Hoppa yfir valmynd
27. desember 2002 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Alþjóðlegir umhverfissamningar - Alþjóðasjóður

Alþjóðasjóður til að bæta tjón af völdum olíumengunar

Heiti:
- Alþjóðasamningur um stofnun alþjóðasjóðs til að bæta tjón af völdum olíumengunar.
- International Convention on the Establishment of an International Fund for Compensation for Oil Pollution Damage 1992 (1992 Fund Convention)

Eðli samnings og vörsluaðili:
- Bókun gerð við alþjóðlegan samning um sama málefni frá 1971.
Samningurinn lagður niður og bókunin tók við af honum.
- Í vörslu Alþjóða siglingamálastofnunarinnar (IMO).
- 76 aðildarríki í mars 2002.

Dags.:
- Gerð í Lundúnum 27. nóvember 1992.
- Öðlaðist gildi 30. maí 1996.

Aðild Íslands:
- Uppsögn samningsins 10. febrúar 2000; öðlaðist gildi 10. febrúar 2001.
Fullgilding bókunar 13. nóvember 1998, öðlaðist gildi 13. nóvember 1999

    Bókanir:
    - Bókun gerð í London 19. nóv. 1976; öðlaðist gildi 22. nóvember 1994
    Aðild Íslands: Fullgilding 24. mars 1994, öðlaðist gildi 22. nóvember 1994 C 16 /1995.
    - Bókun gerð í London 25. maí 1984; hafa ekki öðlast gildi.
    Ísland er ekki aðili.
    - Bókun gerð í London 27. nóvember 1992, öðlaðist gildi 30. maí 1996
    Aðild Íslands: Fullgilding 13. nóvember 1998, öðlaðist gildi 13. nóvember 1999.

    Breytingar:

    Stjórn:
    - Ákvarðanir eru teknar á fundi aðildarríkja.
    - Fundir eru haldnir árlega.
    - Skrifstofa samningsins sér um eftirlit með framkvæmd samningsins. Hún er í tengslum
    við Alþjóðasiglingamálastofnunina.

    Stefnumörkun: Umhverfisráðuneytið í samráði við Umhverfisstofnun og samgönguráðuneytið
    Framkvæmd: Umhverfisstofnun
    Þátttaka í fundum: Umhverfisstofnun í tengslum við IMO þátttöku
    Upplýsingagjöf: Umhverfisstofnun

    Markmið:
    - Að tryggja tjónþola olíumengunar einhverja baktryggingu í þeim tilvikum þegar þær
    hámarksbætur, sem skipseigendum er gert að greiða samkvæmt samningnum um
    einkaréttarlega ábyrgð, duga ekki til að bæta það tjón sem hann hefur orðið fyrir.
    - Að draga að nokkru leyti úr þeirri fjárhagslegu ábyrgð sem skipaeigendum er sett,
    samkvæmt ákvæðum samningsins um einkaréttarlega ábyrgð, með óbeinni þátttöku
    innflutningsaðili í greiðslu skaðabóta.

    Ákvæði:
    - Framlög í sjóðinn greiðast árlega af þeim innflutningsaðilum aðildarríkja sem flytja inn
    meira en 150 000 tonn á ári af gjaldskyldri olíu, eins og hún er skilgreind í samningnum.
    Framkvæmd:
    - Ákvæði samningsins hafa lagagildi hér á landi, sbr. l. nr. 14/1979.

    Upplýsingar:

    International Oil Pollution Compensation (IOPC Funds)
    Protland House
    Stag Place
    London SW1E 5PN
    United Kingdom
    tel: +44-20 759 27100
    fax: +44-20 759 27111
    e-mail: [email protected]



    Efnisorð

    Hafa samband

    Ábending / fyrirspurn
    Ruslvörn
    Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum