Hoppa yfir valmynd
27. desember 2002 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Alþjóðlegir umhverfissamningar - Einkaréttarleg ábyrgð

Einkaréttarleg ábyrgð v/tjóns af völdum olíumengunar

Heiti:
- Bókun um breytingu á alþjóðasamningi um einkaréttarlega ábyrgð vegna tjóns af
völdum olíumengunar, með breytingum frá 2000.
- Protocol to Amend the International Convention on Civil Liability for Oil Pollution
Damage 1969 as amended in 2000.

Eðli samnings og vörsluaðili:
- Bókun gerð við alþjóðlegansamning um sama málefni frá 1969.
Samningurinn lagður niður og bókunin tók við af honum.
- Í vörslu Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO).
- 87 aðildarríki.

Dags.:
- Gerð í Lundúnum 27. nóvember 1992.
- Öðlaðist gildi 30. maí 1996.

Aðild Íslands:
- Uppsögn samningsins 10. febrúar 2000; öðlaðist gildi 10. feb. 2001.
Fullgilding bókunar 13. nóvember 1998, öðlaðist gildi 13. nóv. 1999

Bókanir:
- Bókun gerð í Lundúnum 19. nóvember 1976; öðlaðist gildi 8. apríl 1981.
Aðild Íslands: Fullgilding; öðlaðist gildi 22. júní 1994. Stjt: C 15/1995
- Bókun gerð í Lundúnum 25 maí 1984. Hefur ekki öðlast gildi.
Ísland ekki aðili.
- Bókun gerð í Lundúnum 27. nóvember 1992. Öðlaðist gildi 30. maí 1996
Aðild Íslands: Fullgilding 13. nóvember 1998; öðlaðist gildi 13. nóv. 1999

Breytingar:
- Breyting, gerð á bókun frá 1992, 18. október 2000, öðlast gildi 1. nóvember 2003.

Stjórn:
- Engin.

Stefnumörkun: Umhverfisráðuneytið í samráði við Umhverfisstofnun og samgönguráðuneytið
Framkvæmd: Umhverfisstofnun
Þátttaka í fundum: Umhverfisstofnun í tengslum við IMO þátttöku
Upplýsingagjöf: Umhverfisstofnun

Markmið:
- Að tryggja að nægjanlegar skaðabætur séu fyrir hendi fyrir einstaklinga sem verða fyrir
tjóni vegna olíumengunar frá skipum. (Ábyrgð skipseiganda ef skip hans veldur
olíumengun í umhverfi sjávar sem veldur mengunartjóni í lögsögu aðildarríkis.)
- Að staðla alþjóðlegar reglur um hvernig ákvarða eigi ábyrgð og skaðabætur í slíkum
tilvikum.

Ákvæði:
- Samningurinn skilgreinir ábyrgð skipseiganda ef skip hans veldur olíumengun í umhverfi
sjávar. Hann tekur þó einvörðungu til mengunartjóns sem hlýst innan landsvæðis, að
meðtalinni landhelgi, samningsríkis. Samningurinn gildir fyrir tankskip, sem flytja
hráolíu, brennsluolíu, þykka smurolíu og hvallýsi. Skipum, sem flytja meira en 2000
tonn af olíu í farmi, skal skylt að hafa vátryggingu eða aðrar fjárhagslega tryggingu, er
svari til þeirrar hámarksábyrgðar er samningurinn kveður á um. Vottorð um að slík
trygging sé í gildi skal gefið út fyrir hvert skip og skal vottorðið haft um borð í skipinu.
Samningsríki skulu sjá um að slík trygging sé í gildi fyrir skip, sem koma eða fara úr
höfnum þeirra. Herskip eru undanþegin ákvæðum samningsins.

Framkvæmd:
- Ákvæði samningsins hafa lagagildi hér á landi, sbr. l. nr. 14/1979.

Upplýsingar:

International Maritime Organization
4 Albert Embankment
London SE1 7SR
United Kingdom
Tel: +44 20 7735 7611
Fax: +44 20 7587 3210
E-mail: [email protected]




Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum