægi líffræðilegrar fjölbreytni fyrir landbúnað, næringu og matvælaöryggi. Einnig verður ný stefnumörkun Íslands um líffræðilega fjölbreytni kynnt.

Aðgangur er ókeypis en þess er óskað að þátttaka sé tilkynnt með tölvupósti á [email protected].

Dagskrá:

  • Morgunverður frá 8:00 til 8:30.
  • Ávarp Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra.
  • Falin fjölbreytni - jarðvegur og velferð vistkerfa. Kristín Svavarsdóttir og Guðmundur Halldórsson, Landgræðslunni.
  • Íslenskur landbúnaður og líffræðileg fjölbreytni. Bjarni Guðleifsson, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands.
  • Stefnumörkun Íslands um framkvæmd Samningsins um líffræðilega fjölbreytni. Snorri Baldursson, Náttúrufræðistofnun Íslands.
  • Umræður og fyrirspurnir.  


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum